miðvikudagur, desember 31, 2003

jæja jæja, ég verð nú bara gjörsamlega að skrifa nokkur orð svona mér til ánægju og yndisauka. er nýbúin að éta huggulegt lambakjöt með föðurfjöskyldunni og bíð spennt eftir skaupinu. eða svona... bíð allavega. en ég var líka að djamma feitast síðustu helgi og þar var ég að spjalla við mann sem bíður gífurlega spenntur eftir því að ég minnist á hann hér á spjöldum tótubloggsins. en hann er einn af þessum gaurum sem ég taldi svona annars ættliðs kunningja minn (vinur vinkonu minnar), sona týpa sona sme maður segir "hæhæ" við og labbar svo fram hjá svo vegna þess að maður þorir ekkert að segja.... en neinei! ekkvað annað var nú á borðastokknum þar. gaurinn vissi bara eiginlega meira um mig heldur en heilbrigt gæti talist og kenndi svo bara blogginu um! glætan glætan! STALKER segi ég nú bara. gaurinn er greinilega búin að komast að ítökum mínum í heimi undirheima og vill fá sneið af kökunni.
uh....
en kúl gaur og mjög skemmtilegur engu að síður þótt ég hafi til að byrja með haldið að bloggið hans heiti "svitasvampur" sem reyndist svo vera "sokkasafi". same thing. úff já. en ég hef hér með bætt miss-ter Agli Reyhkolts frend of mæn á linka listann.
takk fyrir geggjað gott spjall beibí ;)
og að sjálfsögðu vil ég senda henni Guju stórt knús fyrir ææææææðislegt party og brjálaðislega flotta ferð í Reykholt. drottinn minn hvað ég vona að þetta verði árlegt :)


en svo audda.... gleðilegt ár og takk fyrir að lesa mig, þetta væri ekki hægt án ykkar :*

laugardagur, desember 27, 2003

klukkan er 4: 35 og ég er að tala við Dagbjörtu systur mína á msn, Jón kærastinn minn er að gera égveitekkihvaðíósköpunum og fyrr í kvöld heyrði ég í flestum vinum mínum í gegnum gsm síma, svo ég minnist nú ekki á öll þau jóla-sms sem ég fékk. eretta nútíminn eða er þetta bara ég?
ég nenni ekki að skrifa svona "eftir jóla blogg" það er asnalegt.
en tsjekkið á þessu.


im not gay! (suuuuure honey og viggó fílar að láta kyssa sig)

mánudagur, desember 22, 2003

vignir á afmæli í dag!
haldiði að það sé fínt, orðinn 20 ára blessaður. ég er svo aldeilis hlessa. til hamingju elsku elsku krúttið mitt. kysskysskyss!




ræ ræ ræ ræææ!
ég var að senda henni Fjólu og Ingólfi jólakort áðan. gott hjá mér að vera tímanleg með kortin í ár. jemnn. en þau búa í danmörku sko. ég held nú að ég nái að grýta hinum íslensku kortum í fólk á förnum vegi, jafnvel bara í dag eða á morgun. allavega í síðasta lagi á miðvikudaginn, hehe. jájájá. annars var bara gífurleg stemming hjá mér í gær við að mála ósköpin. byrjaði nottla ekki fyrr en klukkan var langt gengin í eitt og kláraði þ.a.l. ekki fyrr en um fjögurleytið. öskrandi stemming.
talandi um stemmingu (og öskur, hehe) þá fór ég á tónleika í gær með kór flensborgarskólans. *andvarp* þvílíkar minningar sem streymdu útum öll op. þetta var algjört æði, þau eru nú soldið stíf greyin, en það er svossem ekki við öðru að búast af blá-edrú liði í skær-bláum kjólum.
djók.
nei þetta var í alvörunni geggjað fjör og ég er ekkert smá stolt af því að vera systir, fallegasta og mest hæfileikaríkasta altsins, sem er tvímælalaust hún Dagbjört. kysskyss. svo voru gamlir kórfélagar dregnir "nauðugir" uppá svið til að syngja heimsumból. það var gasalega huggulegt og svei mér þá ef að hún tóta og strákarnir séu ekki bara athyglissjúkasta fólk í heimi ;)

föstudagur, desember 19, 2003

úff hvað ég var að éta mikið núna bara rétt í þessu, ég hreinlega stenda á blístri og get mig hvergi hreyft. kannski líka allt í læ, ÞARF ekki að gera neitt fyrr en á mánudaginn. en ég ÆTLA hinsvegar að djamma eins og mongólíti bæði í kvöld og á morgun. bara svona til þess að geta haldið uppá það að vera ekki búin í prófum, af því að ég fór hvort sem er ekki í nein.
jeij.
svo verður maður víst að skrifa ekkvað um hljómeykistónleikana í gær, en ég bara hreinlega nenni því ekki. :p svona getur maður verið hrottalega latur og leiðinlegur. svo var ég (mér til mikillar gleði og ánægju) að fatta það að ég er komin yfir á kortinu mínu. jeij. ég sem á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir. úff. en þetta hlýtur að reddast (plís).

þreytt. leið. hrædd. lítil.
ég kláraði Dýrðlegt Fjöldasjálfsmorð um daginn, hún er nú ágæt svossem. ég var ekkert að tapa mér af hrifningu, en hún er fljótlesin og soldið fyndin á köflum. samt ekkert svona "aaaaarrggg ha ha ha HAAAAAAA" fyndin. meira svona miðaldrakall í hægindastól sem hallar sér aftur á bak, lokar augunum og segir "hmmm-hmmm-hmm"
2 drullubollur af 5.

textar eru mjög skemmtilegir. ég var t.d. að syngja mjög fallegt lag í gær sem heitir "þú eina hjartans yndið mitt" og það er algjört bull.

þú eina hjartans yndið mitt (ok, þetta er sætt)
í örmum villtra stranda (liggur á ströndinni í góðum fíling eða? er þetta ekkvað konstant ástand eða bara svona tilfallandi að hann/hún var á ströndinni þegar lagið var sungið... og hvað er málið með villtar?)
þar aðeins bjarta brosið þitt
mig ber til draumalanda (ef einhver er í stemmingu á villtum ströndum hvernig getur brosið hans/hennar borið söngvarann til draumalanda? og ef þetta er Einahjartansyndi söngvarans, vill hann/hún þá ekki fara til villtra strandanna þar sem hann/hún, einahjartansyndið er?)

í þinni finn ég frjálsi brá (frjáls brá? er mikið um ófrjáls augu hér á landi? "heyrðu mig! neineinei, ekkert vera að horfa í þessa átt, augu þín eru undir ströngu varðahaldi okkar hér í "ófrjálsum brám ehf." og við leyfum sko ekkert neinar augnagotur!")
svo fagrar innri kenndir (innri kenndir? magapína? vélindarbakflæði?)
sem seiða til sín traust og þrá (geta innri kenndir manns seitt til sín Traut og Þrá? er lagið ekki upprunalega um þrá? hver vill líka sitja heima hjá sér og Laða til sín þrá? "ooooh, það er svo geggjað að þrá ekkvað.... mmmm! ég ætla að seiða hana til mín strax")
í trú sem hærra bendir. (trú sem hærra bendir? KOMMON!)

bara svona böggast aðeins í ljóðskáldunum, þar sem ég er nú svona líka drullu svakalegt gott sjálf (not)
hérna erlisti yfir hvernigmaður getur sagt "ég elska þig" á öllum tungumálum. svona fyrir þá sem verða "emósjónal" yfir jólahátíðina :)
E-duuuuuujúpar pælingar
fólk getur verið ótrúlega hresst á blogginu sínu. þessi gella hér er að dissa kærastann sinn í tætlur. sem er nú kannski ekki furða. samt soldið fyndið að vera að lesa um líf fólks einhversstaðarégveitekkihvar og þvílík díteils í ofanálag. ætli hún geri sér grein fyrir því að ÉG er að lesa þetta? en henni er örugglega alfeg sama. en væri henniu alfeg sama ef að kærastinn hennar myndi lesa þetta? eða kannski vinir hennar, eða vinir hans? alfeg er mér sama hver les bloggið mitt, svona öllu jöfnu. en samt stundum ekki, vegna þess að maður verður að taka tillit til annarra, og feta hinn gullna meðalveg í að koma upplýsingum á framfæri. ég þoli ekki "tillit til annarra" og heldur ekki "gullan meðalveginn" (sem er bæ ðe vei ekki gullinn heldur grár og fullur af drullugum tuskum). það er svo mikið vesen að vera almennilegur. alltaf að passa sig á hinu og þessu og hinum og þessum. svo er svo óhugnanlega erfitt að vita hvað sumum finnst um sumt, en öðrum um annað. til dæmis fanst einni konu sem ég þekki Mjög Óviðeigandi, Móðgandi og Dónalegt þegar PállÓskar sagði að það væri ekki þurrt sæti í húsinu eftir að einhver gaur söng lagið sitt í Idol. ég sá þetta nú reyndar ekki, en mér finnst allt í læ að tala um píkusafa fyrir framan alþjóð. svona getur fólk verið mis. ég held að ég móðgi stundum fólk alfeg ferlega, en mér er alfeg sama. eins og gellunni sem er sama um að alskonar fólk viti um kærastinn hennar.
en er það kannski rangt? á mér að kannski ekki að vera sama? á ég að reyna að vera almennileg? fyrir hvern á ég að vera almennileg? af því að það er soldið eins og með "hvað sumum finnst", að það er mismunandi hvað fólk telur vera almennilegt. stundum þegar mér finnst ég ferlega almennileg, er fólk í fýlu útí mig af því að ég er svo leiðinleg. stundum fer ég að grenja yfir einhverju sem fólk segir við mig og finnst það agalega vont við mig, en því finnst það bara vera næs. þetta er svo mikið vesen! afhverju afhverju þarf maður endilega að hugsa svona mikið?
svo getur líka verið "gaman" að pæla í orðum og því sem fólk segir. er þetta algjörlega sami hluturinn? eru orð tilfinningar? eru orð sannleikur? eru orð orð? afhverju eru sum orð sönn en sum orð kannski mesta lygi í heimi, þó þau séu alfeg sömu orðin? af hverju virka orð stundum, en stundum ekki?
mig langar í stórt, mjúkt, loðið orð sem er alltaf til og breytist aldrei, sem ekki er hægt að taka úr samhengi og er alltaf satt. og gott. og mjúkt, loðið og stórt. og almennilegt.
illt. kalt. þreytt. flökurt. hrædd.

miðvikudagur, desember 17, 2003




Hörður Mar Tómasson á afmæli í dag.
til hamingju með það góði. ég sendi Eydísi með afmælisgjöfina þína, þú gætir þurft að leita að henni.
nei þetta var lygi. leitaðu samt, ég veit að þú fýlar það.
hohohoo!

:)
sterk í strengjunum

ég fór í morgun í Badminton með honum Arnari mínum og það var svona líka svakalega skemmtilegt. vei vei vei! vorum reyndar bara ein í salnum, svo enginn gat dáðst að getu okkar í magnþrungnum "air-balls" og máttlausum smössum, svo maður minnist nú ekki á "skjóta boltanum fyrir utan völlinn" taktíkina sem við erum orðin anskoti lúnkin við. reyndar vorum við hálf skúffuð yfir því að enginn virtist heldur hafa verið í salnum allan morguninn, vegna þess að ruslaföturnar voru allar tómar. við erum nefnilega svo nísk að við kaupum bara eina kúlu og tökum svo bara einhverja soldið bilaða úr ruslinu og notum hana. þessir prófessjónal ofur-badmintonleikarar vilja bara fá nýja kúlu við hvert högg, svo að segja. við áhugamennirnir erum bara ánægð svo lengi sem hún flýgur. við viljum samt ekki nota plast kúlu, maður hefur nú EINHVERJA virðingu.
jammogjájá.
svo var miss Hildigunnur að kansellera tónheyrn vegna hljómeykisæfingar í Fríkirkjunni. aldeilis öskrandi stemming á þeim bænum, eins og fyrri daginn. spurning hvort hún geti reddað mér eins og 9000 kalli vegna jólagjafainnkaupa.
En 9000 er einmitt sama upphæð og Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldar mér vegna spilunar við bókaupplestur í bókasafni samnefnds bæjar. hrumpf! en svo eru stelpurnar búnar að fá borgað, en ekki ég! þetta kallar á aðgerðir, það verð ég að segja, svei mér þá. mikið er ég annars þreytt allt í einu, þetta kallar á kaffibolla, það verð ég að segja, svei mér þá...

þriðjudagur, desember 16, 2003

Fréttatilkynning um Hljómeykis tónleikana á fimmtudaginn!
þar sem ég er nú hvort sem er búin að senda öllum þessa fréttatilkynningu ætla ég að setja þessa hér og leiðrétta hana og snúa útúr af því að ég er svo mikið kvikyndi. hmoooooaaaah hohoho!

