þriðjudagur, október 21, 2003

Eels
nú veit ég ekki hversu vel lesendur þessa bloggs eru að sér í nútímatónlist, þeas veraldlegri nútímatónlist, aka rokk, popp og annað þvíumlíkt.
ég á nefnilega eina svona uppáhaldshljómsveit (reyndar eru þær frekar mikið fleiri.. en allavega) sem heitir Eels. þetta er einhver grúbba frá usa, en góðir þrátt fyrir það blessaðir. sérstaklega eru textarnir algjör snilld og þar semég er nú að hlusta á þetta núna í þessum töluðum orðum núna þá er núna ekki úr vegi vert að henda honum hingað. núna.
en þetta lag er af nýjasta disknum þeirra sem heitir svo mikið sem "Shootenanny!".
hvað sem þá á nú að þýða...


Restraining Order Blues

Life goes on
Nothing is new
Judge made it clear
I can’t be near you
Everybody knows that I’m not a violent man
Just someone who knows he’s in love

I made mistakes
Everyone does
Don’t know why I did
I guess just because
No one gets through to me the way that you do
Now I know I’m in love

Baby, it’s a little much
To never touch you
When I know I’ll never
Find another love like this

Life goes on
Nothing is new
Passing the days
Thinking ‘bout you
Everybody knows that I’m not a violent man
Just someone who knows he’s in love


Pósturinn með skrítna hárið.
ég fékk bréf frá honum Eyfa mínum í gær!
oh hvað það var gaman :D skrifað á jah... E-BE-LEIKAN pappír með ofsalega fínum rauðum penna. það lá við að það væru lítil hjörtu í hornunum og allt angandi í ilmvatnslykt. svo sagði hann að ég væri hæfileikarík og falleg *snökt-snökt*. það er þá allavega EINN þarna úti sem er búinn að átta sig á hinum heilaga sannleika :) annars var ég svona að spá í að skrá mig í munkaklaustur í s-frakklandi við fyrsta tækifæri. þá get ég bara verið í rólegheitum, fengið hitaeiningasnauðan mat (orðið mjó), appelsínugul föt (fer mér ekkert SMÁ vel að vera í orange), hugsað rosalega mikið og hvílt augun (sofið) og jafnvel æft mig myrkrana á milli, sungið og dansað og fundið hið fullkomna jafnvægi. (hvaðan kom þetta?)
svo get ég samið þunglyndar sögur um fólk sem er klætt eins og fávitar og fær bara grjón að borða. gæti orðið hitter, svona eins og Tómas Jónasson metsölubók. oj hvað það er leiðinleg bók, ég gat ekki einu sinni klárað hana, hún var svo leiðinleg. samt var það metsölubók. markaðssetning, ekkert annað. eða það.
reyndar fékk ég nú líka annað bréf, og það frá henni Sunnu Sveins í Danmörkunni! þá brá mér nú aldeilis í brúnu augabrúninni (hin er græn sko), eða svona þannig. datt bara ekki í hug að hún myndi senda MÉR bréf... en gaman var það og ég get varla beðið eftir að kmoast heim að skrifa bréf. ég elska að skrifa bréf, finnst það eiginlega skemmtilegra en margt annað. og þessi hræðilega tjáningarstífla sem annars heftir mig GífurLega mikið alla aðra daga, er aldeilis ekki mikið sjáanleg þegar ég er með blað og penna ;)
en svona svo að þessi póstur sé í stíl við fyrirsögnina verð ég aðeins að tala um póstburðarmenn á íslandi, og þá aðallega póstmanninn sem ber út í hverfinu mínu (ætla ekki að gefa það upp, svo hann verði nú ekki fyrir aðkasti). en hann er með ofsalega skrítið hár. einhvernvegin eldrautt en samt grátt og Hvítt.
weirdo.
og hvað er annars málið með póstinn hérna á íslandi? í RAUÐUM FLÍSPEYSUM!!!! hvað er málið með það? jújú þeir fá nú derhúfur svona fyrir lúkkið, en KOMMON! sjáiði beibin í englandi. í stífuðum buxum, næstumþví lögguskyrtum og með KÚL húfur, í burstuðum lakkskóm og með Bindi. Yeah baby! þetta er karlmenn sem maður vill endilega að komi við umslögin manns, ef þið vitið hvað ég meina ;)
Það stoppaði stór trukkur á rauðu ljósi í Reykjavík. Ljóshærð kona
stekkur út úr bílnum sínum, hleypur að trukknum og bankar á dyrnar.
Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna og hlustar á hvað hún hefur að segja.

"Hæ ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu.
Bílstjórinn gerði ekkert með þetta og hélt bara áfram.

Þegar trukkurinn stoppaði aftur annars staðar á rauðu ljósi, stoppaði
stúlkan hann aftur. Hún stökk út úr bílnum sínum og bankaði á dyrnar hjá
bílstjóranum. Aftur skrúfaði hann niður rúðuna. Eins og þau hefðu
aldrei talað saman, sagði sú ljóshærða skýrt og greinilega:

"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu. Hristandi
hausinn, hunsaði bílstjórinn hana aftur og hélt áfram niður götuna.

Á þriðja rauða ljósinu, þá gerðist það sama. Eins og stormsveipur stökk
sú ljóshærða út úr bílnum, hljóp að dyrum bílsins og bankaði.

Bílstjórinn skrúfar niður rúðuna. Enn og aftur segir sú ljóshærða:
"Hæ, ég heiti Lísa og þú ert að missa hluta af hlassinu þínu."

Þegar það var komið grænt ljós, keyrði trukkurinn af stað með það sama að
næsta ljósi. En þegar hann stoppaði í þetta skiptið, dreif hann sig út úr
trukknum og hljóp aftur að bíl ljóshærðu konunnar. Hann bankaði á
bílrúðuna og þegar hún skrúfaði hana niður, sagði hann: "Hæ, ég heiti
Birgir, það er vetur í Reykjavík og ég er að keyra SALTBÍLINN."
ÞREYTT tóta...
er leiðinleg á morgnana, langt inn í hádegið og stundum fram á kvöld. þess vegna svaf ég til hálf ellefu í morgun og æfði mig ekki neitt.
jibbí!
svo að ég er kát og hress og til í tuskið. (nei)