þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
sunnudagur, apríl 20, 2003
Gleðilega páska elskurnar mínar.
je.
ég er að beila á bókmenntafræðinni, hehe!
:(
búið að vera svo mikið að gera hjá mér, aðallega í sambandi við að drekka ógeðslega mikið, henda niður fatahengjum og tala af mér í bílnum á leiðinni heim. smart. svo á hún Eydís sæta afmæli bráðum.... miðvikudag eða mánudag og bauð okkur elskunum í mexíkóskan mat í gær. geggjað gaman. soldið fyndin stemming, skiptumst á að vera í kósí fíling og trúnó fyrir framan arininn og svo að öskra og æpa á stofugólfinu í trylltum dansi :) en gaman var það. við eyfi reyndum alla vega þrisvar að vera í einrúmi til að slúðra, taka nettan trúnó á þetta, en tókst illa til. svona fer þegar maður er svona fokking vinsæll að fólk getur bara ekki af manni séð. hmmm.... eða ekki.
en það var drulluskemmtilegt.
skemmtilegt var líka í afmælinu hans baldurs páls á föstudeginum, þótt að þar hafi ekki verið neinn arinn. bættum það upp með töluvert meiri drykkju. svo stal ég bjór af nördavinum hans áður en við fórum í annað partý. sorry strákar. :D
svo vil ég þakka steina sæta, alfeg innilega fyrir góðan smell í gær, you go girl, YOU GO!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)