Hinir árlegu (sem er nú reyndar ekki satt, vegna þess að það voru ekki svona í fyrra) jólatónleikar Hljómeykis verða fimmtudaginn 18. desember kl. 20:00 í Fríkikjunni í Reykjavík. Á efnisskráeru m.a. verkið Come, My Light eftir Imant Raminsh, (sem flensborgarkórinn söng með sjöhundrað og milljón öðrum krökkum á kóramóti í kanada sælla minninga sumarið 2000) jólalög eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur. en þær eru einmitt allar nema Bára í hljómeyki. uh.... Þá verða flutt jólalög í útsetningu Róberts A. Ottósonar og Jóns Nordal auk þess sem flutt verða hefðbundin jólalög. mjög hefðbundin.

Sérstakir gestir á jólatónleikunum verða Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth en Hljómeyki syngur í tveimur lögum á nýjum diski þeirra "Ljósin heima" og verða þau flutt á tónleikunum. verkin. páll og monika munu að öllum líkindum sjá um að flytja sig sjálf.

Stjórnandi Hljómeykis er Bernharður Wilkinson.

Miðaverð er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn/námsmenn, elli- og örorkulífeyrisþega.
hvar er draumurinn?

ég notaði tækifærið áðan til að fara með kökuboxið út í bíl og fór líka útí sjoppu og keypti mér puslu, kók og bananastangir. úff hvða það var gott. namminamm. á leiðinni niður stigann hitti ég Hrafn samstarfsmann minn, sem er nú ekki í frásögur færandi þar sem við vinnum bæði á þessum stað og erum oft að labba þennan stiga, en Hrabbó Skan (eins og hann vill láta kalla sig) var mjög hress og sagðist ætla að senda mér alsbera menn í tölvupósti strax hið snarasta.
nú sit ég hér róleg, eða því sem næst, og bíð eftir sendingunni.
ég ætlaði líka að segja Hrabbó frá því að mig dreymdi hann í nótt, en svo ákvað ég að sleppa því þegar á hólminn var kominn. aðallega vegna þess hversu asnalegt það myndi hljóma og svo mundi ég líka ekkert hvað hvað hann var að gera í draumnum. svo myndi það ábiggilega bara misskiljast á sem verstan veg, eins og oftast þegar eitthvða er misskilið og aðrir samstarfsmenn mínir myndu kannski taka það óstinnt upp að mig sé að dreyma aðra menn.
óstinnt upp? er þetta ekki kynferðisleg þversögn!? he he he :)
annars er ég öll í draumunum þessa dagana, dreymdi um daginn að ég hefði misst allar tennurnar og allt var í blóði og ég var ferlega fúl ekkvað og illa upplögð, sem er nottla ekki furða meðað við að ég var nýbúin að missa allar tennurnar og allt var í blóði . sem minnir mig á drauminn sem mig dreymdi um daginn en það var um hann Villa Trompet og hann var ekkvað svakalega fúll og illa upp lagður. man nú ekki útaf hverju, enda erum við Villi svo sem ekkert einhverjir klós-frends... jájá. gott hjá mér.
ég má alls ekki gleyma að taka kökuboxið hennar Guðmundu með mér heim í dag.
bara ALLS EKKI!
svanga tóta biður góðan dag.
eftir miklar mæður er ég aftur komin til vinnu, í svona líka gúddí fíling. eða svona þannig. er gjörsamlega að kafna úr eigin svitafýlu.... hvað er eiginlega málið með hitan á þessu landi? á gjörsamlega að kæfa mann til ólífis? mér er spurn?
annars er það hressast í fréttum að ég er líka mjög mjög mjögmjög svöng og það endar bara á einn veg, sem er eitthvað á þá leið að ég mun fá mér að borða. þó síðarverði. kórmaraþon-æfingar handan við hornið, og líka framan við það, var á æfingu í gær og fer á æfingu á morgun. og hinn. en þá eru líka tónleikar og þá er þetta búið. hóhóhó. eins og mér finnst nú gaman í þessum kór að öllu jöfnu, þá er ég samt alltaf soldið fegin þegar tónleikarnir eru yfirstaðnir og maður getur farið að gera ekkvað annað en að mæta á æfingar.
ætli ég sé sækó-patti?
kannski.
svo var ég að fatta það að ég ætti nú kannski að fara að fara að hugsa mér til hreyfings og fara að æfa prufuspilið í Orkester Norden... ógurlegheitin munu fara fram 4. janúar og það eru bara 19 dagar þangað til. en þar að auki geri ég fastlega ráð fyrir að vera rúmliggjandi felst alla daga milli 24. des og 27. bara svona til aðvera on ðe seif sæd...

föstudagur, desember 12, 2003

ég bætti Önnu Hugadóttur inn á linkana mína. nottla löngu orðið tímabært, ég skil bara ekkert í mér. ég meina... manneskjan spilar nú á víólu og er með titilinn "Illgirni og almenn mannvonska" á forsíðunni. ekkert nema snildin ein.
verst hvað þetta er butt leiðinlegt blogg.
nei djók ;)


Afmælisfrekjukast
það gekk bara mjög vel í gær á tónleikunum sem ég spilaði á, thanks for asking! en eftir tónleikana æfðum nokkrir vel valdir (og vel menntaðir) söngnemendur madrígalann "come again", aðallega til að geta sungið hann Betur en Páll Óskar gerir á nýja jóladisknum. það gekk svona líka glimrandi, þó svo að flestir hefðu ekki sungið það áður. tillaga mín um að syngja eitt erindið á "ræ-ræ" fór misvel í suma. ég er alltaf jafn stórkostlega hissa þegar öðrum en mér finnast hugmyndir mínar ekki jafn sniðugar og mér. en eftir æfinguna ótrúlegu fór ég með aðalsykrinu honum Vigni og Döggu eðalsystur heim til VIGNIS að baka afmæliskökuna mína (sumir ekkvað tens á bakstrinum heima hjá mér). jón viðar þorsteinsson ætlaði að koma með en var svo bara sofandi þegar á hólminn var kominn. hann gat samt ekki sleppt því að nöldra soldið í morgun, svona bara til að mér myndi nú ekki finnast alfeg jafn gaman að eiga afmæli eins og mér finnst alltaf.
veit fólk ekki að ég er Afmælisbarn D A U Ð A N S (der Totes) og þá má Enginn og Ekkert standa í vegi fyrir því! grrrrrr! ég þoli ekki mótlæti eða skoðanir annarra á þessum degi!
ég á og má ganga um í dag með nefið upp í loftið og allir Eiga segja ekkvað fallegt við mig og um mig af því að ÉG Á AFMÆLI!
svo ætlaði mamma að hitta mig í hádeginu og gefa mér að borða en hún er ekkert búin að hringja og klukkan er hálf eitt, hún er ábiggilega búin að gleyma mér, svo ætlaði ég að prenta út nótur en þær urðu asnalegar, mér er illt í hálsinum og kaffið mitt er orðið kalt :(
oh hvað það var nú sætt af honum / henni ... bichito ... að muna eftir deginum... ég bara vökna í augntóftunum :)

fimmtudagur, desember 11, 2003

þetta er soldið kúl

Warlock
Capriol Suite, fyrir strengjasveit.
ég veit nú samt ekkert um þennan Warlock gaur. maður tekur nú öllu sem byrjar á "w" með fyrirWara. þaldénú.
Hark! The Herald Angels Sing
You are 'Hark! The Herald Angels Sing'. You take
Christmas very seriously. For you, it is a
religious festival, celebrating the birth of
the Saviour, and its current secularisation
really irritates you. You enjoy the period of
Advent leading up to Christmas, and attend any
local carol services you can find, as well as
the more contemplative Advent church services
each Sunday. You may be involved in Christmas
food collections or similar charity work. The
midnight service at your church, with candles
and carols, is one you look forward to all
year, and you also look forward to the family
get together on Christmas Day.


What Christmas Carol are you?
brought to you by Quizilla
þetta er skemmtilegasta blogg í heimi. ooooh hvað égvildi að bloggið mitt væri svona skemmtilegt!!
núna á eftir er ég að fara að spila á tónleikum niðrí tónlistarskóla hafnarfjarðar. allir að mæta, aldrei að vita nema það verði fjör og gaman. er að spila Bach dobbúlkonsert fyrir 2 fiðlur, 3 kafla með Eydísi og Huld, Fríðu og Valgerði (og kannski Sóleyju?), síðan Bach dúett með henni Sigrúnu sem var svo ljúf að leyfa mér að heyra Brasílískan djass núna í morgun. ekkert smá kúl! EN svo heyrði ég útundan mér að Gunni og Helgi væru með leynigest uppi í erminni (oj), sem myndi að öllum líkindum taka nokkur vel valin lög, fólki til skemmtunar og fróðleiks.
það skyldi þó ekki vera illi Tvíburabróðir Helga, mr. Hasselhoff?
éger nú reyndar að ljúga því, ég fann bara þessa mynd á netinu og fannst ég verða að tengja hana við mitt daglega líf, svona affþvíbara. im sick.
hvað er annars málið með peysuna?




þessi síða hér, býr til lag fyrir mann eftir því hvaða texta maður setur.
uh...
maður slær inn texta og þessi síða býr til lag eftir þeim.
uh...
af hverju er ég svona léleg í ísalendingsku? það mætti halda að ég hefði ekki búið hér alla mína ævi nema tvö ár í danmörku.
jeminn, nú fer ég og fæ mér kaffi

þriðjudagur, desember 09, 2003

þetta er mjög skemmtilegt :)
þökkum Páli Einarssyni fyrir þetta góða innlegg :*
jólasveinasvif
Há.
í söngtímanum mínum í morgun, komst Dr. tóta að mjög skemmtilegum hlut, (dr. tóta er semsagt söngkennarinn minn, ég er ekki doktor, þó mörgum gæti dottið það í hug vegna þess hve ég er vel að mér í flestum hlutum) en það er að ég kann ekki að segja "hér". eða jú, ég kann það, nema það að ég segi "hér" öðruvísi en aðrir og þ.a.l. ekki rétt. mitt "hér" er myndað aftan í hálsi, en annarra manna "hér" er búið til fremst í gómnum hjá tönnunum eða þar.
mjög átakanlegt allt saman, nema hvað að ég var hér í rólegheitunum í vinnunni að pæla rækilega í "hér-um" fólks. svo ég spyr Jón, sessunaut minn til margra ára:

t: jón hvar myndar þú "hér"?
j: ha?
t: orðið "hér", hvar gerir þú það?
j: ertu rugluð?
t: nei, skiluru ekki? ég geri sko "hér" aftan í koki, hvar gerir þú það?
j: (ranghvolfir í sér augunum) "hér" (bendir á hálsinn á sér)
t: oooh nei! með tungunni! hvar ertu með hana þegar þú segir "hér"?
j: ég nota ekki tunguna þegar ég segi "hér"

þannig að það er greinilega bara ekki ég sem á í erfiðleikum með títtumtalað "hér".
ja hérna hér
eyfi minn kemur á morgun!
eyfi minn kemur á morgun!
eyfi minn kemur á morgun!
eyfi minn kemur á morgun!
eyfi minn kemur á morgun!
eyfi minn kemur á morgun!
eyfi minn kemur á morgun!
eyfi minn kemur á morgun!

ég hlakka svooooo til :)
Britten :)


Beethoven.com útvarpið spilaði óskalagið mitt! djöfull er fyndið að heyra útlendinga tala um mann á útlensku, hann las meira að segja allt emailið! ég hef aldrei heyrt hann gera það áður. úff! :D
en hvað sem öðru líður þá var óskalagið eitt það gullfallegasta í heiminum. *andvarp* ég spilaði þetta í fyrra með Eðal-Vinkonu minni henni Ellu Völu (sakna þín beibí) og Þorbirni Rúnars Hildigunnarbróður á tónleikum í apríl eða ekkvað. æææææðislegt verk. æði æði æði. sinfó er að fara að spila þetta í vor með Joe (hornkennaranum hennar Ellu) og einhverjum leyni-tenór sem enginn veit hver er. en eitt er víst, að það er því miður ekki uppáhaldstenórinn minn :'(
en allavega!
ef þið viljið gefa mér jólagjöf megið gefa mér upptöku af þessu verki.

hóhóhó!
þetta er það sem kom á síðunni! :) nafnið mitt!

Britten
Selections from Serenade for Tenor, Horn and Strings, Op. 31
Robert Tear, tenor/Dale Clevenger, horn/Chicago Symphony Orchestra, Giulini cond.
Request!! for Tota in Reykjavik, Iceland
bloggedí blogg.
djöfulsins leti er að hertaka sál mína og líkama alladaga. mætti halda að ég væri latasta manneskja í heiminum.

fimmtudagur, desember 04, 2003

ég veit ekki hvað það er með mig og rassa, prump og piss í dag.
en hér er ein Hreeeess jólakveðja :

http://www.ihimlen.dk/flash_prutjulsang.htm
vignir madonnusykur beib og bestasti, sætasti og yndislegasti í heiminum (hann sendi mér cyber-hug, "when i was down") var að benda mér á svona líka skemmtilega síðu. hún er um gay-auglýsingar og ekkvað blabla. heitir Commerceal Closet. svakalega krúttleg. sona sumt allavega, hehe ;)
en þessi auglýsing er algjör snilld. :D
enjoy.

