þriðjudagur, febrúar 04, 2003


í dag er það tóta skrítna sem mætti í vinnuna. meira að segja Hrafn hætti að píra augun í smá stund og glápti framan í mig með undrunarsvip. ég er nefnilega gleraugnalaus. og það er nú ekki alltaf. enda eru linsur ekki mjög hentugar í mín skökku og ljótu augu. ég sé ekki nógu vel og mig svimar. gott hjá mér samt.
en málið er að í gær jugguðust gleraugun mín í sundur á hægri hjörinni. vitaskuld hljóp ég (svo gott sem blindandi) niður í Verslunarmiðstöðina F j ö r ð og bað fólkið í gleraugnabúðinni um að gera við gleraugun mín grátandi. þeas, ég var grátandi, en þau flissuðu bara að mér. enda gátu þau ekki kvartað, öll með brillurnar á nefunum... þau verða tilbúin eftir hádegi.
gleraugun mín, þeas, ekki nefin á fólkinu í gleraugnabúðinni.