mánudagur, nóvember 27, 2006

stuð á Milner Road


David kominn í heimsókn og strax farinn að láta eins og api.
nei djók :) brjálað stuð og við erum búin að fá hláturskast yfir enskum auglýsingum og tala illa um alla sem við þekkjum.... aaaah alfeg eins og í gamla daga :)

föstudagur, nóvember 24, 2006

ég nenni ekki að æfa mig og ég nenni ekki að það er sprungið á hjólinu mínu ÞRÁTT fyrir svaklegu slímslönguna :( ég er bara greinilega orðin of FEIT til að geta hjólað.
búhú

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

strengja nörda blogg

ég var að horfaá 10 fingur með Guðnýju guðmunds á rúv vefnum og þótti mér það mjög skemmtilegt og fróðlegt. sérstaklega fannst mér gleraugun hennar Kötu minnar skemmtileg þar sem hún situr í annari fiðlu á einhverri gamalli klippu frá sjónvarpinu.
Nú ætla ég heldur alls ekki að segja neitt ljótt um GG enda yrði ég hengd úr næsta tréi áður en ég næði að klára þessa færslu, en HVAÐ ermálið með fjórða fingur vinstri handar? :o Rrrrrivka Golani myndi fá brjálæðiskast.
"what is this? is your finger paralyzed? is it sleeping or hiding? it´s your finger, you control it!"
jájá.
mikið eru þetta annars skemmtilegir þættir, vildi það væri hægt að horfaá þá alla, ekki bara þann sem var síðast í sjónvarpinu.
rokk

viðbót 1) jú það er hægt að horfa á gamla þætti, bara ekki þætti sem á eftir að sýna. ég er s.s. soldið gráðug að vilja horfa á þáttinn með Ásdísi Valdimars :D hóhó hvað verður gaman hjá mér í kvöld!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Call Fox Mulder.... NOW!

í morgun þegar ég fór á fætur þá var Mark sambýlingurinn minn að líma svartan ruslapoka á sturtuna okkar.
"jájá hanner breti greyið" hugsaði ég og var svossem ekkert að æsa mig, en svo tjáði hann mér það að gler í Nýju (varla 2 mánaða) sturtunni okkar hefði verið brotið þegar hann kom niður. við hváðum þarna hvert ofaní annað í smá stund en kenndum að lokum aumingjans þjóðverjanum um, af því að hún fer alltaf snemma í skólann. svo sópuðum við öllum glerbrotunum (eða svo gott sem) upp og mark fór í sturtu... mjög mikið í öðrum helminginum.
seinna mætti ég svo þjóðverjanum í eldhúsinu og hún var nývöknuð, enda soldið lasin. og hún hafði sko aldeilis ekki brotið sturtuna.
þannig að þetta er mikil mistería.
æj æj og ó ó.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

æj æj


ég fór á æfingu í morgun af nútímastykkinu sem ég er að spila í. píanó, flauta, klarínett, trompet, fiðla, víóla, selló og kontrabassi. og slagverk en það er nú eiginelga ekki hljóðfæri svo maður telur það ekkert með (hehe).
gekk svossem bara ágætlega sovna þannig. tónskáldið hefur greinilega ekki mikla trú á víóluleikurum því ég er nokkurn vegin alltaf að gera það sama og fiðlan eða sellóið. nema þegar koma reglulega erfiðir kaflar... þá er ég í þögn.
en maður svossem kvartar ekki yfir því :)
það semer meira merkilegt er að ég hjólaði í skólann og aftur heim og er þessvegna orðin mikið mjórri en í gær. ég er líka öllu meira illa lyktandi af því að ég svitnaði svo mikið. apalegt.
en svo er ég komin heim og ætla að fá mér góðan -EN kaloríusnauðan hádegismat og æfa mig svo geðveikt mikið þannig að fólk verði alfeg bara "vó... sjett..." næst þegar það heyrir mig spila.
jeh.
eina sem angrar mig smá, er að ég er eiginlega allt í einu orðin skítþreytt og rúmið mitt er meira en heillandi.
púúúúúú!

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

ein, tvær og fjórar

hó hó ég er komin í víólu kvartett! gerist ekki betra en það. nema ef vera skyldi víólu kvintett.
ótrúlega magnað hvernig víóluleikarar ná einhvernveginn saman án þess að leggja neitt mikið á sig (örugglega af því að við erum svo frábær), en "venjulegi" kvartettinn minn er búin að vera að æfa on-off í meira en ár og ekkert gerist, eða svona næstum, maður er alltaf hálfvegis að óska þess að fólk bara drepist, nei kannski soldið ýkt, en á fyrstu víólukvartettæfingunni smullum við bara saman eins og púsluspil, æfðum í meira en klukkutíma, plönuðum svo 2 æfingar og útaðborða- svodjamm. og fengum svona 10 hugmyndir af tónleikum sem við ætlum að spila á (og ekki gleyma kammermúsík-keppninni sem við erum staðráðin í að rústa), verkum sem eru til og verkum sem við viljum útsetja eða láta útsetja. gigg sem væri hægt að redda og jólaprógramm sem mun RÚLA.
sumu er bara gjörsamlega hent upp í hendurnar á manni :)

ég er í ruglinu

nennir einhver að segja mér afhverju ég er, annað kvöldið í röð, ennþá vakandi þegar klukkan er farin að nálgast tvö?
ekki sniðugt fyrir litlar stelpur að vera að svona hangsi.
æj æj æj
ég þarf nú reyndar ekkert að vakna snemma í fyrramálið, þannig að þetta er nú svossem ekkert alfeg voðalegt, en júnó... samt bömmer. svo þyrfti ég að fara út með ruslið af því að ruslakallarnir koma á morgun.
æj nú fer ég að sofa.

mánudagur, nóvember 13, 2006

ó nei!

