mánudagur, september 22, 2008

loks

er ég farin að geta gengið, setið, legið og beygt mig. fékk svona líka hroðalega magakveisu á fimmtudag og ákvað að nota helgina í ákaflega huggulega legu/setu. ógeð.
það ætti að banna fólki aðverða svona veikt.
reyndar var mér hjúkrað af miklum móð, borið í mig vatn og... uh vatn. hélt engu niðri og hafði enga matarlyst svona framan af. lenti svo í því (örugglega fyrsta og síðasta skipti) að vera svo að segja neydd í að drekka Gammel Dansk. það slær á, trúið mér.
en svona til að móðursjúkir lesendur rói sig, þá var þetta ekkert alvarlegt, bara "magakvef" eins og læknirinn sagði (ákvað að skella mér til áður óheimsótts heimilislæknis í verstu rokunum). sumir æla og sumir fá hita og sumir bara liggja og emja eins og ég. gerist.
hrumpf.
ekki það ég hafi verið fúl að þetta væri nú ekki eitthvað gríðarlega mikil veiki, en mér fannst þetta heldur þunn útskýring á svona miklum verkjum. en núna þegar þetta er eiginlega allt búið lítur dæmið mikið betur út og sé fram á að arka hress og kát til vinnu í fyrramálið.
svo er bara að vinna upp allt það sem helgin átti að fara í. skemmtilega hresst að vera búin að plana heila helgi í æfingar, þrif og framkvæmdir og þurfa svo bara algjörlega að ýta þeim á undan sér. en á maður ekki bara að vera þakklátur fyrir að komast yfir þetta? held það :)

annars allt í góðum gír á Hjöddanum, ég meira aðsegja skellti mér á flug til London í nóvember. fékk það á svona líka góðum prís, 18000 kall. af því voru bæði flugin (út og heim) um 7000 en hitt skattar og gjöld. næs?

en mikið er Beethoven píanókonsert nr. 5 annars fallegur. mmmm....