þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
miðvikudagur, janúar 22, 2003
ég lenti í því leiðinda-atviki um daginn að hjá mér sprakk pera. þar sem ég er bæði lítil, varnarlaus og ákaflega léleg í öllu svona sem strákar gera, þá hringdi ég vitaskuld samstundis á viðgerðarmann... nema hvað? og viti menn, ég hef varla sleppt símtólinu þegar hringt er á útidyrabjölluna. ég stekk á fætur, hleyp til dyra og hleypi manninum inn. þetta er þá bara kolsvartur maður og í einkennisbúningi.
"er biluð hjá yður pera?" segir hann með kontrabassaröddu og glottir.
"ég er yfirmaður perusviðs, og var sagt að þetta væri sérstakt útkall. eruð þér ekki ungfrú tóta? okkar uppáhaldsviðskiptavinur?"
ég held ég láti þessa skýringarmynd fylgja með, og sleppi því þar með að hafa um þetta of mörg orð...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)