sunnudagur, mars 02, 2008

Gordon Brown og Daniel Craig



ég dugleg í photoshop? ó já.
ekki oft sem birmingham kemst í fréttirnar en það var nú klausa á mogganum um Gordon Brown og partýið hans í Birmingham. og heldur betur partý. frá því á fimmtudag hefur smá saman verið að stúka af og loka Broadstreet hérna í birm, sem er ein af stæðstu götunum og mikil umferðaæð gegnum miðbæinn.
þessu mætti líkja við það að sjálfstæðisflokkurinn héldi ársfund í Þjóðleikhúsinu og Laugavegi og Hverfisgötu væri lokað fyrir allri bílaumferð. en ekki nóg með það, löggur stóðu á 20m fresti og allar ruslatunnur voru fjarlægðar, allir almenningsbekkir í kringum fundarstaðinn voru stúkaðir af með risastórum steypuklumpum og "security seal" límmiðar settir á öll vatnsföll. ótrúlega speisað. það skrítna var að maður dauðvorkenndi löggunum að þurfa að standa þarna eins og aular allann daginn, þær litu eiginlega út eins og dyraverðir eða eitthvað svoleiðis.
sem betur fer þurfti ég ekkert að fara útúr húsi um helgina (svo ég gerði það heldur ekki), en vinkona mín þurfti að leggja á sig töluverðar krókaleiðir til að komast leiðar sinnar, þar sem öllum strætóferðum um þessa götu var beint aðrar (og skringilegri) leiðir.

reyndar skottaðist ég útí Safesbury's í dag, það er arababúllan mín. þurfti að kaupa púðusykur og flórsykur. Daniel Craig átti nefnilega afmæli (varð FERTUGUR) svo mér fannst alfeg ófært að baka ekki köku. svo ég bakaði gulrótarköku. það voru reyndar bananar í henni líka og einhverra hluta vegna var meira bananabragð heldur en gulrótar. oh well, cant win them all. en við settum á hana bleikt afmæliskerti og Linnéa byrjaði að syngja afmælissönginn en fékk illt augnaráð svo hún hætti.
vorum hálf svekktar að Danni C. skyldi nú ekki láta sjá sig (í bláu sundskýlunni) en vogun vinnur, vogun tapar eins og segir í sumum páskaeggjum.
mánudagur á morgun, eftir þennan mánudag er einn eftir í birmingham og svo er ég komin heim í páskafrí! get ég beðið? varla.

kyss and a knús

nýr sambýlingur og tin hat trio

fór út í búð í gær, æfði mig smá og tók til smá.
svo kom hún Yael til mín um sjöleytið og þarsem ég var að enda við að búa til súpu bauð ég henni og x-kærastaunum hennar til málsverðar. það var bara ágætt held ég. yael ætlar að fá að gista í stofunni okkar í nokkra daga af því að konan sem hún leigði herbergi af tjúllaðist. yael s.s. fór út á svalir að reykja Í NÁTTFÖTUNUM um miðjan dag á meðan hún var að sjóða sér pasta.
um að gera að vera soldið kreisi þegar maður er eldgömul kelling.
en það er bara stuð að fá annan sambýling. tala nú ekki um þegar ég hef MEÐ BERUM AUGUM séð hana vaska upp allt leirtauið og þvo af eldhúsborðinu! :D þannig að hún er strax (eftir 5 tíma búsetu) komin hærra í hreinlætisskalanum en svíarnir.
Guði sé lof fyrir Ísraelskar konur.
mallinn er ekki ennþá búinn að ákveða sig hvort hann vilji vera næs eða nastí, svo ég ætla til alvöru læknis á morgun, ég verð með stóra tónleika eftir 12 (OMG!) daga og þá nenni ég sko ekki að vera bryðjandi íbúprófen. annað sem er skemmtilegt er það að þessa helgi hef ég sofið 10+ tíma á nóttu. rosalega er það hressandi :)
en jæja.
kannski best að sarga smá.

eitt enn, var að fatta nýja hljómsveit sem heitir Tin Hat Trio. hún er æði, þjóðlaga, indí, bossanóva ég veit ekki. og eitt af fáum undantekningum (önnur undantekning er Sea Bear) þar sem fiðlan er ekki hallærislegt aukahljóðfæri sem enginn myndi taka eftir ef vantaði.
sem á nú reyndar við um svo margt....
djók.