mánudagur, janúar 05, 2009

gleðilegt nýtt ár!

2009.
eitt ár eftir hjá mér.
nei djók, ein voða svartsýn. annars er ég komin algjörlega á bólakaf í eitthvað handavinnukreisíness. prjónaði (ekki alltaf) í góðum fílíng 13 pör af vettlingum fyrir jólin til að gefa í jólagjafir og heklaði stóran dúk. stóran.
eftir þetta allt hef ég svo bara ekki getað hægt. næstum eins og pringles. svo er netið nú ekki að draga úr þessu hjá manni, er búin að vera að gúgla hægri vinstri og skoða síður hjá fólki, ókei konum, sem eru alltaf að prjóna og svona. virðast bara blogga til aðsegja frá hvað og hvernig þær eru að prjóna. mér finnst það næs.
og svona til að herma þá ákvað ég að pósta mynd af nýjasta dúknum og grifflum sem ég gerði.

dúkurinn er helkaður úr minni meira en ástkærri "Bestemors hækelopskrifter" úr einhverju rándýru heklugarni (held að dokkan hafi kostað 800 kall :p en ég notaði nú bara svona 1/3), en grifflurnar eru bara úr júróprís garni (sem brakar í þegar það blotnar) og gerðar uppúr mér. og eins og sést þá var ekki til alfeg nógu mikill blár. en getur maður ekki bara sagt að þetta sé hönnun? held það.

annars allt gott af Hjarðarhaganum, geðheilsan öll að koma til. sumir halda, en ég VEIT að 2009 verður frábært ár :)