föstudagur, mars 12, 2004

ási bróðir minn er skemmtilegasti strákur í heimi. en hann er samt geggjað mikil gelgja.
kysskyss
þetta er það fyndnasta sem ég hef séð í allan dag. og þó er ég búin að vera vakandi frá því kl. 8...


þetta er komment dagsins á BRILLJANTÍN síðunni hans Palla míns Einars:

"dress slutty and shut up, that´s my motto". (Rosario í will og grace)

þvílík snild. ég bara Varð að stela þessu. takk darlings.
sumir halda því fram að ég geri ekki neitt í vinnunni, hangi bara á netinu og blogga. þetta er alls ekki rétt. hér er mynd því til staðfestingar


þarna má sjá (í smásjá, hoho) mig við hillu þar sem íslenska stjórnardeildin er geymd í, ein af Þremur. reyndar er myndavélin mín mjög lítil svo hvorki sést í botn hillunnar né topp, svo þið getið alfeg eins haldið að hún sé risastór! sem hún er!
en í hverri svona hillu eru fullt af svona gulum ljótum öskum og í hverri öskju eru svona 30 til 40 arkir, og á hverjari örk er texti, mislangur þó, en þetta allt hef ég slegið inn. og næstum því án þess að kvarta!
ég keypti mér kex í nóatúni af því að það eru íslenskir dagar. og af því að mig langaði í það. svo át ég gegðt margar og er núna illt í maganum. svo eru geggjað hot verkamenn að setja upp ekkvað ljós fyrir utan klósettið frammi þannig ða ég þori ekki að fara fram og skíta. :( djöfull á ég ógeðslega bágt!
þetta er mjög dramatísk aría. vinsamlegast grátið núna, takk.

Voi lo sapete, o mamma,
Prima d'andar soldato,
Turiddu aveva a Lola
Eterna fè giurato.
Tornò, la seppe sposa;
E con un nuovo amore
Volle spegner la fiamma
Che gli bruciava il core:
M'amò, l'amai.
Quell'invidia d'ogni delizia mia,
Del suo sposo dimentica,
Arse di gelosia...
Me l'ha rapito...
Priva dell'onor mio rimango:
Lola e Turiddu s'amano,
Io piango, io piango!

ef þið viljið endilega vita söguþráðinn þá er hann hér. en svona "shorversionin" er eftirfarandi:
A verður skotinn í B, þá verður B skotin í C, svo að A verður skotin D.
þá verður B öfundsjúk og reyndir við A, en þá verður D brjáluð og segir C, svo að C drepur A. inn í þetta flækjast svo mömmur þeirra A og D. og svo einhver kirkja. en heart-break-erinn er að áður en A deyr þá biður hann mömmu sína að passa upp á D.
*snökt*
ég komst ekki inní orkester norden og er á bömmer dauðans. hvað í andskotanum er ég spá í þessu fjandans víólunámi? er ég treg?
hversu oft þarf ég að fá það í andlitið að ég sé ekki nógu góð, til að trúa því að ég sé ekki nógu góð og drullast til að gefast upp?
heimski heili.
Tveir einstaklingar óku bílum sínum, um var að ræða konu og mann. Slysin
gera ekki boð á undan sér eins og í þessu tilfelli en bílar þeirra skullu
skyndilega saman. Lánið lék við þau en þau sluppu ómeidd eftir þennan
annars harða árekstur. Konan rankar við sér felmtri slegin, skríður úr bíl
sínum og segir: "Svo, þú ert þá karlmaður, en spennandi. Og ég er kona. Vá, sjáðu
bílana okkar! Þeir eru gjörsamlega í klessu, en sem betur fer slösuðumst
við nú ekkert. Þetta hlýtur að vera tákn frá Guði um að okkur sé ætlað að
hittast aftur, vera vinir og búa saman í friði til æviloka."

Upp með sér stamar maðurinn loks út út sér: "Ó,já, ég er þér alveg
hjartanlega sammála!" "Þetta hlýtur að vera tákn frá Guði!" hélt konan
áfram, ég meina sjáðu, þetta er annað kraftaverk. Bíllinn minn er
algjörlega í klessu en þessi vínflaska brotnaði ekki. Guð vill örugglega að við
drekkum þetta vín og höldum þannig upp á heppni okkar og yndislega sameiginlega
framtíð sem við eigum í vændum."

Síðan réttir hún manninum flöskuna. Hann kinkar kolli til samþykkis,
opnar flöskuna og drekkur hana hálfa og réttir síðan konunni. Konan tekur
flöskuna, setur tappann í og réttir manninum hana aftur. Maðurinn spyr:
"Ætlar þú ekki að fá þér?" Konan svarar: "Nei. Ég held ég bíði bara
eftir lögreglunni..."

BOÐSKAPUR SÖGUNNAR: Konur eru MJÖG skarpar. Ekki abbast upp á þær.