mánudagur, október 16, 2006

þessi er fyndinn

púff + enn eitt vesen me ðhjólið

fór í Baroque Counterpoint í morgun og það var óóóógeðslega kalt, þannig að (útaf kuldanum) neyddist ég til að fara í Waterstones og kaupa 3 bækur (kauptu 2 og fáðu 3). svo kom ég heim og gladdist yfir því að Nectar kortið mitt var komið innum lúguna. svona afsláttarkort... algjörlega gangslaust, en ég meina hey hver vill ekki eiga fjólublátt kort í veskinu sínu með nafninu sínu á því?
svo ákvað ég að dagurinn í dag væri ekki rétti dagurinn til að byrja að fasta (útaf kuldanum) og fékk mér jógúrt. en mér var ennþá svo kalt (útafkuldanum) svo ég ákvað að fara aaaaaðeins uppí rúm og hlýja mér. það tók 2 tíma og ég náði að hvíla meðvitundina líka sem er gott. mér er samt ennþá kalt.
aaaaaaaallavega!
svo er það blessað hjólið.
vissuði að teinarnir innan í gjörðinni (þessir sem maður festir endurskinsmerki á) eru í rauninni það sem heldur gjörðinni saman og passar að hún sé ekki skökk? allavega þessir teinar voru allir mjög lausir á gjörðinni minni svo að hún var soldið skökk. ég hélt nú að þessi teinar væru bara eitthvað djók, en það er nú ekki. það var s.s píparinn sem endurgerði baðið okkar sem benti mér á þetta.
hann reyndi líka að laga hjólið fyrir mig... það er s.s. hægt að skrúfa til þessa teina. en honum tókst það ekki alfeg svo ég ákvað að reyna bara sjálf að rétta hjólið til.
hversu erfitt getur það verið, ha?
allavega er hjólið núna orðið svo skakkt að það minnir meira á égveit ekki hvað. bara alls ekki kringlótt hjól. en ég hringdi í Selly Oaks Cycles og maðurinn þar hljómaði mjög viðkunnanlegur og sagði mér bara að koma með það og hann myndi líta á það.
púff.

þannig að nú þarf miss tót að fara aftur út.
en þar sem ég verð með Nectar kort í veskinu hljómar það bara alls ekki illa, eiginlega bara vel. og drottinn minn dýri ef þetta verður ekki til þess að hjólið komist í lag og ég geti farið að hjóla í skólann þá veit ég ekki hvaða ógurlegu örlög eru á þessu dóti.

awesome :)