sumir halda því fram að ég geri ekki neitt í vinnunni, hangi bara á netinu og blogga. þetta er alls ekki rétt. hér er mynd því til staðfestingar
þarna má sjá (í smásjá, hoho) mig við hillu þar sem íslenska stjórnardeildin er geymd í, ein af Þremur. reyndar er myndavélin mín mjög lítil svo hvorki sést í botn hillunnar né topp, svo þið getið alfeg eins haldið að hún sé risastór! sem hún er!
en í hverri svona hillu eru fullt af svona gulum ljótum öskum og í hverri öskju eru svona 30 til 40 arkir, og á hverjari örk er texti, mislangur þó, en þetta allt hef ég slegið inn. og næstum því án þess að kvarta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli