fimmtudagur, ágúst 12, 2010

rýming

hef verið að taka eftir því að alltaf hellast fleiri og fleiri bloggarar úr lestinni. það er bara eins og fólk hafi misst áhugann á því að tala um sjálft sig. jahérna!
:)
annars er ég í óða önn að skella upp heimasíðu fyrir komu Hr. Jónssonar. getur vel verið maður deili henni hér að einhverju leyti. nú held ég samt að það sé óvitlaust að leggja sig í pínu stund.
ég skal segja ykkur hvað er ekki sniðugt. hætta að drekka gos í smá tíma og fá sér svo pepsí rétt áður en maður fer að sofa.