ég skrifaði einu sinni mjög skemmtilega framhaldssögu með honum Atla Tý og þið gamla fólkið muni kannski eftir henni, en hún hét Ævintýri Lertaríós I (eitt) og II (tvö).
síðasta sumar fór ég svo af stað með aðra svona framhaldssögu, sem fjallaði um frekar mikinn töffara að nafni Lúðvík Lárusson. ótrúlegt en satt þá fannst fólki hún bara ágæt, en eftir 7. kaflann fékk ég hægðatregðu og hef verið með síðan. mig langar nú samt til að freistast til að klára Lúlla greyið og það gerist ekki nema fólk lesi hina 7 og finnist gaman, hvetji mig mjög mikið og segi að ég sé sæt.
þannig að hér til hægri, neðst á linka-dálknum er skoðanakönnum um það hvort Lúðvík sé hæfur fyrir almenning.
Kjósiði eða ég breyti bakgrunninum í bleikt og letrinu yfir í svart!
KjóSIÐ! (plís)
þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, maí 08, 2003
hér með lýsi ég opinberlega yfir áhyggjum mínum af Óperustúdíói Austurlands. þar á ég að spila í óperu í "lok maí, byrjun júní".
ég er komin með nótur en þar með er það líka upptalið.
lok maí er...?
byrjun júní?
hvernig væri að fara að senda manni almennilegar upplýsingar um málið svo maður geti nú farið að fá sér frí í vinnunni og svona? það liggur við að ég fari af stað að hringja í fólk! samt ekki, enda símafælin með eindæmum.
málið er nottla aðallega það að ég þarf að spila í brúðkaupi hjá égveitekkihverjum 31. maí og svo eru einhverjir Butt-Leiðinlegir Listahátíðar Hafnarfjarðar tónleikar 2. júní. reyndar eru skipuleggjendur þessarar "hátíðar" af lakara taginu, svo ég hef það ennþá inni í myndinni að tónleikarnir verði ekki.
en þetta þarf að fara að komast á hreint!
ég er komin með nótur en þar með er það líka upptalið.
lok maí er...?
byrjun júní?
hvernig væri að fara að senda manni almennilegar upplýsingar um málið svo maður geti nú farið að fá sér frí í vinnunni og svona? það liggur við að ég fari af stað að hringja í fólk! samt ekki, enda símafælin með eindæmum.
málið er nottla aðallega það að ég þarf að spila í brúðkaupi hjá égveitekkihverjum 31. maí og svo eru einhverjir Butt-Leiðinlegir Listahátíðar Hafnarfjarðar tónleikar 2. júní. reyndar eru skipuleggjendur þessarar "hátíðar" af lakara taginu, svo ég hef það ennþá inni í myndinni að tónleikarnir verði ekki.
en þetta þarf að fara að komast á hreint!
það eiga ekki allir jafn auðvelt með að sofa yfir sig, en mér tókst með hreint einstaklega snilldarlegum hætti að sofa TVISVAR yfir mig í morgun. ég ætlaði nefnilega í sund kl. 7, en vaknaði 7:10 (sem var reyndar bara fínt, vegna þess að allt ÚBER hægfara gamla fólkið var þá farið yfir í suðupottana og ég gat synt í rólegheitum ein á brautinni og svo var sólin komin það mikið upp að hún skein á mig allan tímann -FREKNUR!). svo þegar ég kom heim var strætó nýfarinn. "ég ætla undir sæng í 10 mín. mér er svo kalt" sagði ég stundarhátt við sjálfa mig, stillti símann á 7 mínútur og svaf í 20.
svo ég missti aftur af strætó. gott hjá mér!
en af því að ég er svo sniðug hugsaði ég mér gott til glóðarinnar... "ah.. ég fer bara niðrí miðbæ, kaupi mér hádegis mat í 10-11 og þá þarf ég ekki að fara út í búð í hádeginu" ég arka niðrí bæ og mér til mikillar undrunar er TÍU-ELLEFU lokað klukkan KORTER Í NÍU.
smart.
en góðu góðu góðu konurnar í bakaríu brostu til mín og seldu mér kaffi 2-GO og kringlu, sem ég smyglaði í strætó af mikilli kænsku (það má sko ekki vera með kaffi í strætó) og var mætt í vinnuna um hálf tíu leytið. mætti svo honum Benedikt í útidyrunum og hann var alfeg miður sín yfir að hafa sofið yfir sig.
"HAH!!!" sagði ég þá... "þú ættir bara að vita hvað kom fyrir mig!"
svo ég missti aftur af strætó. gott hjá mér!
en af því að ég er svo sniðug hugsaði ég mér gott til glóðarinnar... "ah.. ég fer bara niðrí miðbæ, kaupi mér hádegis mat í 10-11 og þá þarf ég ekki að fara út í búð í hádeginu" ég arka niðrí bæ og mér til mikillar undrunar er TÍU-ELLEFU lokað klukkan KORTER Í NÍU.
smart.
en góðu góðu góðu konurnar í bakaríu brostu til mín og seldu mér kaffi 2-GO og kringlu, sem ég smyglaði í strætó af mikilli kænsku (það má sko ekki vera með kaffi í strætó) og var mætt í vinnuna um hálf tíu leytið. mætti svo honum Benedikt í útidyrunum og hann var alfeg miður sín yfir að hafa sofið yfir sig.
"HAH!!!" sagði ég þá... "þú ættir bara að vita hvað kom fyrir mig!"
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)