fimmtudagur, febrúar 19, 2004

ég er sniðugasta manneskja í heimi. þegar ég fór heiman frá mér í gærkvöld tók ég með mér 4 hluti.

lykla
meistarann og margarítu (það er bók svo það telst bara sem einn hlutur)
prjónadót (ekki spurja)
og dagbók.

núna þegar komið er hádegi og yndislegi kærastinn minn farinn ÚT aðborða með einhverjum óvirkum alkahólistum, sit ég eftir ein og umkomulaus, með enga peninga, engan síma og þar sem ég er búin að vera að skoða Burger King síður í klukkutíma, þá er þetta afar afar afar slæmt.
ó hvað ég á bágt!

Burger King opnar í Smáralind
Þá er komið að því! Fyrsti Burger King veitingastaðurinn hér á landi var opnaður í Smáralind gengt Vetrargarðinum kl.12 þann 18. febrúar s.l.
Veitingastaðurinn, sem verður rekinn í tæplega 200 fermetra rými, rýmir um fimmtíu manns í sæti og lögð verður áhersla á hraða og góða afgreiðslu þar sem fimm afgreiðslukassar verða til taks.

Að sögn Ævars Olsen, rekstrarstjóra staðarins, er það mál manna að Buerger King bjóði uppá bestu eldgrilluðu hamborgarana, sem framleiddir eru á alþjóðamarkaði. Til að koma til móts við heilsuæðið, sem gripið hefur um sig í heiminum, hefur veitingakeðjan farið út í það í auknum mæli að þróa heilsurétti, grænmetisborgara og svokallaða heilsuborgara þott þeir verði þo ekki fyrirferðarmiklir á matseðlinum hjá okkur fyrstu vikurnar (þá er hamborgarinn borinn fram án brauðsins, en á disknum verður eingöngu kjötið ásamt káli, tómat, lauk og öðru grænmeti og léttum sósum). “Þetta er það sem viðskiptavinirnir eru farnir að biðja um og þá verðum við auðvitað að fara eftir óskum þeirra” segir Ævar.


arg, hvar var ég í gær? afhverju var ég ekki að fá mér Burger King? jah, það er allavega komið á hreint hvað ég fæ mér í þynnkumat á laugardaginn :D einhver til í að koma memm-mér? (fyrir hina grandalausu, þá er kannski vert að taka það fram að Árshátið Tónlistarskólanna verður haldin á föstudagskvöldið)

AsnaLegt Skap, skárra en ekkert skap?
úff hvað ég er í aSnalegu skapi. soldið þreytt, samt ekki. leið, samt soldið glöð. löt, en samt í vinnunni... hrædd við framtíðina og ákvarðanir í sambandi við hana, en veit ég samt að hún kemur hvort eð er og það er ekkert sem ég get gert í því. En eins og venjulega þegar ég veit ekki alfeg hvar ég hef sjálfa mig og skapið í mér, þá vil ég fara uppí rúm og undir sæng. kannski einn útvarps-haus disk í græjurnar. samt ekki. þögnin er samt alltaf best. það er að segja ef maður Trúir því að til sé þögn. mig minnir að það hafi verið Stokkhásen (sorry Rikki Tónlistarsögukennari, ég man ekki hvernig maður skrifar þetta, eða hvort það var hann eða einhver annar) sem lét loka sig inni í þvílíkt hljóðeinangruðu herbergi að ekki annað var til í heiminum, en hann heyrði samt 3 hljóð.
andardráttinn sinn
hjartsláttinn
og þytinni í hans eigin taugaboðum.

spes gaur.
Hvað er hnattvæðing?
>
>
> besta dæmið sem við höfum er Díana prinsessa. Þarna höfum við breska
> prinsessu með egypskum kærasta sem á sænskan gemsa. þau lenda í
> árekstri í frönskum göngum þar sem þau eru í þýskum bíl með
> hollenskum mótor, keyrðum af belgískum bílstjóra sem er fullur af
> skosku viskíi. Þau voru elt af ítölskum paparazzi á japönsku
> mótorhjóli sem tók myndir af þeim með myndavél frá Taiwan fyrir
> tímarit frá Spáni. Sá sem tók á móti henni eftir slysið var
> rússneskur læknir og filippínskur aðstoðarmaður sem notuðust við
> meðul frá Brasilíu.
>
>
> Þessi pistill var þýddur úr ensku yfir á spænsku af manni frá
> Kólumbíu, sendur til vinar frá Venezuela sem sendi hann til nokkurra
> Mexíkana. Þaðan barst hann áfram og var þýddur yfir á íslensku af
> stúlku sem lærði spænsku í Puerto Rico. Og nú er annar Íslendingur
> sem hefur greinilega ekkert betra að gera í vinnunni að lesa
> þetta....
>
>
> Ef þetta er ekki hnattvæðing þá veit ég ekki hvað.....!!