laugardagur, febrúar 17, 2007

sætar stelpur hafa aldrei hægðir...



einhver sem ég bý með (samt örugglega ekki Mark) keypti um daginn svona ilm-drasl til að hengja innan í klósett til að gera góða lykt.
heima hjá mér er reyndar vaninn bara að þrífa klósettið þegar svo ber undir og þessvegna hef ég sjaldan, ef ekki bara aldrei haft svona tækniundur undir sjálfri mér komið.
það angrar mig samt svolítið (aðallega andlega) að setjast niður á þessum merku tímamótum í degi hvers manns (ef allt er í ókei-inu og engin anórexía í gangi eða stífla) og svo stuttu seinna gýs upp..... RÓSALYKT?

sá sem veit hvaða hljómsveit og hvaða lag titillinn er úr á inni hjá mér 2 rúllur af tvöföldum ljósbleikum skeinó.