ég er alfeg að drepast (vægast sagt) úr hungri og ég á EKKERT að borða. nema 2 skinku og sif sneiðar. en ekki brauð. svo á ég reyndar epli.
en hverjar eru líkurnar á því að ég fái mér epli og skinku í kvöldmat?
litlar.
þannig að það lítur út fyrir að ykkar heittelskaða þurfi að bregða sér af bæ. neeeeenni því ekki... ooooh. svo þarf ég að fara á æfingu í kvöld. eða þarf... þetta er svona áhugamannaband sem ég hélt að væri bara gaman að gera en svo kom í ljós að það var það eiginlega ekki og æfingin er hinumegin í bænum svo það tekur mig örugglega klukkutíma að komast þangað. eða svo gott sem. æj ég ætti nú samt að drífa mig. aldrei að vita, kannski æfðu sig allir geðveikt mikið frá því ég mætti síðast og stjórnandinn ákvað að hætta að vera svona mikið fyrrverandi trompetleikari.
aaanywaaaays... útí búð með hana.

Pandora Internet Radio og nýjir nágrannar

þetta er ég
er frábær uppfinning og ég kvet alla til að skella sér þangað... Núna.
allavega.
nýjasta nýtt frá verbúðinni "veröld tótu" er svossem ekki mikið til að tala um. nýja talvan er ennþá eins og geimskip í miðju herberginu og kassinn utan af henni er svo stór ég sé ekki í hendi mér hvernig ég á að geta geymt hann "þangað til ég kem heim" eins og minn elskulegi heimtar. ég mun þó reyna mitt besta.
sem er það besta sem maður getur, ekki satt.
svo er nýjasta æðið hjá mér að slökkva öll ljós og horfa útum gluggan útí garð. soldið sikk ég veit, en nágrannar mínir eru svo "sniðugir" að setja ruslapokana sína útí bakgarð þegar þeir eru fullir. þegar pokarnir eru fullir, þeas, ekki nágrannarnir, held örugglega þau drekki ekki, þetta eru nefnilega kínverjar (eða eitthvað svoleiðis). aaaaallavega þegar pokarnir eru komnir útí myrkrið í bakgarðinum hætta þeir að vera leiðinlegir illa lyktandi pokar og breytast í girnilega exótíska veitingastaði fyrir villt dýralíf Birmingham B29 7RQ.
sem sagt rottur.
og við erum ekki að tala um litlar sætar ljósbrúnar rottur sem borða vínber og kúka í blómapotta. þetta eru stórar og myndarlegar, vel í holdum rottur sem tísta og hlaupa stundum á grindverkið svo að það heyrist svona "búmm" hljóð. einhverra hluta vegna finnst mér þetta mjög athyglisvert og er þessvegna oft útí glugga.
held pottþétt ég hefði farið í líffræði og síðan tekið mastersverkefni við að rannsaka atferli meindýra í framhaldi, ef ég hefði ekki lent í þessum sveitta tónlistarbransa.
annað sem er miður skemmtilegt að segja frá er það að ég ét svo mikið þessa dagana að ég er hætt að komast í nein föt og er orðið illt í hnjánum. held þetta endi með því að ég kem heim í svona börum eins og Keikó :) neidjók, megrun á morgun... lofa.

kyss until later...

ætla að reyna að ná mynd af nýju vinkonum mínum, læt ykkur vita.

laugardagur, nóvember 11, 2006

oh my god

ef þið sæuð tölvuna sem ég var að fá innum dyrnar þá mynduð þið öskra. ég gerði það. eða allavega svona smá. hún er HUUUUUUUUGE. en töff :)
tónleikarnir í gær gengu bara vel, jájájá, elgar var bara ekki eins hræðilegur og ég hélt. fórum svo aðeins á The Stage eftir tónleikana og svöluðum þorstanum.
enda er þynnka jóns í heimsókn og ég er að spá í aðfara út og kaupa mér eitthvað sveitt :) ef ég get rifið mig frá nýju óóógeðslega flottu DELL tölvunni minni.
gæti orðið erfitt.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

brummm brummm

áðan þá var ég dugleg að æfa mig, tók hressilega í vinkonuna eins og hægt væri að segja ef maður væri sjómaður eða eitthvað svoleiðis. svo eftir á settist ég við traktorinn minn (tölvan mín gefur frá sér mikið hærri hljóð en eðlilegt er) og spilaði þónokkra pac-man leiki. metið mitt er 57 þúsund og eithvað.
allavega, þar sem ég sat þarna í tölvuleik tók ég eftir að ég var með fjörfisk í vinstri upphandlegsvöðvanum. þanig að mér leið soldið eins og bíl...

æj...
þetta hljómaði sniðugara áðan en núna.
allavega.

ekki borða pizzu fyrir háttinn

vaknaði í nótt við það að mér fannst rottur vera að skríða inn um gluggann minn. sem þær voru klárlega ekki aðgera, en samt var ég geðveikt hrædd og var viss um að stafli af geisladiskum í gluggakistunni minni væru rottur. sem þeir voru klárlega ekki.
með ótrúlega sterku átaki tókst mér að fara framúr og loka glugganum.
svo lá ég heillengi og var asnaleg, þangað til Christine meðleigjandi minn kom heim og þá var ég Alfeg viss um að það væri einhver að brjótast inn og stela sjónvarpinu sem er niðri. ekki skánaði svo hjartalínuritið þegar bófinn, sem var í raunninni ekki bófi heldur Christine fór að labba upp stigann.

en svo sofnaði ég að lokum og bara var að vakna :) svo er það bara ristað brauð, sódavatn, jógúrt og America´s next top model!!
húrrahúrra.