(já éger hækja)
hvað er eiginlega að gerast? nú hvarf bloggið mitt aftur eins og hérna um daginn.
ég er svo aldeilis bit. ég fer að gera bakkupp þriðja hvern dag barasta!
ég hata tölvur!!!

grrrrrrrrrrr :@
afmælisbarn dagsins (afmælisdags barnið) er hjartagullið hann Eyjólfur Eyjólfsson sem er 24 ára í dag.
til hamingju krúttið mitt
*kossar og kremjur*





nú bíður maður bara spenntur eftir afmælispartýinu :) kannski ég ráði góðan Söngvara til að koma og skemmta :) hohoho
Djöfulsins drasl og skíta stemmari!
helvítis Hotmail var að Breyta hjá sér uppsetningunni með svo miklum glæsibrag að núna Get ég ekki sent EMAIL lengur. ég hata tölvur!
grrrrrrr!!!!
mikið getur sænskan verið sæt :)

Harligt i solen
tótan skammast sín
ég var í strætó í gær, sem oft vill verða þar sem ég var á leiðinni heim. svo kem ég inn og sé strák sitja í strætó sem ég kannaðist ekkvað smá við. svo allt í einu fattaði ég að þetta var hann Kristján Hans megabeib, sem er að læra leiklist í London. alfeg svona góður vinur minn, kannski ekkert einhver sálufélagi eða besta grátöxlin, en svona... mjög góður vinur margra besta vina minna og blabla. enívei, pointið var að ég hefði átt að heilsa honum! nema mér fannst svo asnalegt að fara að heilsa honum eftir ða ég var sest og ekkvað, fór bara að lesa og svona. ferlega asnaleg. haldiði þá ekki að kauði sendi mér SmS. "hæ tóta, gaman að sjá þig :*" ég fór í mesta skít dauðans og drullaðist auðvitað til að heilsa upp á manneskjuna, fór ekkvað að afsaka mig eins og hálfviti.
"ég var ekki viss að þetta væri þú"
"ég er svo þreytt og sé svo illa"
"ég er aumingi með hor, vinsamlegast stingdu gaffal inn í hausinn á mér við tækifæri."
en hann var bara kúl á því og hló að mér. fór svo að segja mér London sögur og fleira skemmtilegt, var bara mjög almennilegur (eins og hann er alltaf) og ég var ennþá á bömmer. meira fíblið sem maður getur verið.
og svo fékk ég myllusteins-samviskubit og sé mjög eftir þessu. héðan í frá ætla ég að heilsa öllum í strætó sem ég þekki.

Ö L L U M



fyrirgefðu elsku Kristján minn.
i am very very sorry

miðvikudagur, desember 03, 2003

fokkin hell maður!
klukkan er alfeg að verða fjögur!
nú verð ég að drífa mig, er að fara í tíma kl. 16. 30 og annan kl. 17. svo býst ég við að leggjast niður og deyja, mér er svo illt í maganum. muuuuu, aumingja ég!
www.misternicehands.com
þetta hérna hér, er það fyndnasta sem ég hef séð á netinu FOR AGES. og þá er nú mikið sagt, vegna þess að ég hef séð margt á netinu sem er mjög fyndið.
en mikið er ég annars með einfaldan smekk... ég er bara eins og Sævar Karl.
ekki það að ég sé rosalega mikill pólítíkus eða neitt þannig, en það var verið að fjalla um Kárahnjúka á www.theguardian.co.uk.
ú ú ú, það er Útlenskt blað gott fólk!
soldið töff grein samt og allir að fjalla um hana, svo ég ætla að skella linknum hér. svo tók gellan viðtal við Ómar Ragnarsson, hann er nú alltaf svo hress...

"...Veteran broadcast journalist Omar Ragnarsson told me how he ran into trouble when he reported "both sides" of the Karahnjukar debate on national television - "There were calls for me to be fired." In order to make a "rational" film about Karahnjukar, he has sold his flat and jeep to finance it independently...." sjá alla greinina
það er ekkert minna.

þriðjudagur, desember 02, 2003

gamlar myndir
ég kláraði Guð Hins Smáa í dag meðan ég var í strætó. hvað á ég að lesa næst? einhverjar tillögur?
(nei þórunn guðmundsdóttir, ég ætla ekki að lesa "ítalskur framburður fyrir byrjendur")
en ég mæli eindregið með þessari bók, hún er flott, sniðug, sorgleg og soldið öðruvísi en allt sem (allaveganna ég) hef lesið. segir frá tvemur litlum tvíburum, þeas, einni stelpu og einum strák sem eru tvíburar (hvernig í fokk á maður að segja þetta?!) og atburðarrás sem verður til þess að þeim er tvístrað í sundur. mjög átakanlegt allt saman. gerist á indlandi og allar staðarlýsingar og lýsingar á umhverfi þar af leiðandi mjög svo framandi fyrir hinn lopapeysuklædda íslending.
3 kransakökur af 5, hiklaust.
svo var ég að fá filmur úr framköllun, sem er nottla ekki það mikið mál, nema hvað þær eru alla leiðina frá Englandi! híhíhí :) þarna má sjá danmörk 2002, þýskaland 2002 og sveimér þá ef ekki bara sviss 2002 líka! snild og ekkert nema.
svo eru þarna hressar myndir frá því ég fór til Rómar 2001 og jólin 2002 í góðum gír, þar með talið allar myndirnar tvær sem ég tók þegar ég heimsótti eyfa í london fyrir rúmu ári. jeremías.
nú fer maður að taka sig á í þessu framköllunar rugli. það þýðir ekkert að vera að draga þetta svona á langinn. úff mar. svo var eitt soldið fyndið (eða svona þannig) að það voru allavega 2 filmur þarna sem ég var BÚIN að framkalla áður! hvað er eiginlega málið?
ég hef greinilega verið þeim mun meira drukkin þegar ég sendi litla tenór skinnið til útlanda með filmur fyrir tótu sína. en oh well... þetta verða bara góðar og gildar jólagjafir í staðinn. hver vill ekki fá 2 ára gamla mynd af sér undir jólatréið? hohoho!

föstudagur, nóvember 28, 2003

éger að hlusta á King Singers diskinn "madrigal history tour" sem er bara algjör snilld, tala nú ekki um fallegu myndina sem er framan á gripnum (tekin 1984), skyldi vera hægt að fá svona peysur einhversstaðar?
en eitt af fallegustu lögunum á disknum er eftir englendinginn Thomas Timkins og heitir Too much
I once lamented. þeas, lagið heitir það. Thomas heitir nottla bara Thomas. jájá.
en þessi undurfagri madrígali er alfeg úber-húber sorglegur. Í BYRJUN! svo kemur bara einhver Falla la kafli í miðjunni í dúr og ég veit ekki hvað og hvað. vantar bara snittur og kampavín.
en allavega.
hér er svo textinn fyrir áhugasama. og fyrir þá ENNÞÁ áhugasamari fylgir með þýðing yfir á hollensku (ekki spurja).
enjoy!

Thomas Tomkins - Too much I once lamented






Too much I once lamented,
While love my heart tormented,
Fa la la ...
Alas and Ay me sat I wringing;
Now chanting go, and singing.
Fa la la ...
[Anon.]

Teveel beklaagde ik eens de liefde
omdat deze mijn hart toen griefde.
Fa la la ...
Helaas en Wee mij klonk mijn klagen
Nu zing ik en verheug mij alle dagen.
Fa la la ...

á þessari síðu hér, http://www.mauritia.de getur maður keypt sér föt í öllum stílbrögðum. mæli sérstaklega með renisans tímabilinu. ferlega huggulegt...

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

í gær fór ég í Badminton með elsku besta Arnari mínum sem er svo heppinn að vera Akkúrat allt það sem mig vantar til að vera heilsteypt manneskja í fullkomnu jafnvægi og var það mjög gaman. í badmintoninu þeas. svo vorum við búin að slá þessari fjarðurkúlu (sem er bæ ðe vei allt of lítil) fram og til baka yfir hálf-hallærislegt svart net þannig að fjaðrirnar úr henni lágu útum allt eins og hráviði og arnar segir: "hey, ég ætla sko að teyja vel á núna, ég fékk svo miklar harðsperrur síðast!"
"ég ætla bara að teyja í sturtunni.... NOT!" segi ég og skunda undir bununa, flissandi og ferlega góð með mig.
ég sé MJÖG mikið eftir þessari ákvörðum í dag.
fátnýtur fróðleikur #1
Orlando Di Lasso var rænt þrisvar sinnum þegar hann var lítill kórdrengur og látinn syngja fyrir aðalsfólk vegna þess að hann var með svo fallega rödd.



eins og sjá má hafa ungir sem aldnir gaman af tónlist Orlando (ekki Blúm).
ó hvað hún Guðný Birna á eftir að vera glöð bráðum....
ég er ferlega þreytt og ákvað þessvegna að skrópa í 2 undirleikstíma og fara bara í vinnuna. mér finnst þetta mjög sniðugt hjá mér í ljósi þess að maður þarf að vera Vakandi og með Einbeitingu í undirleikstímum, en jah....

miðvikudagur, nóvember 26, 2003


http://www.mypetskeleton.com

þetta er nett kúl síða. soldið skerí líka. hoho!
Tinna mín elskuleg bað mig allranáðsamlegast um að redda blogginu hennar af því að það væri ekkvað í hakki. ég bara ok, ekkert mál. fór og lagaði það sem óvart hafði misfarist hjá elskunni... tókst svo með ótrúlegri hæfni að eyða út öllum neðri hluta Templatsins, rétt eins og gerðist hjá mér hérna í gær þegar ég fór í mega fýluna.
er þetta kannski ekkvað vandamál hjá tölvunni minni?
það skyldi þó ekki vera!
en af því að ég er snillingur tókst mér að laga herlegheitin.
drottinn minn hvað ég var samt stressuð á tímabili yfir að hafa skemmilagt allt bloggið hennar.
já það tekur svo sannarlega á að vera Blogg-hjúkka!
svo er bara að reyna að koma blogginu mínu í samt form. *andvarp* það sem á mig er lagt!

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

hrumpf!
hvað er að þessu FOKKIN bloggi!?!?!?!?!
þetta er í annað skipti í dag sem allt hverfur!
ggrrrrrrrrr!
ef eg væri ekki þessi þolinmóða manneskja sem ég er væri ég orðin brjáluð!
hvar er húfan mín?
ég er komin í aðeins betra skap núna, enda búin að troða oní mig næstum heilum kexpakka af hólmblest uppá kaffistofu. mér finnst hólmblest hinsvegar ekkert sérlega gott, svo kannski að fýlan rifji sig upp áður en langt um líður.
en það sem er aðallega að angra mig núna, er það að ég er (að öllum líkindum) búin að týna húfunni minni. og nú er ég ekki að vitna í frægan glæpamannaslagara, heldur er hér helber sannleikur á ferð. húfan er grá og blá og var eitt sinni í eigu minnar elskulegrar systur, hún er líka með gráum lafandi eyrum og fléttuðum snúrum hangandi neðan úr þeim. húfan þeas, ekki systir mín (hoho). þetta er einkar kvimleitt núna þegar ég þarf að fara út í mikið frost og sé einnig fram á að þurfa að labba þónokkurn spöl, æj mig auma. stundum vildi maður bara óska þess að geta tekið undirhökuna sína og troðið henni uppí eyrun á sér....
*andvarp*
þökk sé blogger þá er ég búin að ákveða að vera í fýlu það sem eftir lifir þessa dags.
eða svona allvega í svolitla stund í viðbót :( grrr!
heimska ljóta feita blogg!
af hverju dettur stundum allt út?!
grrrrrrrr D:


ég er svona rétt á mörkum þess að vera í fýlu eða þá bara í melló-velló skapi.
hvað er nú eiginlega það?
hrumpf!
gott hjá mér að geta ekki einu sinni ákveðið í hvernig Skapi ég er í!
svo langar mig allt í einu svakalega mikið í lap-top tölvu. hefur aldrei langað í svoleiðis fyrr en núna bara allt í einu þegar ég var í strætó og langaði rosalega mikið til að semja smásögu um snjóinn og ljótu húsin sem ég var að keyra framhjá. ekki það að ég skrifi smásögur um veðurafbrigði að staðaldri...
en þetta var nú fljótt að líða hjá, sem betur fer. púha.
setti líka inn link með megabeibunum í King Singers. einn af þeim er ferlega sambrýndur, og einn er dvergur. svo er einn með ferlega asnaleg eyru og einn er örugglega rugufö!!
:)
mikið er ég fegin að klassískir tónlistarmenn eru Eðlilegir útlits, ekki með vanskapaðan maga þannig að naflinn er á vitlausum stað eins og á ofur-stynjendunni Britney Spears.

hoho!
snorri vinur minn er hér með kosinn (einróma) líffræðingur dagsins. sjá póstinn hans hér. og ég sem var um daginn að kvarta yfir því að vera bara í einhverju butt-boring víólunámi... jahér! :D:D
mig langar til útlanda.
ooooofsalega mikið. en mig langar líka í pizzubát á Hlölla með gulum baunum (gulu baunirnar eru Mjög mikilvægar, fékk svo sannarlega að sannreyna það á sunnudaginn) og kók, og á ekki einu sinni fyrir því svo kannski er það til of mikils mæls að vilja fara erlendis...
svei mér þá.
en ég er nú að fara á S.Á. æfingu í kvöld, það ætti nú að seðja sárasta hungrið og mestu löngunina í útlandareisur.
not.

laugardagur, nóvember 22, 2003

hóhóhó

erum hér hress og kát (sum kátari en aðrir út af skemmtilegu blogg þjónustu blogspot.com) að sötra það sem sumir kalla bjór, en við kjósum að kalla "dýrð" á þessari stundu, heima hjá Vigni sem á bróður sem er nýorðinn 17 ára. jeee.
við bjuggum til skemmtilega (og fyndna) frasa sem eiga vel við...

