laugardagur, júlí 31, 2004

lát mig sætlega sofna
er niðrí tónlistarskóla á bókasafninu að hlutsa á "Erbarme Dich" svo dyggir lesendur geta kannski ímyndað sér hugarástandið á kellingunni.
langar mest af öllu að taka bara víóluna mína, fjallrevenpokann minn fullan af nærbuxum og fljúga burt frá þessu vonda ljóta landi. setjast að á fjallstindi og læra að syngja. halda svo tónleika einu sinni í mánuði. fyrir guð. fólk á ekki skilið að heyra tónlist, það er vont, ósanngjarnt og fordómafullt.

annað minna dramatískt sem hægt er að gera er að drulla sér upp í skálholt og hlusta á Undramund syngja fallega. ég er nú reyndar búin að lofa sykurpúðanum sólar-ljóshærða að kíkja frekar á morgun. en þar sem ég ófær um að taka eina einustu ákvörðun, hvað þá framkvæma þær, eða bara haga mér eins og venjuleg manneskja í smá stund, efast ég um að ferlið sem fylgir því að koma sér 100 km leið eigi mikilli brautgengni að fagna.

hvað ætli það taki langan tíma að verða manneskja? líffræðilega er það nottla 9 mánuðir, 14-18 ár að verða hæfur til umframeldis, 20-40 ár að ná frama í því sem hugurinn/hjartað/aðstæðurnar segja manni að gera, 60 ár að skila af sér því sem maður vill að heimurinn muni eftir manni fyrir... er maður þá orðin að manneskju? eða er maður alltaf manneskja og eyðir bara tímanum í það að þóknast sjálfum sér án þess að hafa neikvæð áhrif á aðra? hvernig getur maður orðið betri manneskja á hverjum degi? hvenær er maður orðin góð-betri-best manneskja? hvort er mikilvægara ða vera góð manneskja frá sínu eigin sjónarmiði eða sjónarmiði annara?

ég skammast mín ekki fyrir að trúa og það er á stundum sem þessum sem fátt kveikir ljós í myrkrinu, en það er samt alltaf einn logi sem tórir... sem betur fer :)

"...Ég svara, Drottinn, þökk sé þér!
Af þínu ljósi skugginn er
vor veröld öll, vort verk, vor þrá
að vinna þér til lofs sem má
þá stund, er fögur hverfur hjá."

Þorsteinn Valdimarsson