mánudagur, nóvember 14, 2005

ákvarðanir, ákvarðanir....

langar:
* horfa á robin hood
* horfa á southpark
* horfa á dallas

þarf:
* fara á klósettið
* fara að sofa

vill
* fá mér te

... aumingja ég

kuldi og kraftaverk

það er búið að vera svo kalt í dag ég hef nú bara sjaldan vitað annað eins. heima á íslandi er ég nú yfirleitt í heitari kantinum... en hér er ég bara alfeg við frostmark.
og svo er nú ekki beinlínis verið að hjálpa manni.
var í 2ja klukkutíma tónlistarsögu í dag og þeir voru með loftkælinguna á fullu! aha en fyndið hugsaði ég eftir hálftíma, setti á mig vettlinga og beið spennt eftir því að einhver grínarinn myndi koma stökkvandi innum dyrnar og segja að þetta væri bara grín og nú myndi loftHITARINN fara af stað.
já neinei.
eftir 2 tíma var nokkrum kóreyskum píanóleikurum skutlað uppá trillur og ýtt frosnum fram á meðan við hin skiptumst á að nota hárblásara til að losa okkur uppúr stólunum og skafa frosthrímið af gleraugunum.
EKKI NÓG með það.
ungfrú frost og funi skellti sér í ræktina til að reyna að fá einhvern smá hita í sig og var rétt svo búin með 15 mín af hörkuerfiðum BLT tíma þegar bíb bíb fer ekki bara brunavarnakerfið í gang. og bretar eru ekkert að djóka með brunavarnir, það var bara slökkt á græjunum og öllum skipað út.
var ég búinað segja ykkur að það var ógeðslega kalt?
og ég var ógeðslega sveitt?
allavega. svo vorum við nokkrar orðnar fjólubláar í framan svo að einhver gaur sagði okkur að við mættum alfeg fara og ná kápurnar okkar. ég lét ekki segja mér það tvisvar og náði í allt dótið mitt og hljóp heim.
var svo í sturtunni í klukkutíma. var næstum farin að finna brunalykt af bakinu á mér hafði vatnið svo heitt.

hey já og kraftaverkið var að tebollinn var hreinn og fínn og voða sakleysislegur á svipinn á þvottagrindinni við eldhúsvaskinn þegar ég var á leiðinni út kl. 1900.
ég bara gjörsamlega skil þetta ekki... ég finn ekki bollann minn!
hvernig er hægt að týna tebolla í 5 fermetra herbergi? og nei hann er ekki fram í eldhúsi heldur.

ég er svo aldeilis bit...