föstudagur, nóvember 04, 2005

tónleikarnir....

...voru svo geðveikir að ég bara hef sjaldan heyrt annað eins. Scholl er brjálæðislega góður! og svo er hann ekki með neina stæla eða neitt, gerir bara sín stykki og hneigir sig svo og brosir. og Bandið var sjúúúúúúklega gott! ég hef nú aldrei verið sérstaklega hrifin af svona barrokkhljómsveitum og þannig pælingum, en það var nú bara greinilega út af því að ég hef aldrei heyrt þetta almennilega gert. þvílíkir snillingar. og sama yfirbragðið og Scholl, ENGIR stælar eða tilgerð eða neitt. bara músík.
njammnjammm. var eiginlega búin að gleyma því hvað það er gaman að fara á skemmtilega tónleika :)


þetta krútt hér er að fara að skemmta tótunni í kvöld :)