laugardagur, maí 31, 2008

yay!


tónleikarnir gengu bara prýðilega, þakka ykkur kærlega fyrir :)
auðvitað er kannski alltaf eitthvað sem maður myndi hafa viljað hafa minna falskt, en það er nú bara eins og það er. mamma, ási og auðvitað elsku jónsæti komu og voru ógeðslega skemmtileg. jónsæti þurfti svo reyndar að fara næsta dag, en við mamma og ási fórum í smá ferðalag til Matlock. JÁ! einsog þættirnir. NEI! ég keypti mér ekki banjó :( algjör bömmer. en það hefði verið svo mikið mál vegna þess að nú er eiginlega bara eftir að PAKKA öllu dótinu mínu, panta mér flutning fyrir 5 kassa og stæðstu tölvu í heimi og þá.... já þá er ég bara komin heim.
óó hó trúlegt.

þriðjudagur, maí 20, 2008

RAUTT


já það er greinilega málið að spurja fólk spurninga á blogginu og lofa verðlaunum.
reyndar keypti ég skóna áður en ég las allar góðu tillögurnar (víóluleikarar spila ekki með hálsmen SIF) og það verður því alsherjar kaffiboð innan skamms fyrir "rétt" svör.
siggaligg má koma líka þó hún hafi heimtað silfurlitaða skó.
:)
núna er bara að læra þessi stykki... (haha)

ps-bannað að kommenta á að fæturnir á mér líta út fyrir að vera hvítari en hvítt.

mánudagur, maí 19, 2008

lekandi ruslapoki og tilvonandi skókaup

áðan fór ég út með ruslið og það var einhver API búinn að leggja ógeðslega mikið bónaða BMW inum sínum svo nálægt ruslatunnunni okkar að ég þurfti að lyfta pokanum yfir húddið á bílnum til að koma honum oní. Ég hef aldrei (og mun líkast til aldrei) óska þess jafn heitt að ógeðslegt gums fari að leka úr ruslinu mínu.

annars er allt gott að frétta, búin að kaupa mér GULAN kjól fyrir tónleikana mína :D svo núna er spurningin gott fólk:

1)hvítir skór
2)rauðir skór
3)silfurlitaðir skór

það sem kemur ekki til greina

1)svartir skór (yrði að vera í svartri peysu og þá er eins og hjúds býfluga)
2)bláir skór (of swedish... eeuugh)

jæjajæja, allir að hafa skoðun og sá sem á bestu hugmyndina fær frítt kaffi í múminálfa-bolla í eldhúsinu á Hjarðarhaga 64 í júlí. aukaverðlaun fyrir þann sem nær að búa til setningu með fleiri í-um.

laugardagur, maí 17, 2008

hvort....

...ætti ég að fá mér kaffi eða te?
kaffi er meira kúl og á eftir að passa fuuuullkomlega við hvíta súkkulaðið sem ég ætla að éta.
te er aftur á móti fljólegra í framkvæmd og minni líkur að ég fái illt í magan af því.
annars er það allra nýjasta í fréttum að ég var að kaupa mér hjartsláttamæli svo núna er það gjörsamlega bara nokkrar MÍNÚTUR þangað til ég verð orðin mjóna.
osom.

-þórunn harðardóttir.... 75 bpm

þriðjudagur, maí 13, 2008

þá er komið að því

já gott fólk,
nú er botninum náð (bókstaflega talað) í "fáránleg staðsetning fyrir bólu" - keppninni sem hefur verið í gangi lengi. ég er með Hö-LUSSU bólu á miðri rasskinn.
er þetta eðlilegt?

svar ekki skilyrði

fimmtudagur, maí 08, 2008

hringjarinn af notre dam


þegar ég vaknaði í morgun var augað á mér svona...
af því mér var ekki illt og það var ekki sjáanlegt neitt ógeð í eða á auganu, þá fannst mér þetta ógeðslega fyndið og tók mynd. ég var að spá í að nota daginn í það að haltra um með kodda undir peysunni á annari öxlinni og spurja fólk út á götu hvort það vissi um einhverjar stórar kirkjuklukkur. með frönskum hreim.
en þar sem ég átti ekkert erindi neinsstaðar var ég bara heima með augað og æfði mig. svo fór ég reynar í ræktina en þá var augað orðið venjulegt.
ég veit ekkert afhverju þetta gerðist, það eina sem mér dettur í hug (annað en smá flipp hjá sjálfri mér) er að í gær var SÓÓÓÓ-HÓÓÓL hér í birmingham og ég fór bæði í kjól og sandala og var úti sleikjandi veðrið allan daginn. það er alfeg ótrúlegt hvað gott veður hefur góð áhrif á mann. fólk var bara glaðlynt og brosandi (flestir reyndra fullir) og jákvætt á framtíðina.
en já, s.s. kenning er sú að ég held að kannski hafi ég ofreynt annað augað (?) við það að vera alltaf að píra augun upp í SÓÓÓÓÓ-HÓÓÓÓLINA. samt keypti ég sólgleru og þau er svo ógeðslega töff ég meikaði ekki að taka þau ofan. þetta er misterí, hringi í fox mulder seinna í kvöld.

en svo er spurning hvernig ég vakna á morgun. kannski með klumpufót. hlakka til!

þriðjudagur, maí 06, 2008


jónsæti kominn og farinn. skildi eftir sig skítugan þvott og pakka af súkkulaði rússínum. annað af þessu tvennu er á hraðri leið oní mig.
njamm.
annars allt í gúddí, fólk hérna í west-midlands reyndar í gífurlegu sjokki... það var nefnilega SÓL hér í allan dag og eiginlega bara gott veður, hlýtt og svona. svo nema hvað þurfti ég að spila á tónleikum hálf fjögur og varð aðvera í svörtum fötum í allan dag, druslandi tösku með mér fulla af bókum. þarf nefnilega að skila inn "nokkrum" verkefnum á morgun, skíta P.D.P. stendur fyrir Pocket of Dreadful Poos (professional development p.. oh my god ég hef ekki hugmynd um hvað þetta p stendur fyrir) og er viðbjóður. fagið sem ég FÉLL í í fyrra vegna þess að enginn hafði sagt mér að það ætti að skila inn einhverju kúkaverkefni. sem ég svo gerði á innan við 10 mín, sendi út og náði með ágætum.
skrítið lið hérna í brum.
en jæja, fyrst ég á eftir að gera svona ógurlega mikið af verkefnum er víst best að skjaga fram í eldhús og hita sér te. taka svo smá Sims :)

óþarfi að vera með neitt stress.
kyssikyss