þriðjudagur, maí 26, 2009

Dagur tvö

jæja, þá er ég við það að hlaða ofan í mig 300 grömmum af rófu. hljómar auðvelt?
its not.
en nú er ég s.s. búin að vera í meira en sólarhring á danska kúrnum og hugsa nær stanslaust um nammi. eins gott þessir masókistar banni manni ekki að drekka kaffi, ég hefði ekkert til að lifa fyrir!
hmm... ástæða fyrir offitu númer eitt komin í ljós.

mánudagur, maí 25, 2009

Dagur eitt

jæja þá hefur Frú tótfríður verið á Danska Kúrnum í rúma 4 klukkutíma. gengur bara nokkuð vel... stefnan tekin á að missa 30 kíló.
í vikunni.
nei djók.
annars er það helst í fréttum að ég er að fara að halda tónleika á föstudaginn... almennilegt plögg innan tíðar. er að spá í að gera plaggat. yay!
:)

mánudagur, maí 18, 2009

oooooh yeeeah!

þá hef ég, FRÚ tótfríður harðdal lokið fyrstu önn minni við Kennararéttindadeild háskóla íslands. ég held reyndar að þessi deild heiti eitthvað annað, en þið vitið hvað ég á við. ég geri heldur kannski ekki endilega grein fyrir því að þó ég hafi lokið önninni, hafi önnin lokið við mig. sum fög gengu s.s. ekki jafn vel og önnur.
en það kemur í ljós bara.
í tilefni þessa áfanga tókum við fjölskyldan á H64 nokkur vel valin dansspor.

Try JibJab Sendables® eCards today!


njótið vel :D

sunnudagur, maí 17, 2009

wonderful wrist warmers


alright!
probably my first english blog on this page. yay! thought i'd put my horrid creation of wrist warmers down. not that i assume someone would like to knit it... you never know though. and i know i would be way too lazy for translating it later, and im way better in english knitting abbrevations anyways.
what a nice intro! xD
here we go!

if you want beads now would be the time to force them onto your yarn. i did beads in 4 rows, looks good i think, not too blingie.

CO loose 45 st.

pattern 1:
row 1: *SKP, YO, K(with bead), YO, K2tog*
row 2: K
-repeat 8 times, put bead on every other row

pattern 2:
row 1: * YO, sk2p (slip, K2tog, pull slipped over), YO, K3*
row 2: K
row 3: *K3, YO, K3tog, YO*
row 4: K
-repeat 3 times

pattern 1
repeat 8 times, end with row 2 (K)

border
row 1: *K1, M1, K3, M1, K1*
row 2: *K1, M1, K1, M1, K1, M1, K1, M1, K1*

plz let me know if there are some errors, did half memory, half written down... :)
yay.

miðvikudagur, maí 13, 2009

þriðjudagur, maí 12, 2009

tilmæli

ég mæli eindregið ekki með því að kvenmenn og skotar fari út í dag, en þurfi svo að vera er betra að komast hjá því að vera með báðar hendur uppteknar. eins og þegar maður er t.d. að halda á innkaupapokum.

mánudagur, maí 11, 2009

skilaboð

ég geri nú fastlega ekki ráð fyrir því að þeir sem lesa þetta (insert word) blogg hjá mér fái sent biblíuvers í pósthólfið sitt. enda er það hvorki í tísku né flippað og að einhverju leyti væri hægt að leiða rök fyrir því að biblían sé andvíg inngöngu í Evrópusambandið.
en ég fæ aftur á móti þessi skilaboð og síðustu daga hefur verið að koma vers úr Fyrstu Mósebók. Sagan af Nóa gamla og örkinni hans. auðvitað fer það svo eftir því hvar menn búa, en það er búið að rigna stanslaust hjá mér í 2 daga.
úbs. hver var að leira?

miðvikudagur, maí 06, 2009

við jónsæti eigum von á fólki í heimsókn í kvöld. yay!
en þar sem éger að fara í próf á föstudaginn og á að skila milljón verkefnum í næstu viku þá liggur á að forgangsraða vel í dag.
það sem þarf að gera:

*læra helling
*æfa mig
*ryksuga
*fara með beddann útí bílskúr
*baka köku

oghvað er ég búin aðgera síðan kl. 10.
hoho :)

mánudagur, maí 04, 2009

William Walton

var snillingur. er að káfa á konsertinum hans á fullu. á einhver sinfóníuhljómsveit sem vill spila með mér?
oh well.
en fyrir þá sem eru einkar áhugasamir þá samdi ég þessa líka fína wiki síðu um kappann. þetta var sko verkefni í NKN áfanganum sem ég er í. NKN stendur fyrir nám og kennsla á netinu. fagið sem ég er ekki búin að kíkja á síðan í febrúar. og já fagið sem er með lokaskil á öllu 14. maí. eh... jebb ég geri ráð fyrir að vera í tölvunni næstu viku eða svo... ó je.
en hér er svo wiki greinin mín, meira að segja krossapróf á henni og ég v eit ekki hvað. :D

http://wiki.khi.is/index.php/William_Walton

föstudagur, maí 01, 2009

"intellectual difficulties"


er að "læra". prófið er samt ekki fyrr en á föstudaginn, veit ekki hvaða stress þetta er. kannski af því ég hef ekki farið í alvöru próf síðan jólin 2000. vó.
það er langt síðan.
púff.
bókin er 12 kaflar og ég er búin að skrifa niður hvað er í hverjum kafla sem þyrfti að læra. svo er ég búin að prjóna, ryksuga, vaska upp, hella uppá kaffi, fá mér kaffi, horfa útum gluggann og klappa kettinum mínum.
og vökva blómin, hanga á feisbúk, taka til í stofunni og lesa garfield bækur.

allt vill lagið hafa. ó je.