þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
laugardagur, apríl 10, 2010
túrkís stúkur/ turquose wrist warmers
þetta er tekið úr AGALEGA sniðugu dagatali sem ég keypti mér þar sem hver dagur er með einni uppskrift. þetta er s.s. 1. nóvember og heitir á ensku Lacy ZigZag :)
ég var að spá í að hekla eitthvða krúttulegt framan á þær af því að jaðarinn rúllast pínu upp, en nennti því ekki.
uppskrift
prjónar nr. 3
1/2 dokka af kambgarni
Fitja upp 43 lykkjur (til að gera þrengri stúkur eða víðari þarf þessi tala að ganga uppí 6 + 1)
röð 1: *taka 1 óprjónaða - prjóna 1 - steypa óprjónuðu yfir (það er líka hægt að prjóna 2 saman en fara í gegnum lykkjuna að aftanverðu, mér finnst það yfirleitt koma betur út), prjóna 2, band yfir, prjóna 2*
endurtaka * til * þangað til 1 lykkja er eftir; prjóna eina
röð 2: prjóna slétt
röð 3: prjóna 3, *band yfir, prjóna 2, prjóna 2 saman, prjóna 2*
endurtaka * til * þangað til það eru 4 lykkjur eftir; band yfir, prjóna 2, prjóna 2 saman.
röð 4: prjóna slétt
svo eru þessar 4 umferðir endurteknar þangað til stúkan er orðin nógu stór til að passa á hramminn sem hún er ætluð. stúkan sem ég gerði á myndinni er með 5 endurtekningum.
pattern
CO 43 sts (if you want bigger or smaller, it has to add up to 6 + 1)
row 1: *sl 1, K1, psso, K2, YO, K2*
rep * to * until last st; K1
row 2: knit
row 3: K3, *YO, K2, K2tog, K2*
rep * to * until last 4 sts; YO, K2, K2tog
row 4: knit
repeat these 4 rows until the wristwarmer is long enough for the hand it's made for, the one i did on the photo had 5 rep. of the pattern :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)