miðvikudagur, september 09, 2009

ópólítískar hugleiðingar fiðlukennarans

dreymdi í nótt að menntamálaráðherra væri búinn að lita hárið á sér ljóst. fylgdi ekki draumnum hvort hún væri hætt að hreyfa hausinn svona mikið þegar hún talar.

annars gengur rosa vel á Skaganum. alfeg merkilegt en ég er viss um að ég hef fengið 16 mestu snillinga bæjarins í tíma :) magnað stöff.
ein kom í tíma í gær og sagði "Vá ég hef ALDREI (n.b. ég hef þekkt hana í viku) séð þig með hárið svona! þú ert SKRÝTIN!" með mikilli áherslu á skrýtin.
ég var s.s. með slegið hárið :)

annars er öllum boðið í kaffi á morgun á Hjarðó, verð heima í rólegheitunum, nokkurnvegin blind.... er að fara í LEISER!! bleeeeess bless gleraugu FOREVER!

woooooo hoooooo!!

mánudagur, september 07, 2009

get ekki sofið.
það er glatað.
en mér var svossem nær að leggja mig svona lengi í dag...
eiginmaðurinn hrýtur samt hraustlega innan úr svefnherbergi, maður er næstum abbó.

annars var ég abbó í morgun, það er ekki góð tilfinning.

svo er að ná í rassgatið á uppáhalds miðju systurinni sem fyrst. þá fyrst verður heimurinn nú skárri.
maður ætti ekki að blogga þegar maður er andvaka.