eins og annað venjulegt fólk er ég dauðhrædd við ða fara til tannlæknis. ég er ekki svo hrædd við tannlæknana sjálfa (ég myndi tildæmis ekki verða hrædd ef ég væri á eftir tannlækni í röð útí melabúð) heldur mestmegnis hinn yfirvofandi nístandi sársauka, auk algjörs hjálparleysis.
en ég fór nú samt í hádeginu að heimsækja nýja tannlækninn minn og hann var bara næs og fyndinn og sagði mér að koma aftur á mánudaginn.
það þarf að gera við fokkin FJÓRAR tennur!
hvar getur maður selt nýra?
ég er búin að drekka ógeðselga mikið kaffi síðan ég kom heim, en er ekki enn komin með kaffibrúnan glans á hár og húð. hins vegar er ég öll útötuð í bólum og rek við á korters fresti. venjulegt fólk veit að sjálfsögðu að kaffi er ekki hægt að drekka án þess að éta með því súkkulaði.
svo er mér illt í nöglinni á litla putta á hægri hendinni. sem er einkar heimskulegt.
æj svo langar mig ekkert að fara aftur til birmingham og er þessvegna ekki ennþá búin aðkaupa miða. held samt að ég verði að gera það NÚNA. ekki seinna vænna. samt boring. en það er hægt að gleðja mig (og vonandi fleiri) að þetta er í hið ALLRA SÍÐASTA SINN sem ég kaupi flugmiða til London í þeim tilgangi að fara til birmingham! pælum aðeins í því. þrjú ár eru kannski ekkert svo lengi að líða. kvíði því ekki RASSGAT að koma heim og skella sér "út á vinnumarkaðainn" (sagt með dramatískri röddu) blebleble, nóg að gera á þessu skeri, tónleikar og sýningar og læti út um allt. svo er heldur ekkert að því að vinna bara í búð ef maður er eitthvað auralaus. það er aftur á móti leiðinlegt, en það er nú svo margt.
t.d. að ryksuga.
ég gæti vaskað upp í viku samfleytt á við það að ryksuga.... ÞOLI ekki að ryksuga. aftur á móti finnst mér gaman í tölvuleikjum, og mig langar ENNÞÁ allverulega mikið í gamla góða gráa nintendo vél eins og palli minn hellubrautar (og reyndar fleiri) áttu. bara hægt að labba í fjórar áttir, hoppa og skjóta, svo var select takki og start takki. í tvívídd. enginn sem talaði við mann og yfirleitt mjög afmörkuð markmið í hverjum leik. t.d. að bjarga prinsessum eða hoppa ofan á loftbólum.
ef einhver á svoleis vél og vill losna við hana í góðar hendur þá verð ég á landinu til 6. apríl. sá hinn sami fær kaffi og súkkulaði :)