fimmtudagur, nóvember 04, 2010

om nom nom nom nom

nú hef ég þrifið íbúðina hátt (uh... nei glætan ég fari að þrífa loftin hérna) og lágt, bakað skinkuhorn og hjónabandssælu. svo stendur einnig til að henda í einn brauðrétt. allt vegna þess að elskulegur eiginmaður minn verður með KaDla-klúbb í kvöld. anti-femínisti. eins gott það fréttist ekki af þessu, þær myndu klárlega senda á mig einhverja skýryrta kvensu með þau skilaboð að ég ætti að láta manninn sjálfan um að undirbúa sín karlakvöld.
en satt best að segja finnst mér það ekkert mál ða undirbúa eitt svona kvöld fyrir karlakreyið meðan hann er í fullri vinnu og skóla.
annað skemmtilegt frá þessu KaDla-kvöldi að segja, er að þetta er í annað skipti sem ég "aðstoða" (lesist: sé um) undirbúning svona kvölds og þá vorum við jónsæti nýbyrjuð í geðveikinni hjá Hrönn (sem ég sakna þvílíkt... fátt betra en að svitna blóði -næstum) og vorum búin að taka matarræðið alfeg í gegn. s.s. enginn sykur, ekkert hveiti og allskonar. svo kaDla greyin fengu bara sykurlausar kökur, osta og reyndar vöfflur (sem í var enginn sykur). þetta var vitaskuld mikið sjokk fyrir greyin... ekkert kók/spræt/fanta, engar rjóma-marengskökur og ekkert súkkulaði í skálum á hverju horni.
og nú vill svo SKEMMTILEGA til að við jónsæti erum (já ok, EINU sinni enn) að taka okkur á í matarmálum, svo hvað fá karlarnir? jú ekkert nema sykurlaust drasl, osta og kex. Og 3 könnur af vatni. HMOOOAAH!
það fyndna er, að síðan síðasta kaDlakvöldið var höfum við hjónin þvílíkt sukkað í nammi og kóki og snakki og égveitekkihvað. svo er bara sett upp eitthvað diet-bros þegar kaDlarnir koma, híhíhíhí :D

ok róleg með linkana