sunnudagur, desember 31, 2006

prumpandi velgengni

svaf 10 tíma síðustu nótt og lagði mig svo um 3 leytið og vaknaði við fréttirnar. dreyndi að gellan sem gaf út matreiðslubókina var að taka viðtal við einhverja starfssystur sína sem var á leið í skipti vinnu (svona eins og skiptinemi) til Keltlands og var mjög spennt yfir að læra keltnesku.
tryllt stuð.
svo bara gamlárs á morgun... hell yeah.
miss tót verður í trylltasta partýinu og býst klárlega við að smallaðar verði rúður og kveikt í öskutunnum, svo maður tali nú ekki um ofsadrykkju, eiturlyf og strippara.

verð semsagt hjá tengdó.
þau eru áttræð.

mánudagur, desember 18, 2006

stóóóóóóóóri laaaaampinn

jessör krakkar mínir... kellingin bara komin í vinnuna. fæ semsagt eitthvað lítið og löðurmannslegt að gera hér á í jólafríinu. veitir ekki af aurunum to tell the truth...
reyndar er soldið á huldu hvað það er sem ég á að vera að gera, en það kemur nú vonandi í ljós fyrr en síðar. allavega síðar ef ekki fyrr.
fór í hið huggulegasta kakó og kökuboð í gær hjá krútinu henni Guðný Birnu, eða DjíBí eins og hún er kölluð af gárungum. hitti þar fyrir hið myndarlegasta fólk og voru rifjaðirupp gamlir tímar. ennþá eldri en ég var búin að gera mér grein fyrir... vissuði að það eru 5 ár síðan það var árið 2001? nei bara svona pæling. allavega þá hefði ég gjarnan vilja vera mikið lengur og borðað mikið meira af lakkrís-smákökunum. sjett hvað þær voru góðar.
jamms í jamm jamm jamm.

fór í ræktina í morgun. það var hell boring. held ég einbeiti mér að því í framtíðinni að hætta að borða, svona í staðinn fyrir að lenda alltaf í þessu sprikli á nokkurra ára fresti þegar ég fatta hvað ég er orðin feit. hoho.

svo spilaði ég á tvennum tónleikum á sunnudaginn og það var mjög gaman. Hildigunnur tók reyndar athyglissýkikast rétt eftir hlé og lét fólk halda að hún hefði brotið fiðluna sína. sem hún var ekki búin að. hefði samt verið töff... sé hana ía anda standa bara upp og smalla fiðlunni á hausnum á sér, öskra svo eitthvað pólítískt.... "ÞJÓÐGARÐ Á KÁRAHNJÚKA!" eða eitthvað og bíta svo trélufsurnar sem eftir væru af fiðlunni og hrista hausinn í tryllingi eins og brjálaður hundur. neibara pæling...

ÞAÐ væru almennilegir SÁ tónleikar.

Guðný Guðmunds datt líka næstum því í uppklappinu svo að salurinn tók andköf.
Sif vorkenndihenni en mér fannst þetta bara fyndið og gott á hana. en ég er nú líka frekar mikið kvikyndi og illgjörn í anda.
jæja nú er best að þegja áður en viss hópur manna og kvenna nær í kaðal til að hengja mig með.

hmoooaaah.

ps- kaffi er gott og það á eftir að ryksuga ganginn heima hjá mér

laugardagur, desember 16, 2006

nammi nammi namm!

komin heim í heiðardalinn og er mjög kát með það allt saman.
lét svo plata mig í 2 gigg á sunnudaginn sem næstum því skarast, en þó ekki. smart :)
fékk æðiæðiæðislega crocs skó frá mömmu í afmælisgjöf (ok ég hjálpaði aðeins) og er ekki búin að fara úr þeim.
það er gaman.
er að bíða eftir jónisæta sem var að hjálpa vini sínum með einhverja tölvu útí bæ. venjulega er hann nú reyndar ekki mjög tölvu-hjálplegur, en þar sem það var víst honum að kenna að talvan var biluð þá gerði hann undantekningu. haha. en hann er nú samt á leiðinni heim og ætlar að kaupa eitthvað mæjhjong að borða á leiðinni. vona að það sé gott. annars er hinn sæti í einhverju brjálæðislegu heilsuátaki og maður er eiginlega neyddur til að taka þátt. svossem ekkert slæmt... bara erfitt að standast allt þetta góóóða ííííslenska nammi.
nammi namm.

en jæjajæja, wagner æfir sig ekki sjálfur.

ps- er með gamla númerið ef einhver vill heyra í mér hljóðið (er í h-dúr)

fimmtudagur, desember 14, 2006

á leiðinni...


sit við tölluna og legg Spider kapal, bíð í ofvæni eftir því að klukkan verði nógu mikið til að ég geti farið að leggja af stað :) tek lest hálf tvö beint á stansted. tekur reyndar 3 tíma og hálfan, en í staðinn þarf ég ekki að fara niður í miðju helvítis og ferðast fram og til baka í svokölluðu Tjúbi. mikill kostur.
svo er ég líka með víóluna svoég get kannski bara æft mig. hoho :) eða ekki.
reyndar er ég þvílíkt búin að undirbúa mig af því ég er svo stressuð að fólkið á flugvellinum reyndi að senda pólsku ástina mína í flugvélalestin :( en samkvæmt www.BBA.co.uk sem er síða fyrir alla flugvelli í bretlandi þá eru "musical instruments" leyft AUK einnar tösku í handfarangri. ég var náttúrulega mjög sniðug og prentaði þessa síðu út svo ég get bara troðið henni framan í fólk ef það fer að abba sig. svo ég er líka búin að skrifa iceland express og þeir sögðu þetta væri meira en lítið í lagi.
púha.
ég er bara ekki alfeg hress á að vera að rífast við eitthvað skrifstofufólk. en svona er nú það. svo er ég búin að downloada fullt af jólalögum svo ég verð í trylltu jólastuði þegar ég lendi um ellefu leytið í kvöld :)

sjáumst heima!

