fimmtudagur, janúar 20, 2005

svalt eða kalt?

VEI!
1) farið að verða bjart um 10 leytið
2) borða pizzu í hádeginu
3) fara til útlanda eftir 4 daga
4) góðar sokkabuxur
5) peningar
6) vera búin að fara í ræktina 11 skipi af 20 dögum.
7) súkkulaðirússínur
8) sæti kærastinn
9) dúettar úr cose fan tutte
10) blogga


NEI!
1) farið að dimma aftur um fjögur
2) vera óglatt til tíu um kvöldið
3) fara í inntökupróf eftir 5 daga
4) lykkjuföll
5) mæta í vinnuna
6) þyngjast um 2 kíló
7) prumpufýla
8) 5 ára framhaldsnám erlendis
9) óæfðir dúettar úr cose fan tutte
10) svona leiðinlegir póstar

ok, ok, I get the point

í gær (og reyndar í fyrradag líka) var ég spurð

Þrisvar sinnum: Ertu jólasveinn? (eða ábendinguna "jólin eru búin")
tvisvar: helduru með Haukum?
einu sinni: Ertu brunaliðsmaður?
einusinni: áttu ekki rauða sokka?
einu sinni: er eitthvað þema í gangi?

þannig að ég hef ákveðið að héðan í frá verð ég ekki í rauðu flíspeysunni minni, ef ég er í rauðu tæ-buxunum mínum. djö getur fólk verið djömpí eitthvað...