1) betra er einn bjór í maga en margir út í haga
2) betra er einn kaldur í hendi, en tveir volgir í lófa
3) hristum skanka og drekkum bjór úr tanka

stimmari daudns..



föstudagur, nóvember 21, 2003

þetta hérna hér er það fyndnasta sem ég hef séð og heyrt í laaaaaangan tíma. guð hvað mig hlakkar til að fá Burger King á ísland, afgreiðslustrákarnir þar eru greinilega alltaf hressir og kátir :)
oj
mér finnst þetta Ógeðslegt. ef það væri svona jólaskraut í hafnarfirði myndi ég fara að gráta.
ég fór í sund áðan eins og ég geri nú venjulega á daginn af því að ég er svo ótrúlega mikill heilsubolti. eða þannig sko. og ég er svo máttlaus og úrvinda að ég næ varla andanum og get eiginlega ekki hugsað að neinu viti. sem er nú reyndar soldið kúl.
jeeeeeess...
en það sem ég ætlaði að segja var að ég er alfeg óskaplega svöng, en veit bara ekkert hvað ég á að fá mér. langar soldið til að detta í það og fá mér feita sammloku hér á snælandi við hliðina, en svo tími ég því samt eiginelga ekki.
úff hvað er erfitt að lifa

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

ég bætti við link á blogg hjá konu sem ég veit ekkert hver er eða hvaðan. bara soldið fyndið blogg.
svona er ég snarklikkuð í hausnum.
algjör wakkó
sækópatt
kúkú kisulóra
brjáluð

jeeeeesss

http://www.liscious.net/piehole

setti líka link á orkester norden og eddu miðlun.


Sibelius rokkar
hann sibbi okkar er svo spikfeitur rokkari að ég næ varla andanum. er að hlusta á disk sem ég keypti á útsölumarkaðinum hræðilega í perlunni hér um árið. eiginlega það eina skemmtilega sem ég hef keypt í þeim viðbjóð... en allavega, þá er þetta kúl diskur með nokkrum sinfónískum verkum og ég er gjörsamlega með eitt hér á heilanum. kannski ekkert mjög viturlegt þar sem það er um mjög ógiftusamlegt skíðaspor.
það eru nottla bara snillingar sem semja sinfónísk verk um Skíðaspor. sérstaklega þegar ljóðið sjálft er ekki sungið eða neitt svoleiðis. kominn tími til að gefa þessum söngvara-gerpum smá frí og láta atvinnumennina um þetta (he he).
en ljóðið er eftir gaur sem heitir Bertel Gripenberg og er án efa mjög frægur og skemmtilegur, og á þessari útgáfu sem ég er með er það töffarinn Lassi Pöysti sem les ljóðið yfir hljómsveitinni. eða hann hefur kannski staðið fyrir framan, gæti verið. og það sem er mest kúl í heimi, er að hann les þetta á Finna-Sænsku, sem er flottasta tungumála-afbrigði í heimi. uppáhalds setningin mín er

"vad stjärnorna blinka kalla,
hur skymmande skogen står,"


en ljóðið er nottla megaþunglynt og ógeðslegt og fjallar um skíðaspor (far eftir skíðamann eða ekkvað þaðanaf verra) sem fer inní skó og hverfur svo. hmoah ho ho ho!
krípí sjitt. þeir kunna þetta finnarnir...


Ett ensamt skidspår som söker
sig bort i skogarnas djup,
ett ensamt skidspår som kröker
sig fram över åsar och stup,
över myrar där yrsnön flyger
och martall står gles och kort -
det är min tanke som smyger
allt längre och längre bort.

Ett fruset skidspår som svinner
i skogarnas ensamhet,
ett människoliv som förrinner
på vägar som ingen vet -
i fjärran som hjärtat bar -
ett slingrande spår på skaren
min irrande vandring var.

Ett ensamt skidspår som slutar
vid plötsligt svikande brant
där vindsliten fura lutar
sig över klippans kant -
vad stjärnorna blinka kalla,
hur skymmande skogen står,
hur lätta flingorna falla
på översnöade spår!

Bertel Gripenberg
flateyjargáta öll
ég kláraði gæðabókina "Flateyjargáta" fyrir nokkrum dögum, átti bara eftir að segja ekkvað misjafnt um hana hérna... en ég bara verð að segja að blessuð bókin er ágæt. byrjar illa, en er svo sniðug fyrir rest. fullt af skemmtilegum karakterum og svona. kannski ekkert bók sem maður lætur jarða með sér á brjóstinu, en ágæt. gef henni 3 drullubollur af 5.



Flateyjargáta

Viktor Arnar Ingólfsson



er svo byrjuð á næstu, tsjekki át
manntalið...
... er alltaf jafn skemmtilegt. eiginlega það drullu áhugavert að ég bara verð að líta undan á hálftíma fresti svona til að ekki kafna úr hlátri. reyndar kom nú soldið fyndið áðan, en það er nú kannski ekkert endilega fyndið fyrir alla. en mér fannst þetta allavega sniðugt... en það er bærinn Titlíngur í Berunessókn. og þar er einmitt húsbóndi að nafni Snjólfur. gleymum svo ekki niðursetninginum Antoníusi Antoníussyni.
sccccccchhhhhtiiiiiimmung!!
mikið verður annars gaman hjá mér eftir Tuttugu daga :) ví ví ví!
uppskriftir
konum finnst gaman að elda. allavega sumum konum. allavega finnst sumum konum svo gaman að elda að þær tala stanslaust um uppskriftir. en eins og flestir ættu að vita er matur oft gerður eftir uppskriftum. en ég var einu sinni að vinna á kvennavinnustað (blessuð sé minning þess hræðilega tíma og guði sé lofgjörð og þökk fyri að hafa bjargað mér þaðan) og var varla búin að vinna nema í nokkra daga þegar ég var komin með ljósritaðar uppskriftir í allar töskur, vasa, hólf og þetta var liggjandi á velflestum frístandandi borðum heima hjá mér eins og hráviði.
hvað er þetta með konur og uppskriftir?
af hverju tala karlar aldrei um uppskriftir? þeir elda nú alfeg velflestir og hafa gaman af, en aldrei sér maður kall með fullan bíl af uppskriftum.
er þetta kannski ekkvað flókið félagslegt form kvenkyns tilfinningavera sem brýst út á þann skrítna máta að láta kunningjakonur sínar fá pappírs snepla?
eða kannski móðureðlið ógurlega, að í stað þess að gefa kunningjakonum sínum mat að borða, þá eru þeim látnar í te aðferðir til að búa til mat?
eða er þetta kannski einhverskonar sýni- og montþörf... þannig að kunningjakonurnar finna til smæðar sinnar yfir að hafa ekki prófað viðkomandi uppskrift?
eða kannski bara pjúra góðmennska og gott innræti að vilja deila vellíðan þeirri að borða góðan mat með því að útbýta uppskriftum?
jah nú er mér spurn.
en þetta var nú bara svona pæling, aðallega af því að ég er svo óskaplega svöng. vona að Jón eigi einhvern mat uppí ísskáp sem ég get stolið. HOHOHOHOHOHO!
svo verð ég nú bara að skella hérna uppáhalds uppskriftinni minni, því "after all" þá er ég nú kona. allavega síðast þegar ég gáði. svo eru jólin líka alfeg að fara að koma... :)
enjoy!


Einfalt finnskt jólaglögg
1 líter finnskur vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með greni.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

nammi nammi gott fyrir strákana mína ;)




einn extra dökkan fyrir mig takk.

laugardagur, nóvember 15, 2003

Kammersveit dau....
nýkomin af hljómsveitaræfingu með eðalbandinu "kammersveit tónlistarskóla hafnarfjarðar". þvílík grúbba, segi ekki meir. við erum s.s. með tónleika einhverntíman eftir áramót, áttu samt að vera 5. des, en gæðin eru þvílík að við þurfum auka mánuð til að trappa okkur niður á almennings-level. stemmari. ég er reyndar orðin það góð með mig að ég er farin að lesa bók á æfingum (ekkvað sem blásarar kannast vel við, en strengjaleikarar ekki), sem er hreinn unaður, svo ekki sé meira sagt. algjör draumur.
jammí jamm jamm
annars er það nú prógrammið sjálft sem er svo sannarlega draumur, ekkert nema mozart kallinn út í gegn. óliver yfirstumpur (eins og hann SJÁLFUR kýs að kalla sig) lagði til að nefna tónleikana "meiri mozart". ég held það væri meira við hæfi að kalla þá "íguðannabænum EKKI meiri mozart!!!" en það fannst engum það fyndið nema mér.
oh well....

föstudagur, nóvember 14, 2003

svo er það bara Todmobil í kvöld!
yeah baby yeah!!!
Ruby Thuesday fær 2 kokteilsósur
þar sem allir eru að spurja mig endalaust, þá bara verð ég að taka fram að ég fór á Ruby Thuesday í hádeginu og fékk mér safaríkan hamborgara. ég reyndar fíla ekki svona hamborgara.... finnst alfeg hræðilegt þegar maður finnur ekki bragð af neinu nema grilluðu kjötflykki, en sér samt að það er bæði grænmeti, brauð og sósa í matnum. soldið skerí. jón var hins vegar algjörlega "un-shy" og fékk sér einn tvöfaldan. úff. en franskarnar voru mjög góðar, þó að appelsínið' hafi verið bragðlaust. þannig að ég neyðist til að gefa Ruby Thuesday aðeins 2 kokteilsósur af 5.
ég er að fara að fá mér ekkvað Óhugnanlega fitandi í hádegismat :) svona er ég góð í að tala SUMA til.
hohoho :D


amma mega-Hers
annáll...
...síðustu daga. enda veitir ekki af, gjörsamlega allt að gerast hérna í beinni útsendingu.
ég er s.s. búin að vera að kenna uppí tónó fyrir hana Kötu Árnadóttur á fiðlu. ferlegt stuð, þó ég segi sjálf frá og hafði ekki grun um það í byrjun. krakkarnir eru bara sætir og góðir og gera allt sem maður segir. eða allavega reyna það. góð tilbreyting við SUMA sem gera EKKERT sem ég segi þeim að gera. svo er nottla stemmari dauðans á kaffistofunni, og ég kenndi líka einni vinkonu ása bróður. fattaði það nú ekki fyrr en eftir á. soldið sló mó.
en ekki eru farir mínar sléttar enn, á miðvikudagskvöldið fór ég í bíó með herra leiklistarnema, aka fæðingablettanebbaling, aka barabilun á scary movie 3. það var algjör snilld. myndin er svo léleg, þunn og illa leikin að það er Unun á að horfa. svo eru hryllingsmyndir svo gjörsamlega teknar í R****gatið að maður getur ekki annað en hlegið úr sér lifur og brisi.
jammdíjammó já
gleymum heldur ekki Badmintonferðinni yndislegu með sáluhelmingnum mínum honum Arnari. úff hvað var orðið aaaaallt of langt síðan ég sá hann síðast. en þessi samverustund minnir óspart á sig og er ég ennþá með harðsperrur alfeg frá hægri rasskinn og uppí háls. smart. við kíktum á Hressingarskálann eftir herlegheitin og ég fékk mér kaffi og sódavatn. fínn staður en herra algjörlega óþolandi að afgreiða. af hverju labba sumir karlmenn með hökuna hálfan metra á undan hinum hlutunum í líkamanum? ég spyr, en fá eru svörin.
svo teiknaði ég og skrifaði mjög flotta auglýsingu fyrir hana Guðný Birnu Ármannsdóttur og vinkonu hennar Dóru Hlín Gísladóttur, en þær hafa hvorugar gert sér það ómak að kíkja í heimsókn og Ná í hana.
en það er nú kannski af því að ég hef ekkert verið heima síðan í sumar... traaaaaaa lala! :)
bloggið orðið ágætt á ný :)
jæja, allt orðið eins og það var áður en óskupin dundu yfir.
dundu?
æj vottever... en hvað er annars málið? gréta var að senda mér emil um að þetta hefði gerst hjá henni líka.
er blogger ekkert að standa sig?
hvað kom fyrir?
er jósefína og tvíburarnir ennþá í alaska?
hvar er gerfirjóminn?
mikið er ég svöng?
ég hvet allavega alla í að seifa templatin sín svona til vonar og vara.
vonar og varar?

hvað kom fyrir málstöðvarnar í mér í nótt?
er að reyna að koma blogginu mínu í gamla formið.... hvað ætli hafi eiginlega komið fyrir?
allt í einu var bara eiginlega allt í template horfið! guði sé lof fyrir að ég gerði bakkupp hér um árið.

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

jeminn einasti!!!
haldiði ekki bara að bloggið mitt hafi verið þvílíkt bilað og eftir heimildum í fokkin 3 daga! þa ðer ekkert verið að láta mann vita! meira fólkið sem þið eruð!! :@
tóta kennarakunta
mætt á netið, má það nottla ekki... eða svona þannig. finnst allavega eins og allir séu að gefa mér illt auga af því að ég er í tölvunni inná bókasafninu í tónó, sem er strangt til tekið forboðin staður. en ég er búin að vera að kenna í forföllum fyrir Kötu megabeib frá því hálf þrjú í dag, svo mér finnst ég alfeg hafa rétt á að hanga á netinu að loknum ströngum og löngum vinnudegi. er að fara á FERSKA kvartettæfingu kl. 8 og nenni ekki að fara heima í millitíðinni. svo veitir mér nú ekki af smá stund aflögu til að æfa mig og það er söngkennari að tala við sjálfan sig hér inn á bókasafni!
þvílík unun.
en sveimér þá ef að krakkadruslurnar voru ekki bara ágætir. allt stelpur nottla... voða sætar :)

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

svo verð ég bara að skella hér frasa sem mætti vel sóma sér hvar sem er...

ég stenst allt nema freistingar.





hún Laufey Björt Jónsdóttir er þriggja ára í dag. knúsí knúsí og til hamingju með daginn elsku sæta Laufey!

pabbi hress
sem endranær.
var að senda mér þetta hér: www.trojangames.co.uk. segi ekki meir.
en ómæ hvað sumi fólki getur dottið í hug...


> Íslensk hjón röltu inn á á málverkasýningu í Nútímalistasafninu í
> Glasgow. Þau staðnæmdust við eitt málverkanna sem þau botnuðu ekkert í.
> Verkið sýndi 3 kolsvarta og kviknakta karlmenn sitjandi á bekk í
> almenningsgarði. Það sem vakti mesta undrun þeirra var að svarti
> maðurinn í miðið var með skærbleikt tippi en hin tvö voru svört.
>
> Safnvörður veitti hjónunum athygli og gerði sér grein fyrir því að þau
> voru að velta fyrir sér merkingu verksins. Hann hélt nærri
> korters-fyrirlestur um hvernig verkið endurspeglaði ofuráherslu á hinn
> kynferðislega þátt í lífi og umhverfi svarta kynstofnsins í hvítu
> samfélagi. Og bætti því við að ,,sá bleiki" væri jafnframt vísbending um
> sérstöðu hommans á meðal karlmanna.
>
> Þegar safnvörðurinn hafði lokið tölunni og snúið sér að öðum
> sýningargestum gaf sig skoskur maður á tal við hjónin og spurði hvort
> þau vildu vita hvað þetta verk táknaði? Þau spurðu hvers vegna hann ætti
> að geta skýrt það betur en safnvörðurinn?
>
> Vegna þess að ég er höfundur verksins", sagði hann. Í raun og veru Eru
> þetta ekki svertingjar ? þetta eru einfaldlega 3 skoskir kolanámumenn.
> Eini munurinn á þeim er sá að þessi í miðjunni skrapp heim í
> matartímanum!
vó hvað þetta kom á óvart....


Are You Naughty or Nice?

5 ástæður ofvirkni
ég er ofvirk akkúrat núna, langar helst til að hoppa upp á kaffistofu og gera skandal, eða þá hlaupa hringinn í kringum húsið eða þá fá mér ofsalega mikið nammi en maður er vandur að virðingu sinni svo ég held í mér. en þetta athyglisverða aktífitet í mér þessa stundina þýðir annað hvort þrennt eða fernt....

1) rúsínubollan sem ég keypti mér í bakaríinu F i r ð i hafnarfirði kl. 12:40 er að kikka inn. rúsínurnar þar eru nottla geggjaðar.
2) það var svo gaman í víólutíma að heilanum í mér finnst ennþá gaman þó að ég sé löngu farin út.
3) hormónar.
4) ég er spennt fyrir tónleikana í kvöld
5) ég á eftir að verða mjög þreytt eftir smá stund.

þetta voru nú reyndar fimm atriði, en þar sem það fimmta er asnalegt og eiginlega afleiðing frekar en orsök tel ég hana ekki með. jamenn ineste

mánudagur, nóvember 10, 2003

Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember
klukkan 20.00 í Kristskirkju, Landakoti
Aðgangseyrir er 1500 kr en 500
fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja.

Á efnisskrá eru verk eftir Óliver Kentish. Óliver var staðartónskáld í
Skálholti síðastliðið sumar og Hljómeyki flutti þá þessi sömu verk.
Tónleikarnir fengu afskaplega góða dóma, til dæmis segir Jónas Sen í DV:

(um Beatus Vir)..."Þetta er með fallegustu sálmum sem ég hef heyrt, enda var
söngur Hljómeykis afar vandaður, bæði látlaus og innilegur og greinilegt að
Bernharður hefur gefið sér góðan tíma til að móta túlkunina

(um Veni Sancto Spiritus) ... Það var svo magnað að maður gjörsamlega
gleymdi stund og stað og var þetta eitt stórfenglegasta atriði
tónleikanna...

Rúsínan í pylsuendanum var Jubilate Deo ... en þar er mikið klukknaspil auk
glaðlegs kórsöngs og var það frábær endir á glæstri dagskrá."

Ríkharður Örn Pálsson segir m.a. í Morgunblaðinu:

"Við nýlegri stíl kvað í hinu lengra (um 9 mín.) "Veni sancte spiritus"
undir yfirbragði nýklassísismans þar sem skiptust á hægir kaflar og hraðari
í sjöskiptri takttegund með innskotsítrekunum á fyrstu ljóðlínu líkt og
A-köflum í rondói. Hér fór líklega sterkasta tónverk safnsins og víða
innblásið, t.a.m. gætti óviðjafnanlegrar heiðríkju á "O lux beatissima", og
skjannatærar einsöngsinnkomur Hildigunnar Rúnarsdóttur lyftu ekki síður
upplifun manns í hæðir.

Var söngur Hljómeykis í heild mjög vel útfærður undir markvissri stjórn
Bernharðs Wilkinson."

éger að fara í Ikea! :) veiveivei! ætla ða kaupa mér hillu, hillu og svo hillur til að setja í hillur.
"hollywood's cheesiest moments"

7. "The Postman" a blind woman worshiping Kevin Costner's messiah-like mail carrier in "The Postman": "You're a Godsend, a savior," to which he earnestly replies, "No, I'm just the postman"

vignir er með top 10 listann á síðunni sinni. jeminn einasti. og ég er að kalla Guðný Birnu væmna! :D
ég held ég hafi aldrei á ævi minni séð jafn mikið kex uppá kaffistofu eins og núna áðan.
hver á eiginlega að borða þetta allt saman?
hann Vikingur píanópervert var að benda mér á þessa líka sniðugu síðu

http://totaviola.BLOGPOT.com


ég var ekkert smá uppmeð mér og montin að vita af því að herra Aaron sjálfur, í eigin persónu, finnist bloggið mitt svo skemmtilegt og mikið heimsótt að hann lætur útbúa heila auglýsingu bara fyrir þá sem gera stafsetningavillu í léninu. (þurrka tár af kinn með afar dramatískri hreyfingu) sniff sniff
óliver kentish kominn í plast

og ég er komin í vinnuna, galvösk (HVAÐ er málið með það orð? tek það í sundur seinna...) en er svo að segja meðvitundarlaus af þreytu.
ef einhverjum dettur í hug á næstunni að skreppa í skálholt og taka upp jah..... svona eins og "nokkur" kórverk, endilega ekki taka mig með. eða jújú, þetta var bara gaman, en ómægod hvað maður verður óhugnanlega þreyttur, pirraður og "vonerabúl" seint á sunnudagskvöldum eftir svona langa helgi. tók mig til og grenjaði oní koddann minn allar þær 30 sekúntur sem tók mig að sofna. mjög hressandi, svo ekki sé meira sagt. það skrýtna er samt að núna rúmum 8 tímum síðar, man ég hreinlega ekki hvað það var sem grætti mig svona hryllilega.
smart.
reyndar fór ég nú á matrix -revelutions eða hvað það nú heitir með eiginmönnunum mínum Hirti og Vigni. ótrúleg skemmtun, svo ekki sé meira sagt. sum atriðin kannski soldið mikið, fólk að horfast í augu og segja einhverja voðalega alvarlega hluti (ég ætlaði að koma með dæmi, en man ekkert), nokkrir drepast og sumir fá tár í augun af gleði. þetta er allt saman ágætt, jájájá. ég er reyndar ekki aaaaaaaalfeg með á nótunum hvernig þetta virkar alt saman, matrix og "the one" og véfréttin og hvað þetta nú allt saman heitir. svo fer það líka soldið í taugarnar á mér ennþá aðalgellan trinití þurfi alltaf að vera í löðrandi blautu leðurdressi. geta þau ekki verið í venjulegum fötum, svona þó þau "viti sannleikann". enívei. keanu sýnir ótrúlega leikhæfileika og hreinlega sleppir því algjörlega að þykjast reyna að brosa, eins gott. svo kemur til sögunnar einn nýr karakter sem er geðveikt lessuleg og ekkert smá nett gella, er svo að segja næstum því alfeg búin að bjarga alheiminum (þær kunna þetta lessurnar) en þá er hún drepin. ömurlegt.
ég var búin að sjá fyrir mér ljósbláa auka matrix mynd , þar sem neo og trinití kynna sér undraveröld þriggja manna kynlífs...
hmmm... ég ætti kannski að fara að fá mér kaffi. þetta er orðin algjör steypa :p

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

ef þetta er ekki frétt dagsins þá veit ég ekki hvað.
AF HVERJU var þetta ekki á forsíðunni?
jah nú er mér spurn! svona rosalegar fréttir mega bara ekki fara fram hjá fólki! er mogginn alfeg að missa það?
hey kíkið á hvað Þetta er orðið flott hjá mér.
oh ég er svo klááááár....
Bára Klára?
nú veit ég að allavega TVEIR sem að staðaldri lesa bloggið mitt, hafa sungið lagið "Ad Beatam Virginem" eftir hana Báru okkar Grímsdóttur. ég er nefnilega að hlusta á það og mér finnst bara alfeg ENDILEGA að fyrsta stefið "virgo diva, casta nympha" eigi að vera "hrafninn flýgur um aftaninn". svo koma fullt af fimmundar söngs stefjum og ég veit ekki hvað og hvað. gæti verið að þetta lag sé í raun og veru þjóðlagaskotið en í svona líka hrottalega vel gerðum dulbúning?
nei ég segi nú bara svona.... hausinn á mér er hérna ekkvað að flippa. hefur kannski ekkvað með það gera hvað ég er vöknuð og farin að gera hluti fyrir hádegi. tralla la.
en hér er Hrafninn flýgur ljóðið fyrir ljóðelska.
ljóðelska?
oh dear....

Hrafninn flýgur
Hrafninn flýgur um aftaninn
á daginn ekki má,
harður er rauna hagurinn,
hvíldir kann ei að fá.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

hæ hæ
þegar ég mæti fólki segi ég oftast "hæ". ég held að það fari alfeg Ó G U R L E G A í taugarnar á sumu fólki hér uppá skjaló.
þannig að ég er jafnvel að spá í að breyta því í "hæ-hæ" við tækifæri.
Hmoooooaaah!
kraftaverk
gott ef ekki að þið, kæru lesendur, eruð orðin vitni að Kraftaverki hér í beinni útsendingu. ég er vöknuð!
já, ég segi það satt. miss tótfríður harðdal er hvorki meira né minna en VÖKNUÐ og klukkan rétt svo 8:20. ég er líka komin útúr húsi og mætt í vinnuna. ég er nú reyndar svo að segja meðvitundarlaus af þreytu, en samt... ég er vöknuð. nú er bara að sjá hvernig úthaldið er að gera sig, hvort ég nái að vaka það langt fram eftir degi að ég nái að gera alla þá hluti sem ég var búin að skrifa niður í svörtu bókina mína. fjúttí fjú.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

vei vei vei!
allt að gerast, sendi inn umsókn í Guildhall í gær. reyndar í gegnum umboðsmann minn, sem hefur aðsetur sitt í London. maður er svo pró. en það sem er "skemmtilegast" við þá sögu er að ég fór í passamyndatöku. vei. þannig að ég fer og tek af mér passamynd. Vissi svossem alfeg af þessari bólu sem ég var með á kinninni. vissi hinsvegar ekki að við myndatökur verða svona bólur hundraðsinnum rauðari, stærri og bólgnari en bólur "in real life". svo að á annars mjög fallegri umsókn um skólavist er einnig sú mest HUGE bóla sem sögur fara af. sé þetta alfeg fyrir mér....

