þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
miðvikudagur, júlí 07, 2010
5 vikur
haldiði ekki ég hafi fundið hálft box af piparkökum inní skáp?
jeminn hvað það gladdi mig mikið, þó súkkulaðirúsínur hefðu vitaskuld glatt mig heilmikið meira. það er nú reyndar ekkert gott fyrir mig að vera að borða svona óhollt, held allavega að bjúgurinn/bjúgin/bjúgirin/bjúgrin á fótunum á mér minnki ekkert við það. einhverja hluta vegna finnst mér lappirnar á mér soldið sætar svona feitar, hver þarf hvort sem er að vera með sýnilega ökkla? svo er hægri löppin feitari, þvílíkur karakter!
talandi um smábörn þá vorum við að fá lánaðan ömmustól (hvað er málið með það nafn? var þetta notað á ömmur?) frá vinkonu vinafólks okkar sem við þekkjum ekki. en það var reyndar með hennar samþykki og soldið fyndin saga fylgir, en hún er bara fyrir lifandi eyru (allir að koma í heimsókn ;). Óskar var fljótur að draga þá ályktun að stóllinn væri sérstaklega kominn til að auka úrval svefnstaða fyrir hann og lá þar meðvitundarlaus í alla nótt. ég veit hann var þar í alla nótt af því að ég þurfti að fara þrisvar fram að pissa.
eiga ekkisvona bjúgu að draga í sig vatn? mér finnst þau nú geta dregið í sig eitthvað af þessum milljónhundruðum lítrum sem ég virðist þurfa ða pissa á hverri nóttu. oh well. en það gengur allt vel og þetta er allt að verða pínu spennandi :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)