föstudagur, desember 19, 2003

úff hvað ég var að éta mikið núna bara rétt í þessu, ég hreinlega stenda á blístri og get mig hvergi hreyft. kannski líka allt í læ, ÞARF ekki að gera neitt fyrr en á mánudaginn. en ég ÆTLA hinsvegar að djamma eins og mongólíti bæði í kvöld og á morgun. bara svona til þess að geta haldið uppá það að vera ekki búin í prófum, af því að ég fór hvort sem er ekki í nein.
jeij.
svo verður maður víst að skrifa ekkvað um hljómeykistónleikana í gær, en ég bara hreinlega nenni því ekki. :p svona getur maður verið hrottalega latur og leiðinlegur. svo var ég (mér til mikillar gleði og ánægju) að fatta það að ég er komin yfir á kortinu mínu. jeij. ég sem á eftir að kaupa nokkrar jólagjafir. úff. en þetta hlýtur að reddast (plís).

þreytt. leið. hrædd. lítil.
ég kláraði Dýrðlegt Fjöldasjálfsmorð um daginn, hún er nú ágæt svossem. ég var ekkert að tapa mér af hrifningu, en hún er fljótlesin og soldið fyndin á köflum. samt ekkert svona "aaaaarrggg ha ha ha HAAAAAAA" fyndin. meira svona miðaldrakall í hægindastól sem hallar sér aftur á bak, lokar augunum og segir "hmmm-hmmm-hmm"
2 drullubollur af 5.

textar eru mjög skemmtilegir. ég var t.d. að syngja mjög fallegt lag í gær sem heitir "þú eina hjartans yndið mitt" og það er algjört bull.

þú eina hjartans yndið mitt (ok, þetta er sætt)
í örmum villtra stranda (liggur á ströndinni í góðum fíling eða? er þetta ekkvað konstant ástand eða bara svona tilfallandi að hann/hún var á ströndinni þegar lagið var sungið... og hvað er málið með villtar?)
þar aðeins bjarta brosið þitt
mig ber til draumalanda (ef einhver er í stemmingu á villtum ströndum hvernig getur brosið hans/hennar borið söngvarann til draumalanda? og ef þetta er Einahjartansyndi söngvarans, vill hann/hún þá ekki fara til villtra strandanna þar sem hann/hún, einahjartansyndið er?)

í þinni finn ég frjálsi brá (frjáls brá? er mikið um ófrjáls augu hér á landi? "heyrðu mig! neineinei, ekkert vera að horfa í þessa átt, augu þín eru undir ströngu varðahaldi okkar hér í "ófrjálsum brám ehf." og við leyfum sko ekkert neinar augnagotur!")
svo fagrar innri kenndir (innri kenndir? magapína? vélindarbakflæði?)
sem seiða til sín traust og þrá (geta innri kenndir manns seitt til sín Traut og Þrá? er lagið ekki upprunalega um þrá? hver vill líka sitja heima hjá sér og Laða til sín þrá? "ooooh, það er svo geggjað að þrá ekkvað.... mmmm! ég ætla að seiða hana til mín strax")
í trú sem hærra bendir. (trú sem hærra bendir? KOMMON!)

bara svona böggast aðeins í ljóðskáldunum, þar sem ég er nú svona líka drullu svakalegt gott sjálf (not)
hérna erlisti yfir hvernigmaður getur sagt "ég elska þig" á öllum tungumálum. svona fyrir þá sem verða "emósjónal" yfir jólahátíðina :)
E-duuuuuujúpar pælingar
fólk getur verið ótrúlega hresst á blogginu sínu. þessi gella hér er að dissa kærastann sinn í tætlur. sem er nú kannski ekki furða. samt soldið fyndið að vera að lesa um líf fólks einhversstaðarégveitekkihvar og þvílík díteils í ofanálag. ætli hún geri sér grein fyrir því að ÉG er að lesa þetta? en henni er örugglega alfeg sama. en væri henniu alfeg sama ef að kærastinn hennar myndi lesa þetta? eða kannski vinir hennar, eða vinir hans? alfeg er mér sama hver les bloggið mitt, svona öllu jöfnu. en samt stundum ekki, vegna þess að maður verður að taka tillit til annarra, og feta hinn gullna meðalveg í að koma upplýsingum á framfæri. ég þoli ekki "tillit til annarra" og heldur ekki "gullan meðalveginn" (sem er bæ ðe vei ekki gullinn heldur grár og fullur af drullugum tuskum). það er svo mikið vesen að vera almennilegur. alltaf að passa sig á hinu og þessu og hinum og þessum. svo er svo óhugnanlega erfitt að vita hvað sumum finnst um sumt, en öðrum um annað. til dæmis fanst einni konu sem ég þekki Mjög Óviðeigandi, Móðgandi og Dónalegt þegar PállÓskar sagði að það væri ekki þurrt sæti í húsinu eftir að einhver gaur söng lagið sitt í Idol. ég sá þetta nú reyndar ekki, en mér finnst allt í læ að tala um píkusafa fyrir framan alþjóð. svona getur fólk verið mis. ég held að ég móðgi stundum fólk alfeg ferlega, en mér er alfeg sama. eins og gellunni sem er sama um að alskonar fólk viti um kærastinn hennar.
en er það kannski rangt? á mér að kannski ekki að vera sama? á ég að reyna að vera almennileg? fyrir hvern á ég að vera almennileg? af því að það er soldið eins og með "hvað sumum finnst", að það er mismunandi hvað fólk telur vera almennilegt. stundum þegar mér finnst ég ferlega almennileg, er fólk í fýlu útí mig af því að ég er svo leiðinleg. stundum fer ég að grenja yfir einhverju sem fólk segir við mig og finnst það agalega vont við mig, en því finnst það bara vera næs. þetta er svo mikið vesen! afhverju afhverju þarf maður endilega að hugsa svona mikið?
svo getur líka verið "gaman" að pæla í orðum og því sem fólk segir. er þetta algjörlega sami hluturinn? eru orð tilfinningar? eru orð sannleikur? eru orð orð? afhverju eru sum orð sönn en sum orð kannski mesta lygi í heimi, þó þau séu alfeg sömu orðin? af hverju virka orð stundum, en stundum ekki?
mig langar í stórt, mjúkt, loðið orð sem er alltaf til og breytist aldrei, sem ekki er hægt að taka úr samhengi og er alltaf satt. og gott. og mjúkt, loðið og stórt. og almennilegt.
illt. kalt. þreytt. flökurt. hrædd.