fimmtudagur, júlí 24, 2003

ég keyrði pabba blessuðum út á flugvöll og fékk þar með bílinn hans yfir helgina, yeeeaahhhh!! hver vill koma á rúntinn? ;) en í staðinn verð ég að þvo hann. hmmm... oh jæja, kannski ekki svo vondur díll. svo fékk ég smá hjartaáfall þegar ég kom til baka á skjaló vegna þess að ég fann ekki lyklana mína, sá fyrir mér að þeir höfðu dottið ofan í töskuna hans pabba og væru á leiðinni til vestmannaeyja í þessum töluðum. en ég var það lukkulega heppin að það var opið niðrí (það er einhver kall í kjallaranum að búa til fánastengur, ég lýg því ekki) og ég gat tekið lyftuna upp og þar beið enn ein heppnin mín, vegna þess að sú hurð var opin líka. Svo voru lyklarnir á tölvuborðinu mínu.
hefði verið soldið slæmt að læsa sig úti núna þegar meira og minna allir starfsmenn skjaló eru í fríi. *hjúkk*
YEEEEEAAAAAAAHHH!!
ég bað um óskalag á www.beethoven.com og þeir ætla að spila það!
"and next is a request from tota, reykjavik..." þvílíkur snilli! djöfull er gaman að heyra útlendinga segja nafnið manns. haha! nú er bara að sitja sem fastast og bíða eftir víólusvítu eftir herra Williams, ásamt kór og hljómsveit. já hann kann að semja blessaður ;)

Vaughan Williams
Flos Campi
Roger best, viola/English String Orchestra/Christ Church Cathedral Choir
Request!! for Tota in Reykjavik, Iceland

tíhíhíhíhí!!



allir inná www.Wulffmorgenthaler.com, algjör snilldarsíða sem Hildigunnur benti mér á. thanx bæb.
ég er s.s. búin að skella inn 2 nýjum linkum. :D
AAAAAAAAAAAHHHHHHHH!!!
guði sé lof!!
bloggið mitt er komið aftur og er svo að segja óskemmt. í morgun var nefnilega allt templat-ið AUTT. stóð bara ekki stafur! en nú er ég búin að tjasla þessu aftur saman, og allter á sínum stað. soldið skrítið letur hér og þar, en....
púff.
ég var sveimmér þá orðin hálf skelkuð :p
oh hvað ég fékk góðan mat í gær. garg! og fullt af rauðvíni :) namminamminamm