miðvikudagur, apríl 30, 2003

ég er að spá í að fara heim með hann Jón. það er orðið svo þröngt um hann í þessum ljóta hvíta potti. hann er orðinn litlaus og aumingjalegur.
ja svei!
annars erég bara hress að vanda, þrátt fyrir hræðilegar fréttir um komandi sumar :( sif hringdi hér með grátstafinn í kverkunum og mátti vart mæla. ég hef nú reyndar ekki jafn dramatískar tilfinningar til dæmisins, og tel ekki gott að taka grátköst fyrr en allar aðrar leiðir eru uppþornaðar eins og hann Jón er að verða í glugganum.
en maður harkar af sér, enda mikill víkingur í aðra hvora ættina.
jessörí Bob
en égfór í bíó í gær með Elsku Krúttinu honum Vigni Frey, fórum á myndina 28 days later sem er svona huh... ekki alfeg framtíðarmynd, vegna þess að hún gæti gerst í samtímanum en hryllingurinn er ógurlegur. minnir mig soldið á staðleysubókmenntaáfangann sem ég er að beila á.
brrrr....
horror.
Þetta er Ó G E Ð S L E G A skemmtilegt!!!
:D


komin heim á skjaló með viðgerða tönn og svei mér þá ef ég brosi ekki bara. þetta var als ekki vont og síður en svo ógurlegt. ég var réttsvo farin að emja "ó-ó" og þá var það bara búið! :D þvílík snilld. ég ætla alltaf að vera með svona næs tannskemmdir. híhíhí.
svo fór ég meira að segja í Kringluna vegna þess að ég ætlaði að kaupa mér Teva skó. en þeir áttu bara Kvenmanns Teva skó og þeir eru svo ógeðslega mjóir að klumpu-flat-fitabollu-fóturinn á mér kemst ekki með góðu móti fyrir á botninum og svo eiga þeir bara karlaskó FRÁ stærð 40. hvað er eiginlega málið? er virkilega ekki gert fáð fyrir því að fólk sé með svoaðsegja ferkantaðan fót?
þvílíkt misrétti!
þetta er nú eitthvað sem stjórnmálaflokkarnir mættu impra á, þó ekki væri nema í eins og einum sjónvarpsþætti....
ég er að fara til tannlæknis núna eftir korter. úff hvað ég/mig/mér kvíður/kvíði fyrir. ég er svo skelfing hrædd við tannlækna. ekki að þeir séu eitthvað hryllilegir, hvað þá að hún Ásta sé ógurleg, þar sem hún situr sönglandi og gerir við geiflurnar í manni. en úff! öll þessi tæki og tól, tala nú ekki um þessi sem eru tengd við rafmagn og gefa frá sér svona bzzzzzzz hljóð? hvernig getur þetta verið gott fyrir mann?
rafmagn og munnur? á þetta að vera eitthvað grín?
ég vildi allavega ná að kveðja hinn himneska Bloggheim, ef ég skyldi deyja úr stressi áður en til tannviðgerða kæmi.
reyndar er ég alfeg ofsalega þreytt. kannski ég sofni bara og þegar ég vakna er þetta ALLT saman búið :D mikið væri það nú indælt...
Þetta er Snilld :)
ég fór í sund í morgun, voða dugleg. og mamma kom með! hressi jarðfræðingurinn reif sig á fætur og tölti í sund með tótu sinni. ef við værum ekki svona BUTT-leiðinlegar á morgnana og fúlar, hefðum við vel getað átt "kvolití tæm" en við gerðum þögult samkomulag um að þegja. enda er erfitt að tala saman í sundi. en hressar vorum við eftir á og blöðruðum eins og blöðrur... hmmm.
en ásbjörn bróðir minn fór í massafílu, þurfti nefnilega að vakna sjálfur og finna skóladótið sitt alfeg upp á eigin spýtur. æj. og ekki nema 11 ára. litla skinnið. enda var hann hálfgrenjandi þegar við mættum honum og hafði ekki fundið skólatöskuna sína.
gaman að því hvað yngri systkini geta verið ótrúlega óhæf í einfalda hluti.... (ekki þú Dagga mín)