mánudagur, september 25, 2006

ó mæ god!


haldiði ekki bara að ég hafi verið að kaupa mér hjól.
online!
frá ARGOS!
og þeir ætla að senda það heim til mín!

ómæ þetta á eftir að enda í einhverju geðvonsku kastinu :) hef ekki mjög góða reynslu af svona senda heim fyrirtækjum hér í Bretlandi.
en þetta er samt ógeðslega flott hjól... sko alfeg þokkalega Ladies Comfort Front Suspension Cycle, ég get bara varla beðið :D

þeir sem þurfa að segja eitthvað ljótt um hluti keypta úr katalógum geta bara gjört sér svo vel og loggað sig inná www.kuktuathig.com, en þeir sem vilja koma í hjólatúr með mér eftir (vonandi, krossleggið fingur plís, jafvel tær) minna en 10 daga, eru meira en lítið velkomnir.

húrra húú!
ykkar einlæga,
hjóla-tóta

vídjó af fuglum

sem voru mjög frekir. við fórum sko í smá göngu, ég, David og Haniyyah. gáfum fuglunum rits kex og vorum næstum týnd :)

e: the video of the bitchy birds in the park :)

:(

búin að reyna að ná sambandi við þrjár manneskjur á msn en enginn svarar mér.
annað hvort er msn bilað eða ég mikið óvinsælli en ég gerði mér grein fyrir.
neinei þarna svarar ein :) núna önnur...
fyrsti skóladagurinn var í dag, fór í tíma af "baroque counterpoint" sem er mjög athyglisvert í ljósi þess að ég kann ekki kontrapunkt og hef lítinn sem engann áhuga á barrokk músík. en þetta var nú samt bara ok. svo hékk ég í miðbænum, æfði mig og drakk kaffi til hálf fjögur þegar ég hélt ég ætti að mæta í "professional development" en það var nú ekki aldeilis, kennarinn var svo huggulegur að hengja bara miða á hurðina með þeim skilaboðum að þessi tími yrði ekki kenndur fyrr en í næstu viku.
smart að setja það ekki á eina af þessum milljón töflum um allan skóla.
en svo hundskaðist ég heim og þreif eldhúsið. ef þið haldið að það sé að vaska upp, þurrka og setja uppí skáp þá er ykkur mikið að skjátlast. ég nefnilega tók alla skápa og þreif þá svo hægt væri að borða af þeim (ef maður er týpa sem fýlar sápubragð) og raðaði í þá.
ég er dugleg.
svo fór ég í geðvonskukast út af því að internetið virkaði ekki og lét það bitna á tvemur þjóðverjum sem ætla að sofa á gólfinu hjá okkur. en þeim var nú bara nær að vera svona helvíti hrokafullir og leiðinlegir.
svo var náttúrulega bara einhver snúra ekki tengd og svo var slökkt á einhverju. úff. mér fannst nú samt óþarfi af þeim að vera að segja mér hvernig ég ætti að setja upp ráderinn og passa eitthvað passport og ble. ég veit ekki einu sinni hvað ráter er!!! :@ apar.
en allavega... það er svossem ekki hægt að gera ráðfyrir að allir séu jafn sætir og skemmtilegir og svafa og sif sem báðar eru aðtala við mig á msn :D
en ég tók nokkrar myndir af kraftaverkinu í eldhúsinu og þær fara bráðum að koma inná flickr.
stay tuned!