miðvikudagur, janúar 14, 2009

komin tími á smá blogg. komin tími til að fara úr náttbuxunum líka, en það er annað mál. er reyndar búin að vera hörkudugleg í morgun, hlustaði á "huggulegan" fyrirlestur um skráningaraðferðum í sambandi við hegðunarvandamál barna. jeminn. hvað í óskupunum er ég komin í? jæja jæja, allt nám bætir og það er aldrei að vita nema þetta eigi eftir að nýtast mér. kannski næ ég, eftir allt saman, að fá jónsæta til að setja notaðar nærbuxur annarsstaðar en á gólfið og óhreint leirtau OFANÍ vaskinn, ekki á VASKBRÚNINA (hvað ER málið með það?!?!!?) svo hringdi ég í ömmu mína. hún er sæt og best.

en þá að hannyrðum af því það er svo vinsælt :)
er búin að vera að byrja á sjali núna í þrjá daga. er búin að rekja upp og byrja að nýju of mörgum sinnum til að geta talið það (hefði ég bara verið með góða skráningaraðferð!), en þrjóskan, úbs ég meina staðfestan (þrjóska er neikvætt orð og fær nemdendur til að efast um eigið ágæti, fá í kjölfarið óbeit á námi og öllum skólastofnunum) hafði betur og er ég núna komin með 19 umferðir. yay! eiginlega búin með "grille1" sem frönskumælandinn BerglindÝr ætti nú að vita allt um hvða þýðir.