"dear me, that was a terrific audition! but now the next one... we have this violaplayer from iceland."
"here´s her application"
"GOD LORD! look at that B Ó L A!!!"
"heavens forbit! tell her to go someplace else! this is not something we agree within our splendid school!"

en allavega...
svo talaði ég meira að segja við Gumma um herlegheitin og finnst eins og mjömjömjö-mjöööög þungu fargi sé af mér létt. búin að vera á leiðinni að þessu í allan vetur. hann var bara kátur, sem mig og grunaði, sagði mér að skrifa bara niður ALLA þá skóla sem ég hugsanlega gæti kannski mögulega fundið og tala við allt fólk í heiminum sem ég þekki og komast að því hvort einhver þekkir einhvern sem er hjá góðum víólukennara. "vera með allar klær úti" svo maður kvóti nú í snillinginn. það er víst galdurinn... þekkja fólk og troða sér inn í gegnum klíku. þannig að nú skellir tóta sér í sleikja-rass gallann og jah.... sleikir rassa. kannski maður skokki útí búð og fá sér nokkur box af fresh-and-free.
hvað svo sem það er nú.
ef þetta er ekki mest kúlaðasta net próf í heimi, þá veit ég ekki hvað. og sveimér þá ef það er ekki sumt af þessu satt....

HASH(0x85107b8)
G# minor - You are not totally happy, and you know
it. At least you are trying to do something
about it. You like to think and create to try
and sort out your problems. Keep going the way
you are, and you will soon be on speaking terms
with your demons.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla

föstudagur, október 31, 2003

garg hvað sumir dagar geta verið ömurlegir. ég var uppí kaffistofu og svo sagði Hrafn ekkvað við mig og mér brá svo að ég helti kaffibolla yfir mig. djöfulsins fíbl. nú heldur hann ábiggilega ekkvað hræðilegt um mig og ég verð angandi eins og merrildkaffi langt fram á kvöld.
garg!
ég bið alla endilega um að kíkja á þetta.
segiði svo að tóta geti ekki dulbúið sig almennilega ;)

palli þú rokkar feitast! *knús-knús*
mér líður svo illa í hjartanu. það er eins og það sé vöðvi (ok ég VEIT það er vöðvi, ég var ekki að meina það hjarta) sem ég hafi ofkeyrt hræðilega þannig að ég sé með viðbjóðslega miklar harðsperrur svo ég meiði mig hryllilega mikið í hverju einasta skrefi sem ég tek.
af hverju er svona erfitt að lifa?
af hverju er allt sem ég geri svona ömurlegt og asnalegt og hvers vegna get ég ekki orðað tilfinningar mínar nógu vel til að koma þeim einhvert lengst í burtu? afhverju þurfa þær að trampa oná mér eins og ég sé einhver helvítis vínberjauppskera?
ég hélt mér myndi líða betur ef ég fengi mér kaffi og súkkulaði, en mér líður bara ver. langar helst til fara bara heim og faðma köttinn minn...
mu.

?ním nitsá ,utrub í tgnal anovs utre ujrevh fa
jólabrandari
alltaf er hún Fríða Björk að senda mér dónalegan póst... hún er nú meiri manneskjan! en þetta er jólalegt svo ég leyfi því að fljóta. hí hí ho ho

Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.
"Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til ?" spurði sonurinn allt í einu.
"Þær eru þrjár, sonur sæll. Þegar að konan er á þrítugsaldri eru brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn. Á fertugs- og fimmtugsaldrinum eru þau eins og perur, enn falleg er farin að lafa svolítið. Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við lauka."
"Lauka ?"
" Já, þú horfir og þú grætur !"
Smáþögn.
"Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til ?"spurði dóttirin.
Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:" Maðurinn gengur gegnum þrjú stig. Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og eik, öflugur og harður. Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins og
birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir fimmtugt má líkja honum við jólatré!"
" HA, jólatré ?"
" Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts! "

miðvikudagur, október 29, 2003

Kuldi dauðans
oh men, ég var búin að gleyma hvað ÞETTA

Saint-Saens
Danse Bacchanale

er geggjað skemmtilegt lag. það næstum því veldur því að manntalið virðist skemmtilegt. NEI. ég er nefnilega að fara á kvartett æfingu kl. 18:30 í tónó rvk og nenni ekki heim í millitíðinni, jafnvel þó svo ég eigi tæknilega séð að vera í tónheyrn núna. úff. svona er ég nú dugleg. eða þannig. flokkast kannski undir leti, veit ekki.
en svo er mér svo skelfingi kalt á fingrunum, hvað stælar eru nú það? það var reyndar hérna til skamms tíma sætur, loðinn, góður við tótu sína og skemmtilegur tölvunarfræðingur, en hann er FARINN :'(
mér heldur þá bara áfram að vera kalt. svossem engin furða miðað við það hvað ég er búin að borða lítið síðstu NÍU VIKUR. *brrrr-brrrrrr*
bifvélavirki?

ekki nóg með að ég geri við blogg vini og vandamanna, heldur er ég líka mjög laghent á fleiri sviðum (ekki hugsa neitt dónó). þetta sannaðist heldur en ekki vel í "morgun" (um 11 leytið rétt eftir að ég vaknaði) þegar ég leit út um gluggan og sá að það var EKKERT loft í vinstra dekkinu að framanverðu á bílnum okkkar glæsilega. tótan laghenta skutlaði sér í vettlinga og setti trefil á, út á plan og SKIPTI UM DEKK.
ég endurtek.... SKipti um dekk.
að skipta um dekk inniheldur:
finna tjakk
finna sveifina sem fylgir með tjakknum
tjakka upp bílinn
skrúfa skrúfur (í þessu tilfelli mjööööööög ryðgaðar og gamlar, ljótar skrúfur)
taka loftlausa dekkið af
skella loftmikla dekkinu á
skrúfa skrúfur (í þessu tilfelli mjööööööög ryðgaðar og gamlar, ljótar skrúfur)
tjakka niður bílinn
ganga frá loftlausa dekkinu.

þetta allt saman gerði ég án þess að hika. reyndar labbaði ógeðslega leiðinleg karlrembumella fram hjá og öskraði:
"já upp með bílinn! heh heh heh!"
ég urraði bara góðan daginn og hélt áfram. þá stoppaði fíblið og sagði
"oh, það er svo gaman að sjá konur skipta um dekk." ég hefði getað stungið tjakk-sveifinni (eða hvað það er nú kallað) beint inní hálsinn á honum og tjakkað af honum hausinn. en ég urraði bara og setti upp "ég-hata-þig svipinn". þá fór hann ekkvað að tjá sig um að maður ætti nú aldrei að fara frá bílnum með hálf-fullt dekk og bla bla bla.
var þessi maður í sjálfsmorðshugleiðingum?
ég urraði "gott að vita" milli samanbitinna tanna og setti upp "ég-hata-þig-ógeðslega-mikið svipinn". þá varð hann nú bara hálf hræðslulegur til augnanna, flýtti sér að segja "gangi þér vel" og arkaði burt.
ég vona að hann hafi runnið til á klaka og meitt sig.
skipafréttirnar allar
já ég er snillingur. ég fer ekki ofan af því meðan ég hef komið mér svona huggulega vel fyrir ofan á því.
yeeeaaah.
ég var semsagt að skella inn dúllulegri gestabók og fleira fyrir hana Tinnu mega beib. tsjekkið nú á því börnin mín og endilega skrifiði í gestabókina svo ég geti með sönnu sagt að hún virki almennilega.
jamm.
svo kláraði ég bókina "skipafréttir" eftir annie proloux um daginn og hún er alfeg hrottalega góð (skemmtileg tilbreyting við þessar leiðindabókalufsur sem við fáum venjulega sendar í þessum bókaklúbbi). þetta er bók um ljótan mann sem er rosalega góður við dætur sínar. svo flytur hann til nýja sjálands með frænku sinni og kynnist lífinu þar. það gerist nú svossem ekkert rosalega mikið, það kemur óveður og ljóti maðurinn finnur lík, en þetta er bara svo vel skrifað að það er alfeg yndi. svo breytist ljóti maðurinn úr því að vera grenjandi aumingji í að vera mjög myndarlegur og vel settur maður.
ooooh....
algjör krúsí.
svo byrjaði ég á "Flateyjargátunni" eftir Viktor Arnar Ingólfsson.
veit ekki. en það er ekkvað við íslenskar sakamálasögur sem ég fíla ekki. leiðinda fordómar sem ég verð að losa mig við.... en anyways...

þriðjudagur, október 28, 2003

hún Iðunn sæta á afmæli í dag!
til lukku elsku krúttið mitt.



fann þessa mynd inná google undir 26th birthday... sel það ekki dýrara en það ;)
"taka sig saman í andlitinu, part 2"

eftirfarandi verður ekki lengur leyft:
1) sofa til hádegis
2) borða TVO örbylgjupopp-poka yfir leiðinlegri bíómynd (þetta á líka við Þó að sætur strákur sé innifalinn)
3) vera í fýlu af því maður æfir sig ekki og æfa sig þ.a.l. ekki
4) drekka ógeðslega mikinn bjór "afþvíbara"
5) urra á fjölskyldumeðlimi
6) láta fólk fara í taugarnar á sér "afþvíbara"
7) skrópa í vinnuna og fá lítið útborgað

í staðinn er æskilegt að:
1) vakna snemma og æfa sig
2) borða lítið í einu og bara hollan mat
3) reyna að vera geðgóður (hugsa fallega)
4) drekka temmilega og vera fyndin
5) segja góðan daginn við fjölskyldumeðlimi á morgnana
6) láta eins og sumt fólk eigi við veruleg vandamál að stríða og koma þess vegna fram við það í samræmi við það
7) mæta í vinnuna og fá kauphækkun (eða ekkvað...)

óskiði mér nú góðs gengis, held það veiti ekki af. annars var dagurinn svossem ágætur. gerði alfeg næstum því allt á listanum (það var enginn bjór til heima og mér fannst það of gróft að fá mér Gammeldansk bara út af einhverjum lista...) pumpaði meira að segja í dekkið á bílnum, þetta sem lekur alltaf úr. svona getur maður verið almennilegur. jammogjájájá. svo gaf ég Jóni og Björgvini allt hrökkbrauðið mitt og sá ekkert eftir því. samt er ég alfeg ferlega matsár.

mánudagur, október 27, 2003

gott hjá mér að sofa bara stanslaust alltaf. úff hvað ég verð að venja mig af þessu....
góð helgi. allavega fyrir suma :) og ekki að það sé í neinu samhengi, en þá var hún Eydís mín Ýr að fá sér blogg. ég ælta nú ekkert að vera að monta mig, en jah... það er ýmislegt á þeirri síðu sem ekki væri nema fyrir mig. hehe!
:D
tsjekk it át dúds

laugardagur, október 25, 2003

:)
fjöldskyldu-party blogg :D
ég er heima hjá Eydísi sætu skemmtilegu og sveimér þá ef það er ekki bara fyrirtaks stemming :) bjórinn útum allt og læknirinn sofnaður, selma kominn út á dansgólfið og alt að verða vitlaust :D:D:D


á þessari mynd er Hjalti eins og Kelling, heheheheh!

föstudagur, október 24, 2003

GestaBókin að sanna sig!
jahérna hér!!! ég var bara búin að gleyma því að ég er með gestabók hérna á þessu bloggi Dauðans. svo allt í einu mundi ég eftir því og sveimér þá ef að það var ekki bara fullt af fólki búið að skrifa í hana! jamenn unasti. þannig að í framhaldinu ætla ég að bæta við 4 nýjum linkum.
einn fer á hana Grétu hornleikara Hauksdóttur sem er töffari
annar á sannan víóluleikara, sem þar að auki býr í Hafnarfirði, Jóhanna Ósk hermikráka Valsdóttir
síðan er einn á frú Berglindi sem er kærasta uppáhalds frænda míns, Eyjólfs Jónssonar.
svo er það dúllan hún Tinna megaskutla (gleymum ekki leddaranum) sem loksins drullaðist til að fá sér blogg (kominn tími til!)


stuð í kvöld!
ég er að fara í þvílíka partýið í Hagaskóla í kvöld. byrjar kl. 7 og verður til 10. veislustjóri enginn annar en niðursoðni aspas-stöngullinn Gunnsteinn Ólafsson. djöfull nenni ég ekki að fara. jeminn. svo æfing í fyrramálið frá 10 til 13. oj. hvað er eiginlega málið?
en ætli maður verði nú ekki að auglýsa... svona fyrir siða sakir...

tónleikar laugardaginn 25. október kl. 1700
í Neskirkju við Hagatorg

verk:
mendelson - sinfónía nr. 4 (þessi ítalska, ef það segir ykkur ekkvað...)
stravinsky - Pulcinella svítan
Bach - konsert fyrir 2 fiðlur (EKKI þessi frægi)
einleikarar: Greta Salome og Magdalena

endilega mæta með alla fjölskylduna og vera með sem mest læti svo ekki heyrist þegar ég kúgast úr leiðindum í Bach. ég er s.s. fulltrúi "tutti" kaflans í því verki. mjög asnalegt þar sem við erum bara 3 víólurnar (þetta eiga mjög fáir eftir að skilja...)nema nottla það sé satt að Mark Reedman ætli að vera með. úff. ég veit nú ekki hvort ég eigi að gráta eða deyja úr hlátri. en maður veit aldrei, kannski gerist ekkvað óvænt.... orgelið byrjar að spila hljómhæfan fís moll í miðjum mendelson. hmmm. eða þá að rauða teppið á gólfinu í neskirkju fari allt í einu, hægt og bítandi að breyta um lit og í lok tónleikanna verður það orðið eiturgrænt. það væri nú soldið kúl, hehe.
svo getur maður alltaf óskað sér þess að Blessað grænmetishöfuðið (sjá ofar í póstinum) stingi sig á sprotanum eða hreinlega detti bara niður með magaverk. já, svei mér þá ef mér er ekki bara farið að hlakka heilmikið til núna :) svona getur verið gott fyrir sálina að blogga. hehe

brjóst brjóst brjóst.
ef ég væri ekki með brjóst myndi ég óska þess að ég væri með brjóst.

