miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Megas...

...er snillingur.
ég skil ekki hvernig fólk getur ekki þolað Megas og sagt hann sé skrítinn. er þetta fólk búið að skoða textana sem hann skrifar? ókei hann er soldið spes, en jeminn hvað það er töff. Rivka segir að vont fólk geti ekki gert góða músík og ég held það hljóti að virka hina áttina líka.
ég er semsagt búin að skipta Brahms píanókvintettinum fallega út fyrir Megas og Loftmynd. uppáhaldslagið mitt er "Björt ljós, borgarljós".
þegar ég er orðin stór og feit og geðveikt klár ætla ég að útsetja þetta fyrir rödd, strengjakvartett, 2 kontrabassa og fagott.
eða eitthvað.

Björt ljós, borgarljós
þið blekktuð mig einsog alla fyrr og síðar
váljós villuljós
ég verð í þessum sporum dagshríðar
ég hata þig borg einsog hjartað í brjósti mér
því hendurnar þínar banvænu eru svo blíðar