sunnudagur, nóvember 25, 2007

sofandi sulta og söngvarageðvilla

var bara að vakna... held það sé eitthvað verið að vinna upp svefnleysið síðustu viku og etv. fyrirbyggja kvef. svo getur líka bara vel verið maður sé að drepast úr leti.
er t.d. bara búin að klæða mig í helminginn af þeim fötum sem ég ætti aðvera í, en ef ég fer úr náttbuxunum veit ég að mér á eftir ða verða svo kalt og ég nenni því ekki.
var líka að vona ég gæti bara verið í þeim í allan dag (var í þeim í allan gærdag og það var bara fínt), en svo kom í ljós að ég ÞARF að fara út af því það er ekki til neinn klósett pappír. eða sulta.
ég elska sultu.
reyndar væri ekkert nema sanngjarnt að söngvari íbúðarinnar keypti næsta holl af klósettpappír þar sem hún er búin að vera að snýta sér linnulaust í 2 vikur. grínlaust. ég er orðin fullviss um það að ef fólk snýtir sér of mikið, læknast það EKKI af kvefi. hef aldrei upplifað áður "fullum fetum" söngvarastress út af kvefi. auðvitað hefur maður mikla samúð... passa hljóðfærið sitt og allt það.

en vó

ég er ekki að grínast þegar ég ssegi að hún hafi ekki sleppt snýtubréfinu. það voru klósettrúllur útum alla íbúð, í öðru hverju orði (og hún tala frekar mikið) þurfti að vera pása svo hægt væri að snýta sér. hún tuggði íbúfen (eða hvað í fjandanum það er sem fólk heldur að lækni kvef) eins og dórítós flögur, mældi í sér hitann 3svar á dag. það var nefsprey og hitakrem, fáránlega mikið magn af heilsutei og svo var keyptur einhver voðalegur útbúnaður svo hún gæti nú andað að sér gufu.
hún fór ekki út í viku.
þetta er BY FAR skýrasta dæmið sem ég hef upplifað sem sannar samband andlegrar lækningar og líkamlegar. ég er handviss um að ef hún hefði sleppt því að vera móðursjúk með þessa litlu kvefpest og snýtt sér 80% minna hefði þetta verið búið á degi. kannski tvemur.
en jæja, nú fer að verða aðkallandi ég fari og kaupi klósettpappír.
leitör gæs!