Perfect breasts (o)(o)

Fake silicone breasts ( + )( + )

Perky breasts (*)(*)

Big nipple breasts (@)(@)

A cups o o

D cups { O }{ O }

Wonder bra breasts (oYo)

Cold breasts ( ^ )( ^ )

Lopsided breasts (o)(O)

Pierced Nipple Breasts (Q)(O)

Hanging Tassels Breasts (p)(p)

Grandma's Breasts \ o /\ o /

Against The Shower Door Breasts ( )( )

Android Breasts [ o ] [ o ]

Martha Stewart's Breasts (¬)(¬)

Mammogramed Breasts ___ ___


en hver er Martha Stewart og af hverju er brjóstin á henni svona hræðilega asnaleg? úff hvað það er margt skrítið í heiminum... segi ekki annað.

miðvikudagur, október 22, 2003


fimm mínútur í fjögur.
ef ég væri viðskipta-ofur-brain myndi ég búa til heimsendingarþjónustu sem héti "fimm mínútur í fjögur". hún myndi virka þannig að fólk sem væri orðið þreytt og pirrað í vinnunni gæti hringt eða sent sms eða email í þjónustuna (símanúmerið myndi þá líklegast vera 999-15:55 eða ekkvað svoleiðis) og þá myndi einhver koma (að vörmu spori auðvitað) og keyra mann heim. ásamt manninum sem myndi keyra mann heim, myndi koma með kall/kona sem væri snilllngur í að dulbúa sig og tæki við vinnunni manns í þennan hræðilega klukkutíma sem á sér stað milli fjögur og fimm.
oh hvað ég hefði átt að fara út í bissness í staðinn fyrir þessa butt leiðinlegu tónlist... oh well.
útúr skápnum.
það hlaut að koma að því. að ég, lafði tótfríður harðdal af tótutröð, gerði hreint útúr dyrunum mínum í þeim fötum sem ég var klædd í. það þýðir ekki lengur ða stinga hausnum undir rósarunnann, ég verð að vera sanngjörn og heiðarleg gangvart sjálfri mér, umhverfi mínu og samfélagi. ég veit svossem að fjölskylda mín á eftir að fá töluvert sjokk, þótt að þau hafi nottla vitað þetta manna lengst og jafnvel tekið eftir ákveðnum einkennum, en þau elska mig eins og ég er og ég veit þau munu styðja mig til fulls. svo hér er það folks...

ég þarf að sofa 10 tíma á nóttu.


áður fyrr þurfti ég bara sjö eða átta. nú þarf ég tíu. mér finnst þetta leiðinlegt og veit að þetta mun hafa varanlega áhrif á líf mitt í framtíðinni, en ég get ekki lengur haldið áfram þessum hildarleik og gert öðru fólki upp grillivonir um að ég geti vaknað upp fyrir allar aldir.
pís

þriðjudagur, október 21, 2003

Eels
nú veit ég ekki hversu vel lesendur þessa bloggs eru að sér í nútímatónlist, þeas veraldlegri nútímatónlist, aka rokk, popp og annað þvíumlíkt.
ég á nefnilega eina svona uppáhaldshljómsveit (reyndar eru þær frekar mikið fleiri.. en allavega) sem heitir Eels. þetta er einhver grúbba frá usa, en góðir þrátt fyrir það blessaðir. sérstaklega eru textarnir algjör snilld og þar semég er nú að hlusta á þetta núna í þessum töluðum orðum núna þá er núna ekki úr vegi vert að henda honum hingað. núna.
en þetta lag er af nýjasta disknum þeirra sem heitir svo mikið sem "Shootenanny!".
hvað sem þá á nú að þýða...


Restraining Order Blues

Life goes on
Nothing is new
Judge made it clear
I can’t be near you
Everybody knows that I’m not a violent man
Just someone who knows he’s in love

I made mistakes
Everyone does
Don’t know why I did
I guess just because
No one gets through to me the way that you do
Now I know I’m in love

Baby, it’s a little much
To never touch you
When I know I’ll never
Find another love like this

Life goes on
Nothing is new
Passing the days
Thinking ‘bout you
Everybody knows that I’m not a violent man
Just someone who knows he’s in love


Pósturinn með skrítna hárið.
ég fékk bréf frá honum Eyfa mínum í gær!
oh hvað það var gaman :D skrifað á jah... E-BE-LEIKAN pappír með ofsalega fínum rauðum penna. það lá við að það væru lítil hjörtu í hornunum og allt angandi í ilmvatnslykt. svo sagði hann að ég væri hæfileikarík og falleg *snökt-snökt*. það er þá allavega EINN þarna úti sem er búinn að átta sig á hinum heilaga sannleika :) annars var ég svona að spá í að skrá mig í munkaklaustur í s-frakklandi við fyrsta tækifæri. þá get ég bara verið í rólegheitum, fengið hitaeiningasnauðan mat (orðið mjó), appelsínugul föt (fer mér ekkert SMÁ vel að vera í orange), hugsað rosalega mikið og hvílt augun (sofið) og jafnvel æft mig myrkrana á milli, sungið og dansað og fundið hið fullkomna jafnvægi. (hvaðan kom þetta?)
svo get ég samið þunglyndar sögur um fólk sem er klætt eins og fávitar og fær bara grjón að borða. gæti orðið hitter, svona eins og Tómas Jónasson metsölubók. oj hvað það er leiðinleg bók, ég gat ekki einu sinni klárað hana, hún var svo leiðinleg. samt var það metsölubók. markaðssetning, ekkert annað. eða það.
reyndar fékk ég nú líka annað bréf, og það frá henni Sunnu Sveins í Danmörkunni! þá brá mér nú aldeilis í brúnu augabrúninni (hin er græn sko), eða svona þannig. datt bara ekki í hug að hún myndi senda MÉR bréf... en gaman var það og ég get varla beðið eftir að kmoast heim að skrifa bréf. ég elska að skrifa bréf, finnst það eiginlega skemmtilegra en margt annað. og þessi hræðilega tjáningarstífla sem annars heftir mig GífurLega mikið alla aðra daga, er aldeilis ekki mikið sjáanleg þegar ég er með blað og penna ;)
en svona svo að þessi póstur sé í stíl við fyrirsögnina verð ég aðeins að tala um póstburðarmenn á íslandi, og þá aðallega póstmanninn sem ber út í hverfinu mínu (ætla ekki að gefa það upp, svo hann verði nú ekki fyrir aðkasti). en hann er með ofsalega skrítið hár. einhvernvegin eldrautt en samt grátt og Hvítt.
weirdo.
og hvað er annars málið með póstinn hérna á íslandi? í RAUÐUM FLÍSPEYSUM!!!! hvað er málið með það? jújú þeir fá nú derhúfur svona fyrir lúkkið, en KOMMON! sjáiði beibin í englandi. í stífuðum buxum, næstumþví lögguskyrtum og með KÚL húfur, í burstuðum lakkskóm og með Bindi. Yeah baby! þetta er karlmenn sem maður vill endilega að komi við umslögin manns, ef þið vitið hvað ég meina ;)
Það stoppaði stór trukkur á rauðu ljósi í Reykjavík. Ljóshærð kona
stekkur út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar á dyrnar.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og hlustar á hvað hún hefur að segja.

"Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram.

Þegar trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði
stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og bankaði á dyrnar hjá
bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau hefðu
aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:

"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu. Hristandi
hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður götuna.

Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur stökk
sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði.

Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna. Enn og aftur segir sú ljóshærða:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu."

Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það sama að
næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif hann sig út úr
trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann bankaði á
bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann: "Hæ, ég heiti
Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN."
ÞREYTT tóta...
er leiðinleg á morgnana, langt inn í hádegið og stundum fram á kvöld. þess vegna svaf ég til hálf ellefu í morgun og æfði mig ekki neitt.
jibbí!
svo að ég er kát og hress og til í tuskið. (nei)

mánudagur, október 20, 2003

ég ætlaði ekki að fara í vinnuna í dag. ég ætlaði í leikfimi og svo heim til mín að prjóna vettlinga. komin í þann gírinn, bí aver. en ég hætti við, fór bara í leikfimi og svo í vinnuna. stoppaði í nóatúni og keypti mér perur. svo nú sit ég hér og er að reyna að muna hvað ég ætlaði að finna á netinu og fyrir hvern og afhverju. jón fór með benedikt í göngutúr með einhverja tölvu. skrítið hvað þarf að viðra þessi grey.... þetta eru næstum eins og hundar. en hann er þá ekki étandi á meðan, sem er mjög gott.
djók!
;)
spurning um að fara bara að drífa sig heim?

sunnudagur, október 19, 2003

Sony Ericsson T310
vei vei vei!
ég, miss tótfríður harðdal, tilkynni hér með, að ég, miss tótfríður harðdal hef fjárfest í nýjum síma. allt undir nafninu tótfríður harðdal.
hann er meira að segja með myndavél! :D hún er nú reyndar soldið léleg... en myndavél engu að síður. svo er dagatal og áminnari, vekjari og niðurteljari, klukka og símaskrá. jeh! get sent sms, mms, email og ekkvað miklu fleira. ég er nú ekkert búin að lesa þennan bækling sem fylgdi með. hann er nefnilega á dönsku. úff. en ég bið ykkur nú hér velkomin að hringja í mig við hvert tækifæri og ég get lofað að skella ekki á ykkur. nema nottla þið séuð leiðinleg.
HÍHÍHÍ!
afi gamli gaf mér svo rúnstykki í morgunmat, en ég borðaði það uppí rúmi, svo kannski ætti maður að kalla það rúmstykki? nei bara pæla.
en það var nú eiginlega henni eydísi að þakka að ég skellti mér í þessi gífurlega hagstæðu og skemmtilegu símakaup, svo ég á nú einn feitan inni hjá henni ;) jafnvel að maður sjái til þess að endurborga henni það við tækifæri (jú nó vott æm talking abát eighties....)

föstudagur, október 17, 2003

Bageren skriver til sin udkarne: "jeg else dej"
jah nú myndi hún dagbjört varla þekkja systur sína aftur.... ég er nefnilega í NETASOKKABUXUM!
rokk og ról maður! svo er bara að skella sér inná klóst og mála sig. djöfl er gaman að gera sig til á djammið á MEÐAN maður er ennþá í vinnunni! þetta gefur heiminum nýjan lit (föl gulan).
partýinu reddað
við pétur tókum okkur til og Redduðum partýinu hans Benedikts. skelltum á svona eins og 500 snittur, tókum til, vöskuðum upp og ég sópaði gólfin. jah, ef maður á ekki bjór inni á þeim bænum þá veit ég ekki hvað!! annars stefnir bara allt í gott kvöld, afi gamli ætlar að skella sér í jakkafötin sín og ég veit ekki hvað og hvað, jafnvel að maður skelli maskara á löngu augnhárin sín og klípi sig í kinnarnar (á ekki kinnalit). snilli snilli
eitthvað fyrir hana döggu mína ;)


Adventure Orlando


What Orlando Bloom are You?
brought to you by Quizilla



klemmd hendi/brostið hjarta
Ásbjörn bróðir minn skellti hurð á hendina á sér í skólanum í gær svo ég varð að fara og ná í hann. þó ég væri búin að segja fólkinu á skrifstofunni í tónó að ég væri veik. ég var reyndar ekkert rosalega veik, þurfti bara að sofa soldið. en allavega. ég uppí skóla að ná í krakkann og finn stofuna sem hann er í eftir ekki mikla leit (mamma var búin að segja mér hvar hún væri) og þá er opin hurðin, 2 gellur að reyna að róa niður einhverja 20 brjálaða strákfábjána (hvað er eiginlega málið með 11 ára stráka?!) og bróðir minn í rólegheitunum að skoða einhverja bók með stelpunum.
síðan sér hann mig nú blessaður og kemur fram og önnur gellan á eftir (það er víst kennarinn hans). fer að tuldra um hvað hann þurfi nú að koma með á morgun í skólann og hvað hann eigi að læra heima og blabla. EKKERT verið að heilsa! ég varð soldið fúl, ég sagði nefnilega "sæl" við hana. en það er greinilegt hvað kennarar eru niðurbeygðir og forhert starfstétt, hún hleypir ekki einum einasta manni nálægt sér, hugsar bara um heimalærdóm og næsta kennsludag. en mér er alfeg sama, fólk á að segja góðan dag við fólk sem segir "sæl". svo var hin kellingin (aðstoðarkennari) bara með störu á mig, eins og ég væri ekkvað frík. ég veit alfeg að ég er kannski ekkert eitthvað mega-norm, er nottla með gleraugu og dökkhærð og svona.... en fyrr má nú vera. þannig að ég er mjög miður mín eftir þessar gífurlegu niðurbrjótandi reynslu og hef lagt hart að mér við að reyna að upphefja fyrri gleði og ró í hjarta.