þriðjudagur, desember 12, 2006

taaaaakk

takk takk takk öll elskurnar mínar sem senduð mér sms eða comment eða bara hugsuðuð FALLEGA til mín!
þetta var sveimérþá bara ansi ágætur afmælisdagur... reyndar aldrei lent í þessu, en ég hlakka meira til að koma heima á fimmtudaginn heldur en að eiga afmæli. weird.
en það er nú kannski af því að ég fæ alla pakkana mína þá! :) hoho

elska ykkur öll
knús og...

ég á afmæli....

í dag!!
húrra húrra.
tilhamingju ÉÉÉÉÉÉG!

'myspace

mánudagur, desember 11, 2006

þessir tenórar!

http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1240786

þvílík drottning. best finnst mér samt síðasta línan. hvað ætli þeir hafi látið hringja lengi? og ætli einhver hafi setið við símann og hugsað með sér: "úff þettaer mogginn... ég ætla EKKI að svara"

hálftími

:)

sunnudagur, desember 10, 2006

held ég nú

er að teikna/lita jólakortin í ár. þau verða spes... alfeg búin að gleyma hvað er gaman að föndra, maður hættir alfeg að hugsa og bara dúllast eitthvað. aaah já, gott að hvíla toppstykkið aðeins.
keypti jólagjöf í dag. svo ætlaði ég að kaupa aðra, en búðin var lokuð (enda klukkan að verða 6 á sunnudegi). ég var reyndar soldið kát með að hún skyldi vera lokuð, vegna þess að hún opnar aftur á morgun og þá með HEVÍ útsölu.
soldið skrítin tímasetning... þetta er örugglega eitthvað sölutrikk hjá þeim, en sama er mér ef það sem ég ætlaði að kaupa verður fyrir vikið ódýrara. veitir ekki af þar sem ég er gjörsamlega hangandi á nöglunum og bíð í ofvæni eftir borguninni frá gigginu sem ég gerði um daginn uppísveit.
það held ég nú.
Barrokk kontrapunktur í fyrramálið, verð að fara að drífa mig í lúllann, vonandi þurftum við ekkert að læra heima... :s kemur í ljós, hoho.

laugardagur, desember 09, 2006

sjálf ég sjálf

ég er sjálfhverf. held það sé orð. allavega þá er ég að hlusta á jóladiskinn hennar Þórunnar Guðmunds og mér finsnt bara gaman að hlusta á lögin sem
1)ég gerði textann við eða
2) ég er að spila. hoho.
mér til afsökunar má taka það fram að þetta er eini jóladiskurinn sem ég er með hér í eymdinni (birmingham). óþarfi er líka að taka það fram það þetta ERU langbestu lögin ;)
svo er ég bráðum að fara að setja upp jólaseríu í herbergið mitt (þegar ég nenni... gæti verið eftir smá stund). maður er kominn í svo mikið stuð. reyndar er ekkert að marka neitt jólastuð fyrr en ég heyri Jólagesti með Björgvini Halldórs, þá fyrst blómstrar jólaskapið. það er Beeeeeesti jóladiskur í heimi (ekki satt mamma?) :D þá vil ég sérstaklega benda fólki á lagið þar sem aumingja Bó gengur um í rifnum fötum og börnin virðast vera "ekkert skaðleg".
mesta snilld í heimi.
annars er ég bara nokkuð hressá pakkanum, stakk af óperusenu sýningu í skólanum í hléi. þvílík hörmung. skil ekki alfeg hvað er í gangi með standardinn í þessum skóla. (hvað standard? þeir hleyptu mér inn hoho). svo bara styttiststyttist, kem heim 14. des :D

miðvikudagur, desember 06, 2006

sjö og hálfur

núna eru 3 þjóðverjar (að minnsta kosti, einhverjir gætu verið að fela sig) niðri í stofunni minni svo ég nenni ekki niður að fá mér að borða, þó ég sé solið svöng og alls ekkert í ófélagslyndu skapi.
en góðu fréttirnar eru aldeilis að hrannast uppp hjá mér :D búin að finna hvað ég ætla að gera jónisæta í jólagjöf (PÚÚÚÚ HAAA!), fékk bækurnar frá amazon sem ÉG ákvað að gefa MÉR í afmælisgjöf, æfði mig mjööög mikið svo ég er ekki lengur mjööög stressuð yfir að fara í tíma á morgun og uh... ég ´þurfti ekki að bíða eftir strætó, því hann kom um leið og ég var komin á stoppistöðina.
svona er nú mikið stuð í birmingham á miðvikudögum.

áf víder (eins og fólkið niðri myndi segja)

fly fly away... you´re a BUTTERFLY.

Derelieght!

aftur orðin ein af fjórum, David fór í morgun back to america, eins og segir í laginu. sumir eru örugglega ansi fegnir en mér finnst þetta eiginlega soldið sorglegt, hann tók líka allt draslið sem ég var að geyma fyrir hann undir rúmi svo nú er allt ennþá meira sorglegt. það er gaman að vera með gesti.
svo er ég að mana mig uppí að klæða mig og drífa mig í skólann. þarf að æfa mig í 15 tíma í dag svo égnái að vinna upp kæruleysið um helgina :S en mér til afsökunar hef ég stórtónleika sem ég spilaði á mánudagskvöld. það var nú meira ævintýrið og þarf held ég auka færslu fyrir sjálft sig...
jæjajæja af stað með þessa gæru.