fimmtudagur, janúar 22, 2009

skítapakk drullið ykkur til svíþjóðar

frá því bankarnir hrundu og mótmælin á Austurvelli (og víðar) byrjuðu hef ég verið á báðum áttum. var aldrei sérstaklega sammála því að ríkisstjórnin ætti að segja af sér, segja af sér hvert? þetta er bara ákveðinn hópur fólks, skiptir það máli hvar hver situr? eru ekki allir hvort sem er búnir að skíta uppá bak? hver á að setjast inná alþingi? sturla vörubílstjóri og Hörður Torfason? ég hata Davíð Oddsson ekki útaf lífinu, hef aldrei gert og finnst ekkert sérstaklega réttlátt að hann þurfi að segja af sér sem seðlabanki þegar þeir eru þrír (veit einhver hvað hinir tveir heita til dæmis?)
en ég var aldrei neitt sérstaklega á Móti mótmælunum heldur. var jafnvel á tímabili svolítið öfundsjúk að hafa ekki svona sterkar skoðanir. flott hjá fólki að fylgja samfæringu sinni og mótmæla og vera með ræður og lemja potta. jafnvel að henda eggjum og skyri. á mörkunum að rífa niður osló-tréið, slapp þó afþví jólin voru búin.

En eftir að hafa hlustað á hádegisfréttirnar er ég ALGJÖRLEGA Á MÓTI mótmælunum og mótmælendum. þetta er greinilega algjört hyski og ég vil ekki koma NÁLÆGT þessu liði. aldrei. mig langar til að flytja burt af landinu til að börnin mín þurfi ekki að horfa uppá svona viðbjóðslega hegðun og alast upp í svona sjúku samfélagi.
fór fólk í alvörunni með piss og kúk í poka niður í bæ í nótt til að hella á lögguna?!
hvað heldur eiginlega fólk að löggan sé?
hversu mikið þolinmæði er lögreglan búin að sýna þessar 12 vikur sem mótmælin eru búin að vera? er ekki aðalforgangur lögreglunnar búinn að vera að VERNDA mótmælendur? og hvenær byrjaði lögreglan að sprauta piparúða? það var ekki í viku eitt. það var ekki í viku tvö heldur. ef mig misminnir ekki var það þegar skríllinn var að reyna að brjótast inn í Lögreglustöðina á hverfisgötu, rifu hátalara og brutu og eyðilögðu útidyrahurð.
átti að hleypa öllum inn kannski? hefði kannski líka átt að láta sem ekkert væri þegar fólk réðst að Geir H. Haarde? bara vona hann hefði ekki verið barinn til dauða?
ég tek undir með yfirlögreglustjóra og spyr: hverju er fólk að mótmæla þegar það hendir gangstéttarhellum í lögregluþjóna svo amk 4 fóru á bráðamóttökuna? vill það að lögreglan segi af sér? það væri þessari þjóð mátulegt að lögreglan pakkaði bara saman og færi til kanarí í frí. Litháenskar glæpaklíkur myndu ná ráðum hérna á nótæm, nota alþingishúsið sem bruggverksmiðju og ef einhver myndi mótmæla... eitt skot. piparúði hvað?

svo sér maður í fréttunum flissandi ungt fólk í hettupeysum. FLISSANDI! er fólk í alvörunni að mótmæla vegna þess að það á svo bágt útaf ástandinu eða er það bara geðveikt ánægt að geta loksins gert eitthvað sem það heldur ða skipti máli?

ég eiginlega er orðlaus, en líka æf af reiði. ég vissi að íslendingar væru staðfastir og létu ekki vaða yfir sig endalaust, en að við værum ofbeldishneigð og andstyggileg vissi ég ekki. ég vil ekki tilheyra þessari þjóð eins og hún kemur fram.


Nafnbirtingar lögreglumanna
Sex komu á slysadeild eftir átökin