fimmtudagur, júlí 17, 2003

ég er snillingur.
eftir að hafa bölvað, ragnað og talað slæmt mál í svolitla stund, talað um spekingsleg mál inná kaffistofu og klárað kaffið (múahahah), bölvað soldið meir og rifið í hár mér, tókst mér að leysa þessa þraut hér.ég er snillingur
oh ég er svo þreytt!
garg garg.
ég fékk mér banana ís á snælandi áðan og allt í einu er ég orðin svo þreytt að ég get ekki einu sinni hugsað.
kannski var svefnmeðal í ísnum.

við fórum upp í bústað í gær. úffpúff. bíllinn gafst næstum því upp vegna hitans (innan sem utan) amma var hress og málaði bústaðinn sinn, ási bróðir grenjaði vegna þess að honum langaði svo heim í nýja tölvuleikinn sinn, mamma drakk kaffi og ég sofnaði.
í sólinni.
þeir sem þekkja mig, vita að þetta er ekki sniðugt. sérstaklega þetta með að sofna. þannig að ég er brunnin eins og kjúklingur og hálf aum í húðinni.
bleah!

en dagurinn í gær var Yndislegur, enda kom hann Eyfi minn heim og var sætur og skemmtilegur.
OG HORAÐUR!
enda strunsaði ég beint með gaurinn á krána eftir að hafa gefið honum helling af mat. svo fórum við í smá göngutúr um hinn hýra fjörð er við höfn er kenndur og töluðum um hvað ísland er æðislegt og fallegt (eyfi) og hvað ísland er ömurlegt og þrúgandi (ég). svo vorum við að labba á Garðsveginum þegar allt í einu fer einhver kall að veifa okkur út í glugga.
þá er þetta herr. Ívar Helgason og frú (to become) í heimsókn hjá Óla Má og frú Freyju. sem er bæðevei orðin þvíííílíkt spikfeit.
eða þannig sko, hún er ólétt og komin á 8. mánuð.
en þau gáfu okkur kók og kenndu okkur að kveikja á heitapottinumhjá sér (hello?) og sýndu okkur íbúðina sína sem er ótrúlega falleg, rúmgóð, snyrtileg, fín og vel tilhöfð. eins og venjulega fékk ég í magann af öfund vegna þess að mig langar svo í íbúð, en kókið sló á mestu ógleðina. svo löbbuðum við aðeins meira, uns ég fór heim og dó úr aumri, rauðri húð. og svaf nottla yfir mig í morgun.
skelfinar ósköp verður maður þreyttur af sólbruna.