þriðjudagur, júlí 29, 2003

stundum er maður reiður út í einhvern eða er að rífast og langar til að segja ekkvað voða ljótt. þá dettur manni oft ekkvað svo asnalegt í hug.
en þessi síðahér http://joe.monkeydepartment.com/toys/insult/insult.php gerir þetta fyrir mann, fléttar saman blótsyrði af þvílíkum myndugleik að ég efast um að nokkur sjóari myndi geta framkallað annað eins. Yeah!
þannig að næst þegar maður þarf að rífa kjaft, þá biður maður viðkomandi um að bíða eins og nokkur augnablik, stekkur í næstu tölvu og voilá! maður er kúl, flottur, hipp og hopp og ENGINN getur sagt neitt. HOHOHO!!
jeminn hvað ég hafði það gott í gær!
gargh..... ég get ekki annað en lyngt aftur augunum á nautnalegan hátt og ropað hástöfum svo undir tekur í stóra glugganum á Þjóðskjalasafninu við tilhugsunina.
eftir vinnu fór ég á kvartett æfingu sem gekk vægast sagt mjög fölsk fyrir sig þó allir væru nú mættir og svona, síðan hljóp ég heim og fór í sæta bolinn minn, arkaði eina 5 metra og réðst inní eldhúsið á Blómsturvöllum. þar stóð hinn Mountain-myndarlegi Eyjólfur og átti í engum erfiðleikum með að skella tvemur miðaldakjúklingum inní ofn. ég þóttist þó aðstoða í smá stund svo ég fengi bjór (sem reyndar ég átti) og höfðum við varla hlegið að einhverju bulli nema í örfáar mínútur þegar að Finnbogi svaka-sjarmör kom hress inn með Grískan forrétt sem var sveimmérþábara djövl góður. enda hvítlaukur í ómældu magni.... mmmmm. forrétturinn þá... ekki herr Bogesen.
vignir kom stuttu seinna með kók og perusíder og í kjölfarið hún hjördís með dýrindissallat. við hlóum að Jóðl drottningu ástralíu (ekki spyrja) í 20 mínútur og settumst svo við át.
síðan var bara setið og setið, 2 rauðvíns flöskur og 1 hvítvín gjörsamlega gufuðu upp á nó tæm og síðan þegar öllum var orðið svo bumbult af ofáti að nokkrir máttu sig vart hræra, svonanæstumþví stökk tenórinn frái inní eldhús og kom til baka vopnaður ís og ótrúlega góðu eplapæ. þá var bara að taka á honum stóra sínum og þjappa svolítið í forðabúrinu... sem við og gerðum. en eftir það var ekki hægt að hreyfa sig fyrr en klukkan var farin að ganga 2 um nóttina.
taaaaakk fyrir mig eyfi, Gargh hvað þetta var gott. :D