jæja jæja.
þá þarf ég að dusta rykið af Bach.
næstum því komið heilt bach-laust ár. sem er hneyksli, ekki furða ég sé orðin svona rugl léleg.
spurningin er samt... hvaða svítu?
langar að æfa númer 4 af því ég er búin með fyrstu 3.
hún er samt óspilandi svo þá væri gaman að æfa númer 5.
hins vegar gæti verið sniðugara að æfa upp aftur 2 og 3 vegna þess að ég gæti (svona þannig séð) skammarlaust spilað þær tvær (2 og 3) á tónleikum nú í sumar.
ekki það að ég haldi tónleika í sumar... bara svona plingæ.
jæja byrja nú samt á 4 af því að þar er uppáhaldið mitt :)