ég fæ bjór á eftir :)
föstudagur er fyrir...
...fólk sem er duglegt að fara í leikfimi. eða svona. heh. Benidikt sem vinnur með mér er ða fara að halda upp á 50. afmælið sitt í kvöld og okkur er öllum boðið. svo er mér líka boðið í eitthvað mega homma party hjá vin hans Vignis. geggjað stuð. þannig að ég er vitanlega strax komin í stutt, þröngt og flegið og get varla beðið eftir að kvöldið byrji. reyndar er önnur linsan ekkvað skökk í auganu á mér svo kannski ætti ég að minnka tilhlökkunarstigið aðeins. annars er vikan búin að vera stórskemmtileg, fór í tveggja manna afmælisveislu og skrópaði í 2 undirspilstíma vegna þess að mér finnst svo gott að sofa. svo er ég líka búin að ákveða að kaupa mér nýjan síma. einhverjar tillögur?

miðvikudagur, október 15, 2003

Magga hress
ég var að koma úr leikfimi. gellan sem er með okkur á miðvikudögum var alfeg hreint aldeilis illa upp lögð og með magaverk, vegna þess að hún var að troða í sig stórum bakka af grænmeti. vesalingurinn litli. við glottum við tennur og bjuggumst við rólegu róli og léttum leikfimitíma. HAHH! ekki aldeilis. Pú-ha! ég held sveimér þá að það sé óeðlilegt að svitna svona mikið svo tók ég mig til og skráði mig á Næsta námskeið líka! drottinn minn dýri, öðruvísi mér áður brá. annars er það helst að frétta að ég "spilaði" Hoffmeister 3. kafla á tónleikum í gær. hefði nú frekar átt að dansa skottís með gamlalt vaskafat á hausnum. eða reyna að lyfta nefinu á mér upp á milli augabrúnanna og sleikja í leiðinni á mér olnbogann.
ef þið eruð núna að reyna annað hvort myndi ég leita læknis.

þriðjudagur, október 14, 2003

atlantshaf hvað?
í gær fór ég í mega þunglyndiskast og var vond og leiðinleg við alla. mest þó sjálfa mig. lokaði mig m.a. inní herbergi í 5 tíma og spilaði áttundir á víóluna mína. það er fyrir þá sem ekki vita, eitt það hræðilegasta í heimi. áttundir þeas. svo fór ég heim til mín og átti einstaklega leiðinlegt samtal við mann sem var í tölvunni sinni á sama tíma, mér leið eins og ég væri í gallup könnun. horror. svo át ég 2 gulrætur og kláraði afmælisgjöf afa gamla, grenjaði og vorkenndi sjálfri mér alfeg hræðilega, aðallega þá vegna þess hve ég sakna hans elsku eyfa míns. haldiði þá bara ekki að síminn hringi og blessaður álfurinn sjálfur mættur á línuna! :´) *snökt-snökt* þá var nú grenjað af gleði, ekki þunglyndi. við spjölluðum heillengi og ég er sveimmér þá að hugsa málið á mjög alvarlegum nótum.
og ég held að við séum nánari en við sjálf áttum okkur á.

mánudagur, október 13, 2003

mánudagur dauðans.
dauðans dauðans dauðans. ég gæti ekki verið meira mygluð þótt ég væri gráðostur. Oj. svo er ég svöng, ljót, feit og óóóóóógeðslega þreytt.
en helgin var reyndar óhugnalega skemmtileg, svo þetta er kannski bara vondi skammturinn til að halda jafnvægi á lífinu.
einn skemmtilegur dagur - einn leiðinlegur dagur?
svo á ég að fara á æfingu í kvöld en ég ætla að skrópa.

laugardagur, október 11, 2003

party-blogg
:) ég er heima hjá vigni og allt aðverða vitlaust, vorum að horfa á takkíasta myndband veraldarsögunnar með jólaglyðrunum og 10-11 lagið hljómar hér um allt. svo vorum við líka að krúsa á netinu til að finna út hvernig maður á að drekka Absinth. sem ég fann, nema hvað. en nú koma hér Eydís og Fríða í beinni útsendingu svo maður verður víst að sýna á sér fögru hliðina og vera selskapur.

Jón Viðar er sætastur í heimi :*

föstudagur, október 10, 2003

Vignir er bestur í heimi!
heiðursverðlaunin fyrir að vera besti vinur minn í veraldarsögunni og finna rauða kortið mitt, koma því á öruggan stað og láta mig svo vita. knús knús knús og þúsund kossar.
þetta Blogg gildir til 8. des


Fullt tungl í kvöld.
eins og þið getið séð hér á blogginu hægra megin, neðan við linkana, þá er fullt tungl. hohoho!
þá verður maður nú að vara sig á ýmsu. tildæmis bílunum, þeir keyra víst alfeg hrottalega, get sjálf vottað fyrir það, enda sá ég keyrt á mann hérna um daginn. svo verður maður að passa sig á kvenfólki. það verður alfeg snælduvitlaust á fullu tungli, tala nú ekki um ef það fer að sulla ofan í sig áfengi. en ég er einmitt í þessum hópi, verð víst að viðurkenna að ég er kvenkyns, þrátt fyrir að það vaxi eitt þykkt, svart hár útúr nefinu á mér. og svo er Elfa Björk (a.k.a. Epla Jerk) að fara að halda mynda/osta/rauðvín/STADE-kvöld í kvöld fyrir okkur stelpuskjáturnar sem höfum farið á þessar ótroðnu norður-þýsku slóðir.
það verður nú fínt og hressandi.
en það er nú fleira sem er hættulegt... ef einhver loðinn karlmaður býðst til að hreinsa á þér hálsinn, hlauptu þá eins og fæturnir geta togað þig. þá er það nefnilega kannski VARÚLFUR! úúúúú....

fimmtudagur, október 09, 2003

þetta er Þokkalega hmmm.... skrítið/ógeðslegt/klikkað/lygi(?)/afbrigðilegt. hvað sumu fólki dettur í hug að rannsaka! mega aumingja endurnar ekkert einkalíf eiga?
jah mér er spurn
Rauða kortið mitt er týnt!
garg garg! ég geymi það alltaf inní hægri vettlingnum mínum, en svo fattaði ég áðan að það var ekki þar og ég held að það sé týnt!!! grát grát og gnístan tanna.
það gildir til 8 des!
ég held reyndar að það hafi ein gömul kelling hjá henni Báru stolið því. ég fór í leikfimi í morgun og var með vettlingana (man samt ekki hvort að kortið hafi verið í) og svo var þarna gella sem fór ekkvað voða að tala um vettlingana mína af því að þeir eru svo flottir (nema hvað, það var ég sem prjónaði þá). ég held að hún hafi notað tækifærið um leið og ég var farin upp og troðið ljótu lúkunum ofan í fallegu gulu, rauðu og grænu vettlingana mína. þá hefur hún nottla fundið strætókortið og vegna þess að svona gamlar leikfimisgellur eru svo illa innrættar þá hefur hún STOLIÐ því.
grrrr!
ég skal finna hana í fjöru.
hvað er annars málið með það málstæki? æj ég ætla ekki að byrja að vera með einhverja helvítis málfræðihreyting í öðru hvoru bloggi, guð góður. það gætu íslensku nemar farið að lesa þetta.

djöfull er shostakovich ELLEFU annars TÖFF sinfónía. mæli sérstaklega með 4ja kaflanum þegar sellóin byrja að rífa kjaft (svona 3 mín inní kaflann) algjör snild.
Sinfó í kvöld...
... fyrir kellingar og homma. eða mig og afa gamla :) ég fór meira að segja sjálf, í eigin persónu í MORGUN og keypti miða. hoho! erum á mjööög góðum stað, ekki með fiðluhelvitin beint í andlitið eins og síðast. úff hvað það var hræðilegt. en efnisskráin er að þessu sinni fjölbreytt og stórkostleg. ekki það að hún hafi verið ekkvað slæm upp á síðkastið....

Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einleikari: Truls Mörk
Ralph Vaughan Williams: Fantasía um stef eftir
Thomas Tallis
Hafliði Hallgrímsson: Sellókonsert
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 2

soldið kúl að vera norskur og heita Truls. ég er viss um að hann mætir í svona Fred Flinstones búning á eftir, öskrar jabbadabba dú í öllum General Pásum og kemur inn á sviðið í loftköstum, rennir sér niður hálsinn á hörpunni hennar móniku og klípur Sigrúnu Eðvalds í brjóstið áður en hann byrjar.
nei bara svona hugdetta....
við palli erum ekkert smá fyndin og sniðug....

..við skýin felum sólina ekki af illgirni.. says:
ég er hætur ða fare a´bíngó kveldin

tótfríður harðdal says:
já út af þessu með Berglindi?

tótfríður harðdal says:
og tökubörnin?

tótfríður harðdal says:
það er nottla hræðilegt hvernig hrólfur er búinn að koma fram við steinu eftir allt sem gekk á milli hennar og Aðalbjargar

tótfríður harðdal says:
úff

..við skýin felum sólina ekki af illgirni.. says:
alveg

tótfríður harðdal says:
svo maður minnist nú ekki á kára og tvíburana

..við skýin felum sólina ekki af illgirni.. says:
sigþrúður var ekki ólétt

tótfríður harðdal says:
ég veit!

..við skýin felum sólina ekki af illgirni.. says:
hún átt iekki madgalenu þórs

..við skýin felum sólina ekki af illgirni.. says:
það var amma hennar

tótfríður harðdal says:
þetta var allt útaf minnisleysinu
tveir nýjir linkar, yfir á fallegu systkinin Önnu Völu og Víking. en þau eru í sitthvoru landinu í góðum fíling, hann í new york og hún á spáni. þá vantar nú bara þriðja systkinið, hana Stefaníu. en henni finnst ekkert voðalega gaman að láta heyra í sér. hmoah (djöflahorn).

miðvikudagur, október 08, 2003

Bardúsa.
er asnalegt orð og ég ætla að tala illa um það og orðatiltækið sem því fylgir.
ég var nefnilega að tala við vinkonu mína sem er með skrítna lifur á msn og ég spurði hvað hún væri nú að bardúsa. svo fékk ég bara sálfræðilegt áfall.
hvernig datt mér í hug að spyrja að þessu?!
oj bara!
þetta er svona orðatiltæki sem miðaldra konur í krumpugöllum nota. þetta er ekki einu sinni almennilegt orð! ef þetta væri nú Bar-djúsa þá væri þetta nær lagi, maður gæti notað þetta linnulaus um helgar. t.d: "hey jó,þú þarna sæti strákur með kúlurassinn... hvar á að bardjúsa um helgina?" svo myndi maður blikka getnaðarlega og sleikja útum. svo gæti þetta verið ÞARdúsa, og gæti komið í staðinn fyrir setninguna: "þar skaltu dúsa". fangaverðir gætu notað þetta geggjað mikið. hent fólki í steininn og sagt svo glottandi "Þardúsa!". eða Svar-Músa sem gæti verið svona nagdýraútgáfan af "viltu vinna miljón".
jah, eða ekki. en þetta er í hvert fall (danska dauðans) leiðinlegt og ljótt orð, og ég er hætt með það sama (danska dauðans) að nota það.
hrumpf.
svo hitti ég Kalla Frænda-Kokk áðan. hann er skrítinn. hefur kannski yfir-bardúsað sig? hvað veit maður?