fimmtudagur, nóvember 18, 2004

tótfríður harðdal svarar Idol spurningunum

Fullt nafn: tótfríður harðdal
Fyrirmyndin í lífinu? bogi og örvar. fullir EN fyndnir.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? 304 kokteilar
Hvern myndir Uppáhaldsnafn (ef þú mættir velja þér annað nafn)? eitthvað sem er auðvelt að segja á fimmta glasi.. óa?
þú mest vilja hitta? henry V. heineken
Uppáhalds hlutur? myndavélin. fyrir blakkátin sko....
Æskudraumur? man það ekki, var í blakkáti
Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? skola mig bara vel uppúr einhverjum spíra... virkar yfirleitt.
Hvað sefurðu yfirleitt marga tíma á nóttinni? rúmi? á nóttunni? er í fyrsta lagi á djamminu og sef bara á daginn.
Leiðinlegasta sem þú gerir? vakna á kvöldin og gubba um leið og maður er búinn að fá sér sopa af góðum vin.
Ef þú fengir einn dag aleinn/alein, hvað myndirðu gera? vera í blakáti.
Ef þú gætir skipt um starf, hvað sérðu fyrir þér að gera? bruggari.
Leyniuppskrift fyrir hæsi og kvefi? vodki
Uppáhaldsmatur/uppskrif? vodki með skvettu af gini útí. skreytt með bjórhnetum.
Mannstu eftir mómenti? sem breytti öllu í lífi þínu? neibb, var í blakkáti.
Bugs Bunny eða Duffy Duck? duffy bunny, djöfulsins bull, þoli hvorugan
Skúrar þú heima hjá þér? já, með andlitinu
Hvar ætlarðu að eyða ellinni? á barnum með einn ískaldan

oj oj oj!

ég var að lesa hrottalegasta blogg í heimi. það var svo ótrúlega væmið og viðbjóðslegt að ég þurfti í alvörunni, frú Tinna Sigurðardóttir Maillard, að skreppa fram á klóstið (var reyndar mál -en alveg sama!)!
oj barasta.
hélt fyrst að þetta væri einhver sjúklega væmin stelpu-tuðra, en annað kom nú í ljós. drottinn minn dýri!

meira um óperuna

sem ég gleymdi var það að ég hitti Berglindi og Huga. það var geðveikt skemmtilegt, sérstaklega af því að þau voru að drekka rauðvín. mér finnst alltaf skemmtilegra að hitta fólk sem er með rauðvín heldur en annarskonar fólk, sem jafnvel heldur ekki á rauðvíni.
núna er klukkan alfeg að verða níu og þar sem skjölin sem ég þarf til að hefja vinnu mína eru læst og lokuð ofaní rammgerðum kjallara, neyðist ég til að gera eitthvað annað þangað til (æ æ) og eina fólkið sem er mætt online á þessum ókristilega tíma er einmitt það fólk sem framtíðar sinar vegna mætir í skólan eldsnemma. ég er semsagt í Hörkuvyðræðum vyð hana Berglindi um notkun Y og i ý almennum samræðum fólks.
svo var hún að bjóða mér í afmæli.
það fannst mér fallega gert. hefði jafnvel tárast nema augun á mér eru full af svona stýrum. stírum?
aaaaallavega.
svo er jónsæti í útlöndum. fór reyndar bara í gær og kemur á morgun. en sama. sakna afa :(
svo er hann alltaf að hringja og spurja mig hvað hann eigi að kaupa.
KAUPA!!
eins og maður geti ekki farið til útlanda án þess að sleppa sér í að eyða peningum!
nje. ætli það. svo er nú aldrei að vita nema hann kaupi eitthvða fallegt handa tótunni sinni... allt í læ að sleppa sér í því, guðminn góður þó það nú væri og betra ef fleiri tæku sér hann til fyrirmyndar. svo má líka alfeg bara leggja pening inn á reikninginn minn beint. kæmi sér afar vel.

AAAAAFAR VEL