fimmtudagur, desember 15, 2005

afhverju

má ekki senda unni birnu missworld heillaóskir í nafni íslensku þjóðarinnar?
ímyndum okkur að einhver gaur hefði unnið misteruniverse. eða mister world fitness. er það þá allt í einu orðið ok?
ég er mjög fylgjandi jafnrétti... get eiginlega ekki ímyndað mér heiminn án þess, enda hef ég aldrei fundið fyrir öðru. en guðminnalmáttugur er ekki samt hægt að senda kveðju til gellunar án þess að fólk mótmæli?
ég elska ekkert halldór ásgrímsson, en hann er KOSINN lýðræðislega til að fara með mál ÞJÓÐARINNAR... er þá ekki bara soldið eðlilegt að leyfa honum að gera það?

jah...

ég er náttúrúlega búin að vera erlendis lengi... (3 mánuði) kannski er ég eitthvað að mis.