sunnudagur, desember 11, 2005

VEI

ég fór útúr Birmingham í dag. við Alinka og David (uppáhalds og bestu vinir mínir hérna) hoppuðum uppí lest og brunuðum alla leið til Wolverhampton. sem er svona 10 mín fyrir utan birmingham.
tilefnið var ungversk hátíð þar í bæ. soldið svona eins og "the german marked" hérna í Birm, nema bara skemmtilegri. en það er nú af því að ungverjar eru hikstalaust mikið skemmtilegra og að mínu mati betra fólk en þjóðverjar. og þeir elda betri mat. bratwúrst og þetta dót er alfeg gott sko.... EN alvöru ungverskt Gújass (gúllass) og pylsur.... njamm. ég fengi bara vatn í munninn ef hann væri ekki fullur af einhverju nammi. svo drulluðum við okkur heim sömu leið og vorum svo þreytt að það leið næstum því yfir okkur í lestinni. soldið strange. hvernig getur maður orðið dauðþreyttur af því að vera í lest í 10 mín? allavega. svo fórum við í tesco og ég keypti 4 kíló af flórsykri, 1,5 kíló af hveiti, egg og næstum 3 lítra af mjólk. og fleira.
það verður nefnilega bökuð EIN FEIT steypukaka hér á Cambrian Hall c block, fjórða hæð til vinstri.
:D
öllum boðið.
sérstaklega þeim sem vita hvað tilefnið er ;)
jæja nú ætla ég að fara í sims í klukkutíma af því að ég var svo dugleg að klára helminginn af því sem ég þarf að skila á miðvikudaginn til að standast eitt fagið sem ég er í. húrra!