í dag var hroðalega gott veður hér í börminu, sól og heitt og ég veit ekki hvað og hvað. mér tókst að forða mér frá bruna með því að hlaupa inn um leið og ég fann brunalykt stíga uppúr hálsmálinu öskrandi "i don´t want to burn my skin black!" og sá fyrir mér svarta brunarúst svona eins og þegar pabbi er að steikja kótelettur (kót E lettur? er það frekar kót I lettur? nú fer ég að koma með íslenskuhornið mitt aftur... þetta gengur ekki!) en sólbaðsfélagi minn David skammaðist sín hins vegar hrikalega þar sem einn af sekjúrití köllunum stóð rétt hjá okkur.
og hann er kolsvartur (vinnur aðallega næturvaktir þá sjá bófarnir hann ekki -djók).
en það er semsagt komið gott veður og því hefst hér með formlega berfætta tímabil tótunnar. ég semsagt legg öllum sokkum og lokuðum skóm þangað til að fer aftur að snjóa.
eða rigna mikið.
eða það sé kalt.
sem minnir mig á það að ég þarf að fara og kaupa mér sokkabuxur sem eru ekki með sokkum á. hvað er það kallað... leggings?
einhvernveginn sé ég bara fyrir mér Duran Duran þegar ég heyri orðið leggings. og túberað hár auðvitað.
talandi um hár þá hrósaði Rivka mér í há(r)steit með þetta flotta nýja hár og sagði að nú gæti maður loksins séð á mér andlitin. öndlötin. svo ég gerði náttúrulega ekkert annað allan daginn en að skipta um andlit og gretta mig. henni fannst ég fyndin, sérstaklega þegar ég hermdi eftir yfirmanni strengjadeildarinnar.
jæja farin að kúka og svo að sofa
góða nótt!