fimmtudagur, júlí 31, 2003


ég er að fara á hvammstanga í kvöld.
ííííhaaaaa!
það verður nú anskotanum huggulegra svo ekki sé meira sagt. ég ætla að taka með mér penna, blýant og svo mikið af blöðum að pabbi á eftir að æja og óa. ég er líka að spá í að stela prófessjónal flottu góðu trélitunum hennar mömmu, hehehe! svo þegar ég kem heim, verð ég orðinn svo góður manga teiknari að fólk á eftir að keppast um að fá mig til að teikna fyrir sig. en ég kem heim á morgun, svo óttist eigi. ég veit nú samt ekki hvort ég mæti í vinnuna, fer eftir því hvenær við Dagbjört drullum okkur af stað í fyrramálið. jedúdda mía. seint fáum við verðlaun fyrir mikla morgungleði, systurnar...
en allavega.
helgin er alfeg óplönuð, hvurslagseiginlega er þetta? ég bara spyr mig sjálfa. baldur er búinn að hóta einhverju afskaplegu sukki, vill helst ekki æfa kvartettinn aftur fyrr en seint á þriðjudagskvöld og tekur fyrir að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir hádegi út allan ágúst mánuð (kannski oggu ýkjur), arnar kærastinn minn (sá sem er mér kærastur, við erum ekki saman, hann á kærasta)vill fara í útilegu, maggi á afmæli á morgun, er að nálgast þrítugt á þvílíkum blússandi farti að maður nær varla að skrifa á afmæliskortin hans, og þá er strax árið liðið! hjartaGullið hann Vignir er að fara til BERLÍN á laugardaginn, ætlar að halda fyrirlestur með nöktum manni (það er mynd af nöktum manni í fyrirlesturinn, hinn fyrirlestrarmaðurinn verður að öllum líkindum í einhverjum fötum) og svo verður þarna sér samkynhneigður skemmtigarður þar sem öll leiktækin spila annað hvort justin timberlake eða britney spears, nema hvort tveggja sé, en það er hræðilegt draugahús sem kemur hörðustu leddara-hommum til að skæla (þetta er ekki satt) en mikið skelfing á ég eftir að sakna hans! við sem erum ekki búin að tala illa um Legally Blond 2 í nema svona 40 mínútur! alls ekki nóg. svo maður minnist nú ekki á Undramund sjálfan sem unir sér vel við leggi og skel í mömmuleik við skálholtskirkju og er búinn að eyðileggja 5 mánaða vinnu fornleifauppgreftrarfólks (þetta er kannski ekki alfeg satt heldur).
æjh, ég segi nú bara eins og hún hjartans Svafa mín sagði á Eiðum hér eina nóttina, þegar dramatíkin stóð sem hæðst og sem minnst var eftir af nýmjólkinni:

"dæs! Það er bara full-time job að vera manneskja..."



annars er ég að fara héðan af skjaló... þetta fer að verða gott. næstum því 10 manns búið að hringja í dag, ég fer að fá blöðrur á eyrun! (ekki gott)
túdílí dúdí lí


