föstudagur, október 10, 2003

Vignir er bestur í heimi!
heiðursverðlaunin fyrir að vera besti vinur minn í veraldarsögunni og finna rauða kortið mitt, koma því á öruggan stað og láta mig svo vita. knús knús knús og þúsund kossar.
þetta Blogg gildir til 8. des


Fullt tungl í kvöld.
eins og þið getið séð hér á blogginu hægra megin, neðan við linkana, þá er fullt tungl. hohoho!
þá verður maður nú að vara sig á ýmsu. tildæmis bílunum, þeir keyra víst alfeg hrottalega, get sjálf vottað fyrir það, enda sá ég keyrt á mann hérna um daginn. svo verður maður að passa sig á kvenfólki. það verður alfeg snælduvitlaust á fullu tungli, tala nú ekki um ef það fer að sulla ofan í sig áfengi. en ég er einmitt í þessum hópi, verð víst að viðurkenna að ég er kvenkyns, þrátt fyrir að það vaxi eitt þykkt, svart hár útúr nefinu á mér. og svo er Elfa Björk (a.k.a. Epla Jerk) að fara að halda mynda/osta/rauðvín/STADE-kvöld í kvöld fyrir okkur stelpuskjáturnar sem höfum farið á þessar ótroðnu norður-þýsku slóðir.
það verður nú fínt og hressandi.
en það er nú fleira sem er hættulegt... ef einhver loðinn karlmaður býðst til að hreinsa á þér hálsinn, hlauptu þá eins og fæturnir geta togað þig. þá er það nefnilega kannski VARÚLFUR! úúúúú....