sunnudagur, febrúar 17, 2008

það held ég nú

ekkert smá mikið afrek að vakna í morgun, fór alfeg á fætur þið vitið... fyrir 10!
fór svo í kirkjuna mína í Smelly Park, stuðstuðstuð á þeim bænum. ákvað svo að stoppa í tesco á leiðinni heim. endaði á því að kaupa köku-uppskrifta bók og hráefni í eina köku.
sem ég var að enda að taka úr ofninum og hún er hundvond :( en sem betur fer keypti ég líka green & black hvítt (litróf.is) súkkulaði sem ég er að kjamsa mér á. mér tókst líka að missa bæði skurðarbrettin okkar úr Ikea bak við eldhúseininguna þar sem vaskurinn er. einmitt sú eldhúseining sem er BOLTUÐ við styrktarveggi í húsinu. eða því sem næst. svo jah.... ný skurðarbretti á næstunni.
hitamælirinn frá yahoo.co.uk segir mér að það sé 7 stiga hiti úti og 40% raki. eh... LYGI! það er svo ógeðslega kalt og rakt ég tel mig nauðbeygða til að fara aðeins undir sæng og lesa.
eða hugsa.
með lokuð augun.

:)