miðvikudagur, apríl 30, 2003

ég fór í sund í morgun, voða dugleg. og mamma kom með! hressi jarðfræðingurinn reif sig á fætur og tölti í sund með tótu sinni. ef við værum ekki svona BUTT-leiðinlegar á morgnana og fúlar, hefðum við vel getað átt "kvolití tæm" en við gerðum þögult samkomulag um að þegja. enda er erfitt að tala saman í sundi. en hressar vorum við eftir á og blöðruðum eins og blöðrur... hmmm.
en ásbjörn bróðir minn fór í massafílu, þurfti nefnilega að vakna sjálfur og finna skóladótið sitt alfeg upp á eigin spýtur. æj. og ekki nema 11 ára. litla skinnið. enda var hann hálfgrenjandi þegar við mættum honum og hafði ekki fundið skólatöskuna sína.
gaman að því hvað yngri systkini geta verið ótrúlega óhæf í einfalda hluti.... (ekki þú Dagga mín)

Engin ummæli: