föstudagur, desember 31, 2004

síðasti dagur ársins og ég farin að háma í mig súkkulaðirússínur.
ekki seinna vænna, ha?
held ég segi gleðilegt ár seinna. það er meira kúl.

fimmtudagur, desember 30, 2004

ég er búin að hlusta á píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven og allan strengjakvartett nr. 1 eftir Borodin og maðurinn heldur áfram að öskra "húh!" og "haaah!" og mála litla herbergið. svo heyrist mér hann vera farinn að tala við sjálfan sig OG svara sér líka.
nú spyr ég... hversu mikið er hægt að mála eitt lítið herbergi? er þetta ekki að verða gott? og ætti ég kannski að kalla til sálfræðinga?

gott að mála?

það er einn skrýtinn maður að vinna með okkur jónisæta. ok, kannski fleiri... og ekki eru nú kellingarnar minna skrýtnar. en allavega, þessi tiltekni maður er mjög skrýtinn. við köllum hann annað hvort "plastmanninn" eða "gervimanninn" af því að hann er eitthvað svo gervilegur. gerfilegur jafnvel líka. hann er s.s. soldið gamall, en litlar hárið á sér mahóní brúnt og er alltaf með mjög skringilega sveipi í því. soldið svona eins og james bond. nema.... jah, ekki. ein sagan af honum er þannig að hann var að flytja eitthvað dót, en datt og hálsbrotnaði. En fattaði það víst ekki fyrr en 3 mánuðum seinna. bara búin að rölta um með hausinn hálf-fastan á. jónsæti er stundum soldið hræddur um að gerfimaðurinn gleymi því að anda og detti niður dauður.
en þetta er nú mjög góður maður og allt það, skít duglegur líka, er búin að gera ótrúlega mikið síðan hann byrjaði. húsvörðurinn er nefnilega alfeg á fullu í einhverju rótarý-dóterí eða hvað það nú er og má bara ekkert vera að því að sinna hinum ýmsu húsvarðarstörfum. en svo var gervimaðurinn ráðinn og er á nokkrum mánuðum búinn að pússa upp útihurðina, steypa upp í holurnar á planinu, skella ljósaperum á allaþá staði sem ekki voru ljósaperur og þar frameftir götunum. svo þegar snjóar mokar hann alltaf svona gönguleið frá bílunum til útihurðarinnar.
núna er hann að mála litla herbergið sem er við hliðina á klóstinu hérna á hæðinni. mjög ljótt og leiðinlegt herbergi sem hefur aldrei verið notað til neins, þangað til pípararnir komu hér (sælla minninga) og rifu sundur klóstið í gegnum einn vegg á herberginu.
enívei.
herbergið var s.s. í rúst og nú er verið að mála það. sem er gott þannig séð, nema kannski að þessi tiltekni skrýtni maður er mála það. og maðurinn.... Gerfimaðurinn er alltaf að gefa frá sér skrýtin hljóð.
"HÚH!" eða "HAAH!" eða "VÚÚÚH!"
eða þá hann talarvið sjálfan sig í hálfum hljóðum, en húh-in og höh-in koma alltaf samt inná milli í fullu blasti svo maður eiginlega hálf hrekkur í kút. fyrst var ég svona að spá hvort hann væri kannski að kafna inní herberginu, það væri að líða yfir hann eða eitthvað, hann er nefnilega með lokaða hurðina. var égbúin að nefna að þetta er gluggalaust herbergi og ekki stærra en 4 fermetrar?
en hann mætti nú samt íkaffi áðan og var svona næstum því eðlilegur, þannig að það er ekki málið.
en allavega... i´ll keep you posted on this issue, en það veit guð að ég fer ekki fyrir mitt litla líf á klóstið við hliðina á honum meðan þessi óhljóð standa yfir.

O.N. prufuspilið

þeir vinir mínir og kunningjar sem ætla að þreyja prufuspil í byrjun janúar gætu hugsanlega haft gaman af þessu...
en þetta er hljómsveitarparturinn af Rimsky-Korsakov verkinu sem enginn getur borið fram.
- Japanir borða mjög litla fitu og fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.
- Frakkar borða mikla fitu og fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.
- Japanir drekka mjög lítið af rauðvíni og fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.
- Ítalir drekka mjög mikið af rauðvíni og fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.
- Þjóðverjar þamba bjór og háma í sig pylsur og fitu og þeir fá mun færri hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Englendingar.

- Niðurstaða: Það skiptir engu máli hvað þú borðar eða drekkur svo framarlega sem þú talar ekki ensku.

þriðjudagur, desember 28, 2004

var ég búin að segja ykkur að ég á 45 krónur?

þodn í

komin í vinnuna. get næstum því öskrað úr fýlu, og kulda, svona ef út í það er farið, af því að mig langar svo til að fara heim -HEIM undir sæng og sofa.
sofnaði nefnilega ekki fyrr en klukkan var næstum því að verða fimm. ekki mjög gáfulegt. gerði samt alfeg góða tilraun til að sofna kl. 12.00, um 1.00 og svo aftur um 3.00. var alfeg við það að standa upp og ná í ævisögu Jónasar Ingimundar sem lá inná klósti, en tilhugsunin ein var þess valdandi að ég steinsofnaði undir eins.
ég hata ævisögur.
ákvað að skipta jónasi ekki afþví að hann er nú svona tónlistarmaður og bleble... en þetta er bara svo hrottalega leiðinlegt aflestrar að ég gæti gubbað. sem útskýrir afhverju bókin er inná klósti. núna er ég til dæmis búin að lesa eina fimm eða sex kafla og hann er ennþá að telja upp eitthverja vini pabba síns sem voru svo sterkir kallar og duglegir á sjónum og bladíbla. who cares? ég les þá bara sjómannatíðindi eitt, tvo og þrjú ef ég vil endilega komast í einhverja sjávarstemmingu. ojbara. í guðanna bænum minnið mig á að skrifa aldrei ævisögu mína.

mánudagur, desember 27, 2004

aaaaaf hverju er ég ekki farin að sofa?
getur einhver ansað mér því?
reyndar gæti fjórða matarboðið núna áðan (á bara 3 dögum, nota bene) haft eitthvað með það að gera... er eðlilegt að prumpa svona mikið af tvemur sneiðum af hangikjöti?
held ekki.
svo er ég jafnvel að spá í að fara að hugsa útí að æfa mig svona eitthvað allaveganna smá kannski örlítið á morgun. er eiginlega komin með magasár af samviskubiti. en það er nú bara jólalegt, ekki satt?

sunnudagur, desember 26, 2004

Gleðileg Jól!

maður verður nú víst að skutla einni jólakveðju á liðið, svona í tilefni þess að það er annar í jólum.

uh.

gleðileg jól

þriðjudagur, desember 21, 2004

próf-dúllur dagsins

milli þess sem ég hóstaði litríku, svitnaði, svaf, hóstaði og vorkenndi mér þá hugsaði ég afar heitt til minna heittelskaðra Tuma sem stóðu í stórræðum. eða sátu. og svo auðvitað sólskinsbarnið Fríða sem var við sömu iðju.
ef svo ólíklega vildi til að ykkur hefði gengið illa, þá getiði kennt því um að straumarnir sem tóta sendi ykkur voru kannski með örlitlu óráði...
en til hamingju með að vera búnar!

mánudagur, desember 20, 2004

tóta veik :(

tótfríður fór í skemmtilegustu útskriftarveislu EVER á laugardaginn hjá henni Eydísi "þessi bolur getur ekki verið flegnari, punktur". drakk þar á mig 20 púka og fór svo niður í miðbæinn. þar gerðist sá merki atburður, í fyrsta skipti á ævi minni að einhver gaur borgaði fyrir mig bjór. og ekki bara einn heldur tvo. fullur kani í stuði, alfeg með derhúfuna og allt. brjáluð stemming.
en jæja ég var notla það leiðinleg að ég stakk útskriftarfólkið af og fór að hommast með arnari og ella sæta. svo keypti tótan sér hlöllabát og labbaði heim á hjarðarhaga.
sem dró heldur en ekki dilk á eftir sér. ég er orðin svo ógeðslega mikið veik að ég hef bara aldrei vitað annað eins. var með massa hita í gær, svimaði og var óglatt (sem var einkar smekklegt þar sem ég sat í afmælisveislu hjá mágkonu jónssæta), fekk svo brjáluðustu beinverki sem ég hef fengið. var með svo mikinn verk í mjóhryggnum að það leiddi út í hné og gat varla gengið. heldur ekki legið. og það var ekkert gott að sitja. var á tímabili að spurja hvort þeim væri ekki sama ef að ég leggðist á gólfið.
beilaði á því.
en svo fórum við bara heim og horfum á bond. mér leið nú aðeins betur.
úff.
þannig að núna er jorstrúlí bara heima með trefil og í ullarsokkum og vorkennir sér. endilega komið í heimsókn....

föstudagur, desember 17, 2004

hey tsjekkið á gaurnum í danska konservatoríinu sem kennir músík-dramatík! talandi um að vera með mynd við hæfi :D
svo kennir hann á víólu líka!
ég ætla pottþétt að sitja um þennan gaur. hvort sem ég kemst nú inn í skólann eða ekki... en fyrir grandalausa, þá er ég s.s. að sækja um í det kgl. danske musikkonservatorium. er einmitt búin að vera á fullu (eða því sem næst) að fá elskurnar niðrí tónó til að útbúa fyrir mig eitthvað plagg um það hvaða aukafög ég er búin með. algjör steik.
held þetta reddist nú alfeg. en ef ekki þá fá ég bara dramatíska gaurinn með mér í lið og geri eitthvað drama.
hehe

kaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaalt

mér er svona frekar mikið svakalega mál að pissa, en mér er svo kalt að tilhugsunin ein um að þurfa að girða niðrum mig og setjast á eitthvað sem ekki er upphitað er nóg til að fá mig til að vera ekki jafn mikið mál og áður.
en þar sem þetta er búið að ganga á í svona 4 tíma, held ég að til dramatískara aðgerða verði að grípa.
kannski ég pissi bara á mig. hlýnar allavega í smá stund...

tilviljun eða tækling?

nei það var sko enginn sem sagði mér það að æfing fyrir tónleika sinfóníuhljómsveit unga fólksins væri klukkan sex. ákvað hins vegar eftir nokkur vel valin símtöl í hina ýmsu aðila...
"nei hann Gunnsteinn er ekki heima, hann er á æfingu"
"neineinei, Svafa er að spila á tónleikum"
"biiiib-biiiib-biiiiib" (gróa svaraði ekki í símann)
... að skokka út í neskirkju og tsjekka á málunum. kom rétt svo tímanlega til að fá rjúkandi heita og góða pizzu og kalt kók. sniðug hún tóta.
en GUÐ MINN GÓÐUR þið getið ekki ímyndað ykkur hvað gerðist næst. ég fór nefnilega upp aftur til að setja á mig maskara.
!!!
nei nei, ég geri það nú stundum, það er ekkert merkilegt, en þegar ég er að labba þarna fram sé ég brúnan pappakassa fullan af svona óskilamunum og dóti. ég fæ nottla tremma og fer strax að leita, því FYRIR ÞREMUR árum síðan týndi ég sjali í neskirkju. og það var bara ekki eitthvað sjal, það var SJALIÐ sem hún mamma mín heklað á mig úr vínrauðu garni. og ekki bara eitthvað garn. heldur garn sem eitt sinn var peysa á mjög ljótan og leiðinlegan mann sem á sér það eitt til góðs að vera faðir bróður míns. en allavega, þetta sjal var mér afar kært og grét ég sáran þegar það týndist hér forum daga. og þrátt fyrir að hafa leitað myrkranna á milli, hér forðum daga, stóðst ég ekki mátið að kafa ofan í þennan brúna pappakassa sem stóð á gólfinu.
en ég fann ekkert.
með tárin í augunum fór ég fram á gang þar sem spegillinn er og hóf að lita augnhárin mín svört með þar til gerðum bursta. þeir sem hafa speglað sig í þessum svonefnda "presta-spegil" í neskirkju vita líka af því að að á hægri hönd er fatahengi með hillu. og mér varð litið (gleraugnalaus og á hlið) á þessa hillu, eða öllu heldur á það sem Lafði niður af hillunni.

SJALIÐ MITT!!

kátari hefur tóta ekki verið í mörg ár (þrjú ár nánar tiltekið) og stökk hún hæðir sínar í hamingjunni. hér sannaðist með skýrum hætti að það er EINHVER uppi á efstu hæð sem heldur að hann sé alfeg VOÐALEGA fyndinn að fela hlutina manns og púsla svo saman skrýtnum atburðum og lætur mann "tilviljunarkennt" rata réttu leiðina eftir að hafa plantað vísbendingum hér og þar.
en mérer sama, ég er svo ánægð að hafa loksins loksins fundið sjalið mitt. enda tek ég það ekki af mér, þó það sé svona égerbúinaðliggjauppáhilluíþrjúár lykt af því.
húrra húrra :)

en jújú tónleikarnir gengu og vel og það var bara gaman.

fimmtudagur, desember 16, 2004

vó, er paranojan í bandaríkjunum ekki farin að ganga einum of langt?

kom með skæri í skólann

en maður getur nú svossem búist við öllu af barni sem heitir Porche...
í hinni miklu leit minni af tímasetningu mætingar á tónleikana í kvöld, rakst ég enn og aftur á síðuna hans Jóa.
en hann minntist ekkert á hvenær hljómsveitin á að mæta í kvöld.
meiri dóninn.
en hann fær nú samt link. kannski mest út af því að hann er bróðir hans Matta, og ég er viss um að ef Matti væri með blogg myndi hann taka það fram hvenær hljómsveitin á að mæta á eftir.

jesúsminn... held það endi með því að ég hringi í einhvern til að tjekka á þessu....
vill einhver í guðanna bænum segja mér hvenær er mæting í kvöld á þessa helvítis Ungfóníu tónleika?
síminn minn er, eins og fyrr sagði, dauður inní hafnarfirði og ég man engin númer.
nema nottla mitt eigið og það svarar enginn í hann....
djös bömmer

skúli fúli

ég hata þessa helvítis fimmu sem er alltaf verið að senda manni. nú hef ég svarað þessum heimskulegu, ljótu, leiðinlegu spurningum og könnunum og tilboðum um ógeðslegar bækur og eitthvað djöfulsins pixell-gsm-drasl í næstum ár og hef ekki einu sinni fengið hálfan bíómiða, hvað þá meir.
hefur einhver í ALVÖRUNNI fengið vinning í þessu djöfulsins feik viðbjóðslega ælu leik?

vignir þú mátt ekki svara

síðustu droparnir

í kvöld hélt frú tótfríður (jors trúlí) að hún myndi vera svo heppin að spila síðustu opinberu tónleikana í hinni ógurlegu jóla-törn. að nú gæti hún loks sest niður með bjór í hönd, skellt fótunum upp á þartilgerðan skemil, kveikt á leiðinlegu sjónvarpsefni og haft það næs.
kannski borðað óhollan mat og nammi.
en annað kom nú í ljós svona þegar litla skinnið fór að hugsa (eitthvað sem víóluleikar ættu að læra að gera ekki).
næsta laugardag var ég búin að lofa að spila í veislu. sem er gaman. svo var ég pínd til að spila í útskrift um morguninn. sem er glatað. gleymdi ég nokkuð að nefna æfinguna sem verður kl. 10? við erum að tala um laugardag, gott fólk.
22. des var verið að biðja mig um að spila á jólatónleikum Þrastanna. ég hef reyndar ennþá smá sjens til að segja nei nei nei ég vil ekki spila meira arg arg, en hver vill fá heilan karlakór á móti sér?
svo er það dúett dauðans pó og mó, sem vilja endilega hafa Strengjabrúðurnar (guð hvað ég hata þetta nafn) með sér að spila í aðfangadags-miðnæturs-messu í fríkirkjunni. ég hefði átt að segja nei strax, en þá hefði ég nú heldur en ekki verið strokuð út af allavega þremur jólakortalistum meðdesamme.

svona á ég nú bágt. endilega hringiði í mig og bjóðist til að gera eitthvað fyrir mig, eða þá bara vorkennið mér svakalega. bæði gott. en reyndar svona þegar ég fer að hugsa (doh!) þá er síminn minn dauður einhversstaðar inní hafnarfirði.

jesúsminn hvað er erfitt að vera ég.

þriðjudagur, desember 14, 2004

þriðji í afmæli og mér er ennþá illt í maganum.
en þrátt fyrir það ætla ég að syngja hið bráðhuggulega lag "óskalisti tótu litlu" á tónleikum í kvöld. nánar tiltekið kl. 20.00 í hásölum hafnarfirði.
andri eyjólfsson mun að öllum líkindum slá á strengi mér til aðstoðar.
húrra húrra.
Drinking quotes

"I feel sorry for people who don't drink. When they wake up in the
morning, that's as good as they're going to feel all day." ~Frank
Sinatra~

"When I read about the evils of drinking...I gave up reading." ~Henny
Youngman~

"24 hours in a day, 24 beers in a case....Coincidence? I think not."
~Stephen Wright~

"When we drink, we get drunk. When we get drunk, we fall asleep. When
we fall asleep, we commit no sin. When we commit no sin, we go to
heaven. Sooooo, let's all get drunk and go to heaven!"
~Brian O'Rourke~

"Beer is proof that God loves us and wants us to be happy." ~Benjamin
Franklin

mánudagur, desember 13, 2004

afmælisbarn gærdagsins át yfir sig

og er þar af leiðandi heima hjá sér í dag að drepast úr magapínu (með fylgir ókeypis ógleði og mikill vindverkur). svo er hún líka með rosalega mikinn hausverk og er til skiptis að drepast úr kulda eða svitnar svo að taumarnir streyma.
litla skinnið (ég) verður þó að mæta á æfingu í kvöld, svo þetta veldur nú töluverðum áhyggjum.
og svo fer nú að styttast í ýmis norðurlanda-ísk prufuspil. er einmitt að hlusta á Mahler 1 (takk guggý :* )
en vá hvað var gamað að sjá alla í gær. vildi ég hefði nú verið eins og manneskja og tekið myndir, en nónó, var of upptekin við ða TROÐA í mig.
jesús.
en jæja... þá er að sinna dollunni..

laugardagur, desember 11, 2004

ég var að baka enskar engifersmákökur og þær urðu ekki jafn góðar og þær sem mamma bakaði um daginn. skrýtnar þessar kökur alltaf. eða kannski er það Rafha eldavélin hans sæta stráks sem er skrýtin?
nje.
minni fólk á kammersveitatónleikana á morgun kl. 16.00, svona svo það sé nú örugglega víðsfjarri. maestro don oliver kallar tónleikana "heitar lummur". legg ekki meira á ykkur.

fimmtudagur, desember 09, 2004

tónleikarnir í gær voru nú bara sveimér þá bara ansi góðir. Barrokksveit tónlistarskóla hafnarfjarðar stóð sig með prýði og voru, að öðrum ólöstuðum, víólurnar langbestar og greinilega í fantaformi.
litla hrútaberslyngið hann Eyjólfur kallaði ennog aftur fram tár í augu áhorfenda og þá ekki vegna lélegs textaframburð ef fólk skyldi halda svo. svo verð ég nú bara að hrósa honum Finnboga sem söng afar fallega, skrítnustu Bach aríu sem ég hef heyrt. en. hún. er. öll. svo. na. ba. ra. eitt. at. kvæ. hæ. ði.
eða eitthvað. samt soldið töff. og hildur fríðu systir söng líka einsöng. rosa fallega aríu, sem reyndar virtist aldrei ætla að enda. sem er nú bara ágætt. jájá.
óþolandi samt þegar kemur svona mikið af fólki á tónleika, það verður alltaf svo heitt. meira pakkið.

þriðjudagur, desember 07, 2004

róleg vika framundan

mamma mín getur hvorki bakað piparkökur né skreytt þær svo neinu magni telji, nema BÆÐI börnin hennar taki virkan þátt. framan af var minn virki þáttur aðallega í því að éta það kökudeig sem stóð undan þegar búið var að stimpla formunum. lagði ég mikinn metnað í að gera þetta á sem hljóðlegastan og laumulegastan hátt.
tókst það yfirleitt og má leggja rök af því í framhaldi, að eftir sem ég eltist (hvað segir málfarsfasistinn við þessu?) varð fjöldi kaknanna (ég fletti þessu orði upp og það er bæði rétt) meiri og almennt heilsufar mitt betra.
en ég fékk s.s. símtal frá móður minni sem byrjaði á þessa leið:

M: hæ elskan, við ÞURFUM að baka piparkökur
t: já ekkert mál, þetta er nú frekar róleg vika hjá mér

en svo til að vera alfeg viss setti ég mömmuna á hold og náði í Svörtu Bókina, sem gegnir sama hlutverki í mínu lífi eins og minnishluti heilans í öðrum, og fletti upp á vikunni sem ég hélt að væri "róleg".

mánudagur- jú reyndar var hann nokkuð rólegur, þar sem að ég hafði misminnt mig um æfingu kl. 1900.
þriðjudagur- tónleikar kl. 20.00 í hásölum, mæta 19.00, á sama tíma þyrfti ég að vera staðsett í Sigurjónssafni við Sæbraut að renna Shostokovitz með mínum ástkæra Tuma. veit ekki alfeg hvernig ég redda þessu....
miðvikudagur- tónleikar kl. 20.00, reyndar þeir sömu og á þriðjudaginn, en ble...
fimmtudagur- jólatónleikar nemenda þórunnar guðmunds.
föstudagur- tónleikar framhaldsdeildar tónskóla sigursveins þar sem Tumi mun flytja shostokovitz öllum til mikillar jóla-gleði og ánægju
laugardagur- kammersveitartónleikar kl. 16.00

við mæðgur náðum þó að troða bakstrinum á fimmtudagskvöldið og allir ánægðir. ég fékk reyndar vægt taugaáfall og stresskast yfir yfirvofandi viku sem braust út eins og venjulega í formi þreytu og kæruleysis. var þessvegna vakandi til tvö í nótt og svaf svo yfir mig.

hó hó hó

föstudagur, desember 03, 2004

en málið var að...

...HINN strengjakvartettinn minn, sem var seint í gærkvöldi nefndur (maður má víst ekki segja skýrður út af öllum málfars-fasistunum sem lesa blogg hjá saklausu nautheimsku fólki sem kann varla íslensku) Strengjabrúðurnar (ég er ekki ennþá sátt við þetta nafn) var að spila tónleika með Herr Pál Óskari og Moniku hvaðhúnnúheitirsemeftirnafn, á Ólafsvík. sem er bæ ðe vei bara soldið krúttlegur bær, allavega skárri en fokkin stykkishólmur. en reyndar er geggjuð hamborgarabúlla á stykkishólmi. anyways...
ég var búin að éta ógeðslega mikið af svona gulum (sítrónu) extra brjóstsyktri eða hvað þetta á nú að vera á leiðinni í bílnum og var bara prumpandi út í eitt. veit ekki hvað það er með þennan brjóstsykur sem eykur svona loftmyndun í maganum á manni eða eitthvað. anyways... auðvitað fannst mér þetta nú soldið leiðinlegt þar sem við stúlkukindurnar vorum nú að þykjast vera soldið professjónal, vorum allar í fötum sem voru eins á litinn og svona, ég hafði meira að segja farið í sturtu og hún Fríða var með nýju eyrnalokkana sína. svaka smekklegar.
svo erum við niðri í einhvejru herbergi að bíða eftir að tónleikarnir byrjuðu. og ég -af einskærri TILLITSEMI labba að klósettinu, slengi rassinum í átt að dyrunum og hleypi af einu hressilegu prumpi. allt í einu snarþagna stelpurnar og horfa á mig einsog ég sé eitthvað geðveik.
auðvitað er það ekkert svakalega smekklegt að vera að prumpa svona, ég geri mér grein fyrir því, en eitthvað varð ég að gera til að losna við þetta loft!
"Páll Óskar er þarna inni!" sagði þá Elfa og dó úr hlátri.
mér var ekki skemmt (eða svona)
þá var semsagt litli homminn inn á klósti (ég hafði nú reyndar heyrt eitthvað svona söngl, en gerði mér ekki grein fyrir því ða þá var innan af klóstinu) að fokkin skíta og ég fattaði ekki neitt. prumpa bara óhikað á dyrnar hjá honum.
og ef þið haldið að þetta hafi nú kannski ekkert heyrst inn, þá.... jah.... Think again.
en það fyndnasta (ef einhverjum finnst þetta nú fyndið á annað borð, ég var nú bara mjög hneyksluð á stelpunum að vera að hlægja sovna að þessu) var kannski það að ég var (og er) búin að vera að rakka niður þessa tónlist hans palla og moniku, gjörsamlega hata þetta hörpu-gutl og mér finnst hann í alvörunni ekki syngja vel (hvað er málið með að Haaaaaaaaaaaanga í tóninum eins og þú sért á klettasnös?) og ðegörls vissu ekki að klósetthurðin var lokuð né heldur að ég vissi EKKI að palli var þarna inni. þannig ða þær héldu bara í rólegheitunum að ég væri í ALVÖRU að prumpa á grey manninn.
og þetta kallar maður vinkonur sínar!
heldég þurfi að fara aftur yfir jólakortalistann...
ég er svo heiladauð að ég get bara ekki sest niður og skrifað prumpusögu gærdagsins...
en hún kemur stelpur mínar :)

fimmtudagur, desember 02, 2004

ég vil...

... að einhver fari að taka sig saman í andlitinu og koma upp svona síðu þar sem allar nýjustu kjaftasögurnar eru birtar. bæði sé hægt að fletta upp eftir nafni, aldri, búsetu og kynhneigð. svo gætu kannski verið myndir og als konar.
ég var s.s. að heyra -ekki bara eina- heldur TVÆR kjaftasögur sem ég vil endilega fá staðfestar sem fyrst.
spurning bara um að kaupa sér nýjasta séð og heyrt?

jólajól

nú er komin 2. des
og ekkert ves
-en.
brjálað stuð og stemming
og engin lendir í hremming.

eða það.

ýtið á hreindýrin :)