þriðjudagur, september 21, 2004

noh
ég er svo aldeilis hissa að ég þarf næstum að pissa.
eða svo gott sem. ungfrú megabeib Sophia Loren á son sem heitir Carlo Ponti og er píanóleikari OG klassískur stjórnandi. þetta finnst mér mjög merkilegt. ég hafði einhvernvegin gert ráð fyrir því að öll börn frægs fólks væri dópistar og/eða bandbrjálað lið sem ekkert gæti og ekkert yrði úr. sjáiði bara hana Svölu Björgvins. úff, þvílíkt líferni á barninu.
en málið var að þessi Carlo Ponti var að gifta sig og ég var svona að tsjekka á því, ég hef alltaf fylgst mjög vel með börnunum hennar Sophiu, mér finnst það eiginlega vera orðin skylda mín eftir allt þetta. en allavega... þá rakst ég á þessa líka skemmtilega síðu fyrir fólk í giftingarhugleiðingum. þar er mjöööög skemmtileg grein um ísland :) þar stendur m.a. þetta:

"Although there's no Icelandic word for "interesting" (the closest is gaman - "fun"), there's a plethora of words to do with fish and the sea: pín porskur! ("you cod!") is a term of abuse, whilst "to give up" is often rendered as leggja ára í bát , "to lay one's oars in the boat". If something isn't up to much, it's ekki upp á marga fiska - "not worth many fish". Rural life has also left its mark on the language: on Friday nights in Reykjavík you'll find plenty of people who're sauðdrukkinnn - "as drunk as a sheep"; the word for sheep, fé , is also the generic term for money. Dogs also speak Icelandic and can quite clearly be heard to say voff (small children will refer to a dog as a voffi ) whilst cows on the other hand say mö . "
nýverið hef ég verið að slá inn skjöl hér á skjalasafninu (enda er ég skjalaskráritari) og það hefur verið frekar óspennandi af því að skjölin hafa bara verið með tölustöfum á.
"SA-J F nr. 1000-1009 (1894)."
og svona lagað. ég er búin að kvarta og kveina og vorkenna mér. þetta sé svo óspennandi og leiðinlegt. en bíðum við... fara ekki allt í einu að streyma skjöl uppúr kössunum með prenti á. og á því fyrsta stendur "Um ólöglegan líkskurð"

ég er hætt að kvarta
afmæli

í gær áttum við Afi Önd eins árs afmæli. sumum er það orðið ljóst eftir langa samveru við mig, hversu gaman ég hef af afmælum. öðrum ekki. en í gær söng ég s.s. á tónleikum, fór svo og borðaði afganga af sunnudagsmat tengdaforeldranna og horfði á sjónvarpið. dauf tilraun mín til hátíðahalda í formi DunhagaÍss lífgaði að vísu uppá hressinguna en samt sem áður finnst mér afmælisfíkn minni ekki fullnægt.
hvað er að mér?
hvernig get ég komið því til skila án þess að virðast vera heimtufreka að ég vil helst 24 tíma stanslaust partý þegar ég á afmæli? ég vil dýrar gjafir og ég vil flottan mat. ég vil háleggjaðar konur og kalla í loðvestum með þykkar keðjur um hálsinn, ég vil trúða og blöðrur, ís, nammi, popp með karmellu og kandífloss. helst vil ég líka frægar hljómsveitir frá útlöndum og miniature skemmtigarð.
*andvarp*
en ég fékk nú samt voðalega fína eyrnalokka svo ég ætla að steinhalda kjafti og gera mér þetta að góðu. hvað er líka málið að verða alltaf einsog smábarn bara þegar maður á afmæli? það er ekki eins og þetta sé eðlilegt... fólki á ekkert að finnast afmæli svona merkileg.