ég er í svo mikilli norrænni stemmingu út af þessum blessuðu/bölvuðu skjaladögum hér á skjalóað ég hef bara sjaldan, ef ekki aldrei, upplifað annað eins. rakst hér á (reyndar ekki, ég leitaði að henni) H&M síðuna. mjög skemmtileg og fín. skemmtilegast fannst mér þó það sem kemur á forsíðunni... ljósmyndasessjón fyrir alla fjölskylduna í stokkhólmi, færð kynnisferð um borgina (kjötbollur ábiggilega innifaldar) og maður fær að EIGA fötin! það liggur næstum því við að maður hafi alls engan áhuga á því að sækja um.
reyndar sé ég þetta alfeg í anda. mamma og ási að rífast HÁSTÖFUM um hvað sé flott og hvað ekki, hann næstum því grenjandi úr reiði yfir að þurfa að fara úr gömlu, rifnu druslunum, amma að gera verðsamanburð og enda svo á því að fussa og sveia og fara bara í Fjarðarkaup, ekkert væri til nógu stórt til að tröllið ég kæmist í það og óskar væri undir eins búinn að finna einhvern voðalega fínan kjól til að brýna klærnar á.
og svo borðar ekkert okkar kjötbollur :) fjölskylda dauðans.
norðmenn alltaf hressir og umburðarlyndir.
Diskotek utestenger "gamle griser"
það er margt vont í heiminum. saddam hússein, hitler, davíð oddson, unnur maría ingólfsdóttir, satan og fleiri. En ekkert er jafn illt og Legally Blond 2.
ég sem sagt varð fyrir þeirri ógæfu að fara á myndina í gærkvöldi, reyndar í fríðu föruneyti og með frímiða, en ég þurfti að hofra á hryllinginn engu að síður og sitja út myndina, þar sem ég var inní miðri sætaröð og engin leið að hlaupa út án þess að traðka á þeim örfái aumingjum sem urðu fyrir þessari mynd líka.
þetta er SVO ógeðsleg mynd að mig skortir eiginlega bara orð til að lýsa henni. legally blond 1 var mjög fín, horfði á hana um daginn með mínum ástkæra og hafði gaman af/að. þar eru skemmtilegir karakterar, blessunin hún Elle Woods tekur þónokkrum breytingum til hins betra, dömpar kærastanum, eignast vinkonu, verður lögfræðingur, blah blah blah, skemmtileg, fyndin og bara sallafín skemmtun.
Legally Blond 2 hefur ekkert af þessu. hún reynir ekki einu sinni. kellingarálkan hún Elle Woods verður óþolanlegri með hverri mínútunni og gengur svoleiðis fram af manni í hallærisleikanum að undir lokin langaði mig til að Öskra. væmni getur verið fyndin, sé rétt með hana farið.
í Legally Blond 2 er ekki vel farið með neitt. persónusköpunin engin, gömlu karakterarnir (elle, skrítna kellingin, gaurinn sem hún ætlar að giftast, vinkonur hennar úr snyrti-skólanum) virðast öll hafa týnt persónuleika sínum við gerð myndarinnar, plottið er Viðbjóðslega þunnt (öll vandamálin leysast á svo ódýran hátt að ætla mætti höfundur handrits hafi fengið magnafslátt í Gripið&Greitt) föðrunin , sviðsmyndin ljót, meira að segja hundurinn er farinn að fara í taugarnar á manni.
svo er ekkvað svona "homma-þema", einkaritarinn hennar Elle er gay og hverfur algjörlega með húð og hári eftir fyrstu senuna, hundurinn hennar verður ástfanginn af öðrum karlkyns hundi og eigendurnir eiga að stæla viðbrögð foreldra við samkynhneigð.
tekst ekki.
ALLS ekki.
farið er í kröfugöngu með öllum systrunum úr Delta Nu og svo er auðvitað dansatriði, eins og í öllum unglingamyndum nú til dags. nema þetta er hundrað sinnum verra en allt sem maður hefur á ævinni séð.
vont-vont-vont!
ekki fara á þessa mynd þótt líf ykkar liggi við. ekki einu sinni hugsa úti í að kannski fara á hana. ekki taka hana á vídeói. ekki horfa á treilerinn og ekki svo mikið sem gjóa augunum í áttina að auglýsingaplakatinu! þá mun sál ykkar kannski komast hrein í gegnum hreinsunareldinn.
kannski

æj hann Gulli er ágætur :) við höfum allavega sömu skoðun á helv. andsk. fréttamönnum...

"Fréttamenn eiga frekar að setja lag á heldur en að blaðra um hluti sem þeir þekkja ekki. Á meðan lagið spilast geta þeir fengið smá tíma til þess að hugsa eða lesa sér til."
stórvinurminn hann Snorkólfur á afmæli í dag. huggulegt aldeilis (til lukku). svo er hann líka með þessa líka frambærilegu heimasíðu.
það er aldeilis maður ætlar að græða á honum Atla í dag...
ótrúlegt álag á mig hérna! 5 manns búnir að hringja, þar af 2 á sama tíma!
svo þurfti ég að setja blöð og kort í möppur. jah, ef einhver á skilið stóran, ískaldan bjór... þá er það ég.