þriðjudagur, september 25, 2007

enn á lífi (og í góðum gír)

já há nú er allt að komast í sæmilega lifanlegt form hér í Birminghamminu, er komin með tvöfalt rúm og fataskáp, búin að setja upp bókahilluna mína og nokkurnvegin raða í hana. svo er ég líka búin að redda okkur landlínu og vonandi verður komið internet í gullmolann (íbúðina) minn í þessari viku, eða þá snemma í næstu.
púff!
fór í tíma í vikunni og spilaði alfeg næstum því 3 takta, s.s. gekk bara mjög vel :) svo hélt ég tónleika síðasta föstudag og þeir gengu líka bara mjög vel, tók þá meira að segja upp, gæti vel verið maður skelli þeim ONLINE þegar blessaða geimskipið (borðtalvan mín) er komin uppúr kassanum sínum og nettengd.
húrra húrra.

langaði nú bara ða segja hæ hæ og hóhó...